Fjölnir

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. september 2025
Hann er magnaður áhugi barna og unglinga á skákinni í Grafarvogi enda starfið í skákdeild Fjölnis sérlega gott. Á æfinginni í gær var setið við öll borð en þá mættu tæplega 60 krakkar á skákæfinguna. Það sem meira var; fjöldi nýrra barna mætti á fyrstu æfingu vetrarins í síðustu viku og þau mættu svo öll aftur í gær, sæl og ánægð. Mjög svo ánægjulegt. Að sögn Helga Árnasonar , formanns skákdeildar Fjölnis, hjálpar það mjög við að stýra æfingunum að foreldrar fylgja þeim yngstu á æfingarnar. Hann segir að tveir yngstu hóparnir hafi fyllst strax í síðustu viku og að „opni flokkurinn“ sé að venju fjölmennastur með 32 þátttakendur. Sex efstu stelpurnar og sex efstu strákarnir unnu til verðlauna og það voru nákvæmlega þau tólf efstu; Emilía S., Ómar Jón, Rökkvi, Anh, Sigrún Tara, Helgi Tómas, Tara Líf, Alexander Kári, Elsa Margrét, Alexander Leó, Elma Karen og Karen Birta.

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. september 2025
Hann er magnaður áhugi barna og unglinga á skákinni í Grafarvogi enda starfið í skákdeild Fjölnis sérlega gott. Á æfinginni í gær var setið við öll borð en þá mættu tæplega 60 krakkar á skákæfinguna. Það sem meira var; fjöldi nýrra barna mætti á fyrstu æfingu vetrarins í síðustu viku og þau mættu svo öll aftur í gær, sæl og ánægð. Mjög svo ánægjulegt. Að sögn Helga Árnasonar , formanns skákdeildar Fjölnis, hjálpar það mjög við að stýra æfingunum að foreldrar fylgja þeim yngstu á æfingarnar. Hann segir að tveir yngstu hóparnir hafi fyllst strax í síðustu viku og að „opni flokkurinn“ sé að venju fjölmennastur með 32 þátttakendur. Sex efstu stelpurnar og sex efstu strákarnir unnu til verðlauna og það voru nákvæmlega þau tólf efstu; Emilía S., Ómar Jón, Rökkvi, Anh, Sigrún Tara, Helgi Tómas, Tara Líf, Alexander Kári, Elsa Margrét, Alexander Leó, Elma Karen og Karen Birta.
Eftir Jón G. Hauksson
•
10. september 2025
Fjórar stúlkur eru á meðal fimm keppenda í skáksveit Rimaskóla sem er á leiðinni til Helsinki í Finnlandi til að keppa á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák. Skáksveitin er Íslandsmeistari barnaskólasveita 2025 og hefur Rimaskóli unnið Norðurlandamótið í sex skipti, oftar en nokkur annar skóli á Norðulöndunum. Þetta verður spennandi mót og óskar Grafarvogur.net okkar fólki úr Grafarvoginum alls hins besta á mótinu. Skáksveit Rimaskóla skipa þau Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Emilía Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir . Fjórar stúlkur eru í skáksveitinni og er það einsdæmi. Þjálfari krakkanna er Björn Ívar Karlsson, skákkennari skólans, en fararstjóri er Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis. Þetta mun vera í 17. skipti sem skáksveit Rimaskóla vinnur sér þátttökurétt á Norðurlandamót barna-og grunnskólasveita. Hópurinn flýgur til Finnlands á föstudagsmorgun 12. sept. Mótið verður haldið dagana 12. - 14. september í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Forseti Skáksambands Íslands, Jóhanna Björg Jóhannsdótti r, er hér með hinni öflugu skáksveit á meðfylgjandi mynd ásamt Helga Árnasyni fararstjóra. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
8. ágúst 2025
FÓTBOLTI. Þetta er hörkuleikdagur hjá Fjölni í knattspyrnunni og keppt á tvennum vígstöðvum. Karlarnir mæta toppliði ÍR í Breiðholtinu og konurnar halda austur á Selfoss og etja kappi þar. Leikurinn við ÍR í Breiðholtinu byrjar kl. 19:15 en flautað verður til leiks á Selfossi kl. 19:00. Karlarnir eru í mjög harðri keppni fimm liða í neðri hlutanum í Lengjudeildinni en konurnar eru í fjórða sæti í 2. deildinni. Þetta eru leikirnir sem eftir eru hjá karlaliði Fjölnis fyrir leikinn í dag: ÍR - Fjölnir. Fjölnir - Njarðvík. Selfoss - Fjölnir. Fjölnir - HK Fjölnir - Þróttur Reykjavík Þór - Fjölnir Fjölnir - Leiknir Rvík. Áfram Fjölnir. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
16. júlí 2025
MARKASÚPA Í GRAFARVOGI. Fjölniskonur fóru mikinn gegn KÞ á Fjölnisvellinum við Dalhús í gærkvöldi og unnu leikinn 6-0. Vel gert. Grafarvogur.net var á leiknum og taldi sig ágætlega inni í heimi íþróttanna en vissi samt lítið um þetta KÞ-lið. Með eftirgrennslan kom í ljós að KÞ er venslaslið Þróttar í Reykjavík. Það er með sama lögheimili og Þróttur og er undir Þróttarahattinum. KÞ stendur samt ekki fyrir Knattspyrnufélagið Þróttur og er með annars konar merki. Hvað um það - í fallegu veðri léku Fjölniskonur við hvurn sinn fingur og létu netmöskvana finna fyrir því. Vel gert í alla staði. Alvöru súpa, markasúpa. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
20. júní 2025
LOKSINS! Hann var svo sannarlega kærkominn sigurinn hjá Fjölnismönnum í fyrstu deildinni í gærkvöldi. Þeir unnu Þróttara með fjórum mörkum gegn einu, 4-1. Magnaður sigur þar sem Fjölnismenn léku manni færri síðustu tíu mínúturnar. Vonandi veit þessi sigur Fjölnismanna á gott því þeir hafa átt í basli í deildinni í sumar og var þetta þeirra fyrsti sigur í níu leikjum; höfðu fyrir leikinn gert þrjú jafntefli en tapað fimm leikjum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið ennþá í 11. sæti deildarinnar sem er fallsæti. En sigurinn í gærkvöldi veitir liðinu örugglega mikið sjálfstraust og vonandi vinnur það sig upp töfluna í næstu leikjum. Þessi leikur lofaði góðu og til hamingju Fjölnismenn með sigurinn. Ísinn er brotinn. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
28. maí 2025
ALLIR Á VÖLLINN. Það verður hörkuleikur á Fjölnisvellinum við Dalhús nk. föstudag kl. 18:30 þegar Fjölnismenn taka á móti ÍR-ingum í Lengjudeildinni. Við hvetjum Grafarvogsbúa til að mæta og styðja okkar menn. Ekki veitir af að hvetja liðið áfram en það hefur farið fremur rólega af stað í deildinni. ÍR-ingar eru með hörkugott lið og í þriðja sæti deildarinnar. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
23. maí 2025
FJÖLNIR SIGRAÐI. Fjölniskonur unnu sannfærandi sigur á Álftnesingum á Fjölnisvellinum í Grafarvogi í kvöld með þremur mörkum gegn einu: 3-1. Staðan í hálfleik var 2-0. Þær Eva Karen Sigurdórsdóttir, María Eir Magnúsdóttir og Ester Lilja Harðardóttir skoruðu mörk Fjölnis. En Klara Kristín Kjartansdóttir svaraði fyrir gestina. Á opnunarmyndinni eru Fjölniskonur í hörkusókn en þær voru eins og markatölurnar segja til um mun betri í leiknum. - JGH