Eftir Jón G. Hauksson 15. desember 2025
Þau eru svo sannarlega afreksfólk í íþróttum Annað árið í röð voru þau Emilía Embla og Dagur valin skákmennn Fjölnis 2025. Á glæsilegri uppskeruhátíð Fjölnis í Keiluhöllinni á dögunum var tilkynnt um val á afreks-íþróttafólki félagsins í öllum deildum. Skákdeildin valdi Emilíu Emblu B. Berglindardóttur skákkonu Fjölnis 2025 og Dag Ragnarsson skákkarl Fjölnis 2025. Til hamingju, þið eruð miklar fyrirmyndir í hinu framúrskarandi skákstarfi Fjölnis. Dagur er einn af lykilmönnum í hinni sigursælu Íslandsmeistarasveit Fjölnis sem sigraði á Íslandsmóti skákfélaga í vor með fullu húsi vinninga. Dagur tefldi með landsliði Íslands á EM landsliða í skák sem fram fór í Georgíu í október sl. Emilía Embla er Íslandsmeistari stúlkna í flokki U14 og einnig stúlknameistari Reykjavíkur, annað árið í röð. Hún er í skáksveit Rimaskóla sem vann Íslandsmót barnaskólasveita og náði 3. sæti á NM barnaskólasveita í Finnlandi nú í haust. Skákdeild Fjölnis óskar þeim Emilíu Emblu og Degi hjartanlega til hamingju með heiðurinn. ( Ljósm: Gunnar Jónatansson ). - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 15. desember 2025
Þau eru svo sannarlega afreksfólk í íþróttum Annað árið í röð voru þau Emilía Embla og Dagur valin skákmennn Fjölnis 2025. Á glæsilegri uppskeruhátíð Fjölnis í Keiluhöllinni á dögunum var tilkynnt um val á afreks-íþróttafólki félagsins í öllum deildum. Skákdeildin valdi Emilíu Emblu B. Berglindardóttur skákkonu Fjölnis 2025 og Dag Ragnarsson skákkarl Fjölnis 2025. Til hamingju, þið eruð miklar fyrirmyndir í hinu framúrskarandi skákstarfi Fjölnis. Dagur er einn af lykilmönnum í hinni sigursælu Íslandsmeistarasveit Fjölnis sem sigraði á Íslandsmóti skákfélaga í vor með fullu húsi vinninga. Dagur tefldi með landsliði Íslands á EM landsliða í skák sem fram fór í Georgíu í október sl. Emilía Embla er Íslandsmeistari stúlkna í flokki U14 og einnig stúlknameistari Reykjavíkur, annað árið í röð. Hún er í skáksveit Rimaskóla sem vann Íslandsmót barnaskólasveita og náði 3. sæti á NM barnaskólasveita í Finnlandi nú í haust. Skákdeild Fjölnis óskar þeim Emilíu Emblu og Degi hjartanlega til hamingju með heiðurinn. ( Ljósm: Gunnar Jónatansson ). - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 15. desember 2025
Gluggaskrautið fær svolítið annan blæ þegar það gægist út um gluggann og mátar sig við svarthvítu snjómugguna. Höfuðborgarbúar fengu óvænta snjómuggu upp úr hádegi í gær, sunnudaginn 14. mars, og úti varð flughált á augabragði. Veröldin varð svarthvít. Allt hefur þetta sinn sjarma. Jólasnjór á þriðja sunnudegi á aðventu. Kyrrðin, maður minn, hún er fyrir öllu; vetrarstillan. Hljómsveitin Flowers fluttu lagið Gluggann á áttunda áratug síðustu aldar við miklar vinsældir. Enn má heyra það á öldum ljósvakans. „ Ég sit og gægist oft út um gluggann. “ Lagið er eftir Rúnar Gunnarsson en textinn eftir Þorstein Eggertsson . Sjá má textann að fullu hér. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 14. desember 2025
Það hefur verið flughált í Grafarvogi núna síðdegis og þá er auðvelt að misreikna aðstæður. Ekið hafði verið á þessi umferðarljós á hinum umferðarþungu gatnamótum Gullinbrúar og Hallsvegar eftir hádegi í dag þegar Grafarvogur.net átti þar leið um. Það er aldrei of varlega farið í umferðinni - og hvað þá í mikilli hálku. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 12. desember 2025
Fréttin okkar um að Smárarimi 3 væri líklegast besta skreytta húsið í Grafarvoginum fyrir þessi jól fékk verðskuldaða athygli og mikla lesningu á vefnum. Í kjölfarið komu fjölmargar ábendingar um einbýlishús í Hamrahverfinu væri síst síðra og varla væri hægt að horfa fram hjá því þegar rætt væri um best skreytta húsið í Grafarvoginum. Við gerðum okkur ferð og viti menn; við Salthamra 1 er sannkölluð jóladýrð. Eins konar jólaland. Og það er hverju orði sannara að þar sé farið alla leið og ekkert til sparað við að setja upp jólaseríur. Glæsilegt. Þetta er hornhús við Salthamra og Lokinhamra og þessi skreyting fer ekki fram hjá neinum - ekki svo sem frekar en við Smárarima 3. Mjög ólíkar skrreytingar en e infaldlega vel gert í báðum tilvikum! - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 10. desember 2025
Ljósin í bænum, var nafn á hljómsveit hér í denn þar sem sungið var um að fara í ljós þrisvar í viku. Núna þykja sólbekkirnir hættulegir en jólaljósin gleðja svo sannarlega og það er víða vel skreytt í Grafarvoginum. Hann var svo sem ekki víðfeðmur rúnturinn í kvöld. Skottast í Spöngina eftir lítilræði en úr varð litrík heimferð þar sem jólaseríur og jólaskreytingar utandyra á húsum fönguðu hugann um stund. Tók nokkrar myndir þar sem rauðar, hvítar og marglitar séríur komu við sögu. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 10. desember 2025
Það er ánægjulegt hvað Grafarvogsbúar hafa tekið vel við sér með jólaskreytingar og seríurnar setja svo sannarlega svip sinn á hverfið. Víða er þetta mjög vel gert en mér er til efs að margir toppi jólaljósadýrð íbúanna við Smárarima 3. Þurfti að skottast upp í Spöng og ná í lítilræði. Á leiðinni til baka blasti dýrðin við mér þegar ég kom að hringtorginu við Borgaveginn við Rimahverfið. Það var ekki annað í boði en beygja niður Smárarimann og skoða betur. Þetta er alvöru og tekið alla leið. Glæsilegt. Glugginn nánast sýningargluggi og með mikið aðdráttarafl. - JGH
Skoða fleiri fréttir
Eftir Jón G. Hauksson 15. desember 2025
Gluggaskrautið fær svolítið annan blæ þegar það gægist út um gluggann og mátar sig við svarthvítu snjómugguna. Höfuðborgarbúar fengu óvænta snjómuggu upp úr hádegi í gær, sunnudaginn 14. mars, og úti varð flughált á augabragði. Veröldin varð svarthvít. Allt hefur þetta sinn sjarma. Jólasnjór á þriðja sunnudegi á aðventu. Kyrrðin, maður minn, hún er fyrir öllu; vetrarstillan. Hljómsveitin Flowers fluttu lagið Gluggann á áttunda áratug síðustu aldar við miklar vinsældir. Enn má heyra það á öldum ljósvakans. „ Ég sit og gægist oft út um gluggann. “ Lagið er eftir Rúnar Gunnarsson en textinn eftir Þorstein Eggertsson . Sjá má textann að fullu hér. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 14. desember 2025
Það hefur verið flughált í Grafarvogi núna síðdegis og þá er auðvelt að misreikna aðstæður. Ekið hafði verið á þessi umferðarljós á hinum umferðarþungu gatnamótum Gullinbrúar og Hallsvegar eftir hádegi í dag þegar Grafarvogur.net átti þar leið um. Það er aldrei of varlega farið í umferðinni - og hvað þá í mikilli hálku. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 12. desember 2025
Fréttin okkar um að Smárarimi 3 væri líklegast besta skreytta húsið í Grafarvoginum fyrir þessi jól fékk verðskuldaða athygli og mikla lesningu á vefnum. Í kjölfarið komu fjölmargar ábendingar um einbýlishús í Hamrahverfinu væri síst síðra og varla væri hægt að horfa fram hjá því þegar rætt væri um best skreytta húsið í Grafarvoginum. Við gerðum okkur ferð og viti menn; við Salthamra 1 er sannkölluð jóladýrð. Eins konar jólaland. Og það er hverju orði sannara að þar sé farið alla leið og ekkert til sparað við að setja upp jólaseríur. Glæsilegt. Þetta er hornhús við Salthamra og Lokinhamra og þessi skreyting fer ekki fram hjá neinum - ekki svo sem frekar en við Smárarima 3. Mjög ólíkar skrreytingar en e infaldlega vel gert í báðum tilvikum! - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 10. desember 2025
Ljósin í bænum, var nafn á hljómsveit hér í denn þar sem sungið var um að fara í ljós þrisvar í viku. Núna þykja sólbekkirnir hættulegir en jólaljósin gleðja svo sannarlega og það er víða vel skreytt í Grafarvoginum. Hann var svo sem ekki víðfeðmur rúnturinn í kvöld. Skottast í Spöngina eftir lítilræði en úr varð litrík heimferð þar sem jólaseríur og jólaskreytingar utandyra á húsum fönguðu hugann um stund. Tók nokkrar myndir þar sem rauðar, hvítar og marglitar séríur komu við sögu. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 10. desember 2025
Það er ánægjulegt hvað Grafarvogsbúar hafa tekið vel við sér með jólaskreytingar og seríurnar setja svo sannarlega svip sinn á hverfið. Víða er þetta mjög vel gert en mér er til efs að margir toppi jólaljósadýrð íbúanna við Smárarima 3. Þurfti að skottast upp í Spöng og ná í lítilræði. Á leiðinni til baka blasti dýrðin við mér þegar ég kom að hringtorginu við Borgaveginn við Rimahverfið. Það var ekki annað í boði en beygja niður Smárarimann og skoða betur. Þetta er alvöru og tekið alla leið. Glæsilegt. Glugginn nánast sýningargluggi og með mikið aðdráttarafl. - JGH
Sjá fleiri fréttir

Eftir Jón G. Hauksson 15. desember 2025
Gluggaskrautið fær svolítið annan blæ þegar það gægist út um gluggann og mátar sig við svarthvítu snjómugguna. Höfuðborgarbúar fengu óvænta snjómuggu upp úr hádegi í gær, sunnudaginn 14. mars, og úti varð flughált á augabragði. Veröldin varð svarthvít. Allt hefur þetta sinn sjarma. Jólasnjór á þriðja sunnudegi á aðventu. Kyrrðin, maður minn, hún er fyrir öllu; vetrarstillan. Hljómsveitin Flowers fluttu lagið Gluggann á áttunda áratug síðustu aldar við miklar vinsældir. Enn má heyra það á öldum ljósvakans. „ Ég sit og gægist oft út um gluggann. “ Lagið er eftir Rúnar Gunnarsson en textinn eftir Þorstein Eggertsson . Sjá má textann að fullu hér. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 14. desember 2025
Það hefur verið flughált í Grafarvogi núna síðdegis og þá er auðvelt að misreikna aðstæður. Ekið hafði verið á þessi umferðarljós á hinum umferðarþungu gatnamótum Gullinbrúar og Hallsvegar eftir hádegi í dag þegar Grafarvogur.net átti þar leið um. Það er aldrei of varlega farið í umferðinni - og hvað þá í mikilli hálku. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 12. desember 2025
Fréttin okkar um að Smárarimi 3 væri líklegast besta skreytta húsið í Grafarvoginum fyrir þessi jól fékk verðskuldaða athygli og mikla lesningu á vefnum. Í kjölfarið komu fjölmargar ábendingar um einbýlishús í Hamrahverfinu væri síst síðra og varla væri hægt að horfa fram hjá því þegar rætt væri um best skreytta húsið í Grafarvoginum. Við gerðum okkur ferð og viti menn; við Salthamra 1 er sannkölluð jóladýrð. Eins konar jólaland. Og það er hverju orði sannara að þar sé farið alla leið og ekkert til sparað við að setja upp jólaseríur. Glæsilegt. Þetta er hornhús við Salthamra og Lokinhamra og þessi skreyting fer ekki fram hjá neinum - ekki svo sem frekar en við Smárarima 3. Mjög ólíkar skrreytingar en e infaldlega vel gert í báðum tilvikum! - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 10. desember 2025
Ljósin í bænum, var nafn á hljómsveit hér í denn þar sem sungið var um að fara í ljós þrisvar í viku. Núna þykja sólbekkirnir hættulegir en jólaljósin gleðja svo sannarlega og það er víða vel skreytt í Grafarvoginum. Hann var svo sem ekki víðfeðmur rúnturinn í kvöld. Skottast í Spöngina eftir lítilræði en úr varð litrík heimferð þar sem jólaseríur og jólaskreytingar utandyra á húsum fönguðu hugann um stund. Tók nokkrar myndir þar sem rauðar, hvítar og marglitar séríur komu við sögu. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 10. desember 2025
Það er ánægjulegt hvað Grafarvogsbúar hafa tekið vel við sér með jólaskreytingar og seríurnar setja svo sannarlega svip sinn á hverfið. Víða er þetta mjög vel gert en mér er til efs að margir toppi jólaljósadýrð íbúanna við Smárarima 3. Þurfti að skottast upp í Spöng og ná í lítilræði. Á leiðinni til baka blasti dýrðin við mér þegar ég kom að hringtorginu við Borgaveginn við Rimahverfið. Það var ekki annað í boði en beygja niður Smárarimann og skoða betur. Þetta er alvöru og tekið alla leið. Glæsilegt. Glugginn nánast sýningargluggi og með mikið aðdráttarafl. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 4. desember 2025
Það verður fullt tungl í kvöld kl. 23:14 í kvöld, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands. Magnús Ásgeirsson Grafarvogsbúi birtir myndir af tunglinu á FB-síðu sinni í dag og látum við myndir hans fylgja með þessari frétt. En hvað er fullt tungl? Það er þegar daghlið tunglsins snýr að okkur. Raunar snýr alltaf sama hlið tuglsins að okkur því það snýst einu sinni um sjálft sig á sama tíma og það snýst einn hring umhverfis Jörðina. „Þegar tunglið snýst í kringum Jörðina sjáum við misstóran hluta af upplýsta helmingnum. Hve stóran ræðast af því hvernig sólin, Jörðin og tunglið raðast upp. Þegar tunglið er milli Jarðar og sólar snýr næturhlið þess að okkur. Þá er sagt að tunglið sé nýtt. Nýtt tungl sést aldrei á himninum, “ segir á vefnum https://www.geimurinn.is/solkerfid/tunglid/ „Með hverju kvöldinu sem líður eftir nýtt tungl sést sífellt meiri hluti af upplýsta helmingi tunglsins. Þá er tunglið vaxandi. Tveimur vikum eftir nýtt tungl er Jörðin milli tunglsins og sólarinnar. Þá snýr daghlið tunglsins að okkur og við blasir fullt tungl á himninum . F ullt tungl er á lofti alla nótina, alveg frá því að sólin sest og þar til hún rís aftur. Eftir fullt tungl fer tunglið minnkandi. Tveimur vikum eftir fullt tungl er tunglið aftur nýtt. Tunglið er næstum fjórar vikur eða einn mánuð að ferðast í kringum Jörðina. Tunglið er með öðrum orðum nýtt eða fullt á fjögurra vikna fresti.“
Eftir Jón G. Hauksson 1. desember 2025
Grafarvogsbúinn Magnús Ásgeirsson er með athyglisverða færslu á FB-síðu sinni í dag þegar hann fer í fáeinum orðum um fullveldisdag okkar Íslendinga, 1. desember, sem er í dag. Hann bendir á að fullveldisdagurinn 1918 hafi verið haldinn í skugga Spænsku veikinnar og þennan vetur hafi verið óvenju kalt - enda oftar en ekki talað um „ frostaveturinn mikla árið 1918 “. Hér kemur færsla Magnúsar: „Fullveldisdagurinn 1. desember, dagur sem aldrei má gleymast, það fer frekar lítið fyrir honum þessi árin og hátíðleikinn hefur fjarað út með árunum, nú er þetta eins og hver annar virkur dagur, sem hann er þó í raun ekki, heldur mikilvægur dagur í Íslandssögunni. Á þessum degi tóku Sambandslögin gildi, en þar kom m.a. fram að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Íslenski fáninn var dreginn að húni í fyrsta skipti sem fullgildur þjóðfáni þennan dag. Dagurinn mun hafa verið heldur hráslagalegur. Engin hátíðarhöld voru þennan dag vegna spænsku veikinnar. Veturinn þá var harður, mikill frostavetur, Kötlugos hófst 12. október og stóð til 4. nóvember. Spænska veikin blossaði upp á haustdögum 1918 og létust hundruð manna.Lýsingar eru skelfilegar, en framganga læknisins sem annaðist margan sjúklinginn var einstök og sagt er að hann hafi ekki unnt sér mikillar hvíldar; Maggi Júlíusson læknir á þeim tíma var áhugamaður um búskap og reisi sér býli í útjaðri Reykjavíkur. Klambra skýrði hann býlið, eftir fæðingarbæ sínum Klömbrum í Vestur Hópi í Húnavatnssýslu. Klambratún dregur nafn sitt af bænum. Þetta er aðeins brot af sögu þessa merka dags, 1. desember, sem er fánadagur.“ - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 19. nóvember 2025
Aðalsteinn Jörgensen, bridgespilari með meiru, hefur vakið athygli fyrir bráðskemmtilegar skopmyndir sem hann birtir jafnan á FB-síðu sinni. Fyrr í dag birti hann meðfylgjandi mynd með textanum „Nýjust fréttir af „Stjórnarheimilinu““. Við látum hér tvær aðrar góðar fylgja með. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 18. nóvember 2025
Fjölnismenn eiga í harðri baráttu við KR-inga í Úrvalsdeildinni á Íslandsmóti skákfélaga eftir fyrri umferð mótsins sem fram fór í Rimaskóla um síðustu helgi, dagana 13. til 16. nóvember. A-sveit Fjölnis er í öðru sæti og tveimur vinningum á eftir KR og því ljóst að úrslitin munu ekki ráðast fyrr en í blálokin en seinni umferðin fer fram dagana 5. til 8 mars á næsta ári. Fjölnir hefur unnið þetta mót undanfarin tvö ár; 2024 og 2025. Á bilinu 300 - 400 skákmenn og skákkonur kepptu fyrir taflfélögin sín í 5 deildum. Skákdeild Fjölnis hefur hýst mótið af miklum metnaði undantekningalítið frá árinu 2007 í Rimaskóla eða Egilshöll. Skákdeild Fjölnis átti 4 skáksveitir af þeim 54 sem skráðar voru til leiks og 38 Fjölnismenn tefldu 1 - 5 skákir fyrir félagið.
Eftir Jón G. Hauksson 4. nóvember 2025
Ólafur Hauksson almannatengill lýsir því snilldarlega á FB-síðu sinni í dag hvernig það sé að hringja í opinbera stofnun. Hringt í opinbera stofnun: „Góðan dag, þú hefur náð sambandi við Aðalskrifstofu. Athugið að símatalið er tekið upp til að tryggja gæði og áreiðanleika, en láttu þig ekki dreyma um að biðja okkur um að finna upptökuna ef á reynir. Ef erindið er að tilkynna eldsvoða, hringdu þá í 112. Ef erindið er að biðja um liðskiptiaðgerð, hringdu þá í 1700. Ef erindið er að tala við starfsmann, þá er hann að vinna heima í dag. Við vekjum athygli á því að allar upplýsingar um starfsemi okkar er að finna á vefsíðu stofnunarinnar, nema auðvitað símanúmerið. Til að senda tölvupóst á tiltekinn starfsmann er netfangið stofnun@stofnun.is og sér millistjórnandi í þjónustuveri um að finna út hver af 288 starfsfmönnum okkar eigi að fá póstinn. Vegna annríkis og styttingar vinnuvikunnar eru tölvupóstar sendir á þriðjudegi ekki lesnir fyrr en á mánudegi í næstu viku þar á eftir. Af persónuverndarástæðum eru engar upplýsingar á vefsíðunni um starfsmennina. Vegna styttingar vinnuvikunnar er afgreiðslan opin frá 10.30 til 12.00. Þar sem starfsmenn í afgreiðslu eru að vinna heima þessa vikuna er afgreiðslan lokuð. Af persónuverndarástæðum getum við ekki gefið upp hvar Aðalskrifstofan er til húsa. Þér yrði nú gefið samband við þjónustufulltrúa ef hann væri ekki að vinna heima. Veldu einn til að slíta samtalinu. Eigðu góðan dag.“ Þetta er ekkert nema tær snilld. Grátbroslegt. Skemmtilegt að lesa en grátlegt að þetta skuli vera svona. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. október 2025
Hvað er búið að moka margar götur og stíga í Grafarvogi? Það er spurning sem margir Grafarvogsbúar velta núna fyrir sér. Til er athyglisverður vefur, borgarvefsjáin þar sem ku vera hægt að skoða þetta. Sjá hér. Grafarvogsbúinn og ritstjórinn, Jónas Ragnarsson , benti Grafarvogi.net á að hægt væri að fylgjast með mokstri gatna og stíga á þessum vef. Hann setti samt ákveðið spurningamerki við útkomuna. Við fyrstu sýn virðist hún ekki fullnægjandi eða ekki uppfærð nægilega því lítið virðist hafa verið mokað þegar hún er skoðuð - nema ef til vill göngustígar. Snjómokstur gatna er það sem greiðir fyrir umferð fólks til og frá vinnu og skiptir auðvitað gríðarlegur máli. Kæru Grafarvogsbúar - skoðið borgarvefinn endilega og metið stöðuna í snjómokstrinum. Moksturinn í íbúðahverfum gengur eflaust hægt eins og flestum finnst hafa verið undanfarin ár. (Fréttin hefur verið uppfærð). - JGH