Fjölnir


Eftir Jón G. Hauksson 25. júlí 2025
BORGARALEG SKYLDA! Það kannast flestir Grafarvogsbúar við hana Pálínu þegar knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir heimaleiki sína í Grafarvogi undir formerkjunum Pálína verður á staðnum. Pálína er jú þekkt sjoppa sem Fjölnir rekur og þar er hægt að fá sér hamborgara, pylsur, sælgæti og annað góðgæti fyrir leikina og í hálfleik. Þegar okkur bar að garði í hálfleik á leik Fjölnis og KÞ í annarri deild kvenna á dögunum fórum við auðvitað að Pálínu þar sem grillað var af eldmóði. Sá sem hélt um spaðann í þetta skiptið var Jón Óskar Guðlaugsson en hann er í foreldraráði 4. flokks Fjölnis. Hann virtist fimur með spaðann og spurður um hvaða trikk hann notaði sagðist hann ekki hafa fundið það ennþá - en borgarnir væru hins vegar góðir og nytu vinsælda; það væri fyrir öllu. Sjoppan Pálína er rekin af foreldraráði fjórða flokks karla og kvenna. Ávinningurinn af sölunni fer í foreldrafélagið sem og til þeirra sem taka þátt í að standa vaktirnar. Þetta hefur gefist mjög vel sem fjáröflun fyrir íþróttaferðir fjórða flokks. Það er borgaraleg skylda að líta við hjá Pálínu á leikjum Fjölnis. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 25. júlí 2025
BORGARALEG SKYLDA! Það kannast flestir Grafarvogsbúar við hana Pálínu þegar knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir heimaleiki sína í Grafarvogi undir formerkjunum Pálína verður á staðnum. Pálína er jú þekkt sjoppa sem Fjölnir rekur og þar er hægt að fá sér hamborgara, pylsur, sælgæti og annað góðgæti fyrir leikina og í hálfleik. Þegar okkur bar að garði í hálfleik á leik Fjölnis og KÞ í annarri deild kvenna á dögunum fórum við auðvitað að Pálínu þar sem grillað var af eldmóði. Sá sem hélt um spaðann í þetta skiptið var Jón Óskar Guðlaugsson en hann er í foreldraráði 4. flokks Fjölnis. Hann virtist fimur með spaðann og spurður um hvaða trikk hann notaði sagðist hann ekki hafa fundið það ennþá - en borgarnir væru hins vegar góðir og nytu vinsælda; það væri fyrir öllu. Sjoppan Pálína er rekin af foreldraráði fjórða flokks karla og kvenna. Ávinningurinn af sölunni fer í foreldrafélagið sem og til þeirra sem taka þátt í að standa vaktirnar. Þetta hefur gefist mjög vel sem fjáröflun fyrir íþróttaferðir fjórða flokks. Það er borgaraleg skylda að líta við hjá Pálínu á leikjum Fjölnis. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 16. júlí 2025
MARKASÚPA Í GRAFARVOGI. Fjölniskonur fóru mikinn gegn KÞ á Fjölnisvellinum við Dalhús í gærkvöldi og unnu leikinn 6-0. Vel gert. Grafarvogur.net var á leiknum og taldi sig ágætlega inni í heimi íþróttanna en vissi samt lítið um þetta KÞ-lið. Með eftirgrennslan kom í ljós að KÞ er venslaslið Þróttar í Reykjavík. Það er með sama lögheimili og Þróttur og er undir Þróttarahattinum. KÞ stendur samt ekki fyrir Knattspyrnufélagið Þróttur og er með annars konar merki. Hvað um það - í fallegu veðri léku Fjölniskonur við hvurn sinn fingur og létu netmöskvana finna fyrir því. Vel gert í alla staði. Alvöru súpa, markasúpa. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 20. júní 2025
LOKSINS! Hann var svo sannarlega kærkominn sigurinn hjá Fjölnismönnum í fyrstu deildinni í gærkvöldi. Þeir unnu Þróttara með fjórum mörkum gegn einu, 4-1. Magnaður sigur þar sem Fjölnismenn léku manni færri síðustu tíu mínúturnar. Vonandi veit þessi sigur Fjölnismanna á gott því þeir hafa átt í basli í deildinni í sumar og var þetta þeirra fyrsti sigur í níu leikjum; höfðu fyrir leikinn gert þrjú jafntefli en tapað fimm leikjum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið ennþá í 11. sæti deildarinnar sem er fallsæti. En sigurinn í gærkvöldi veitir liðinu örugglega mikið sjálfstraust og vonandi vinnur það sig upp töfluna í næstu leikjum. Þessi leikur lofaði góðu og til hamingju Fjölnismenn með sigurinn. Ísinn er brotinn. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 28. maí 2025
ALLIR Á VÖLLINN. Það verður hörkuleikur á Fjölnisvellinum við Dalhús nk. föstudag kl. 18:30 þegar Fjölnismenn taka á móti ÍR-ingum í Lengjudeildinni. Við hvetjum Grafarvogsbúa til að mæta og styðja okkar menn. Ekki veitir af að hvetja liðið áfram en það hefur farið fremur rólega af stað í deildinni. ÍR-ingar eru með hörkugott lið og í þriðja sæti deildarinnar. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 23. maí 2025
FJÖLNIR SIGRAÐI. Fjölniskonur unnu sannfærandi sigur á Álftnesingum á Fjölnisvellinum í Grafarvogi í kvöld með þremur mörkum gegn einu: 3-1. Staðan í hálfleik var 2-0. Þær Eva Karen Sigurdórsdóttir, María Eir Magnúsdóttir og Ester Lilja Harðardóttir skoruðu mörk Fjölnis. En Klara Kristín Kjartansdóttir svaraði fyrir gestina. Á opnunarmyndinni eru Fjölniskonur í hörkusókn en þær voru eins og markatölurnar segja til um mun betri í leiknum. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 23. maí 2025
RAFAEL Í LANDSLIÐIÐ. GLÆSILEGT. Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U-19 liðs karla í knattspyrnu, hefur valið Rafael Mána Þrastarson í leikmannahóp landsliðsins fyrir æfingaleik gegn Englandi í byrjun júní. „Vel gert Rafael. Við erum stolt af þér,“ segir á FB-síðu Fjölnis. Svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð - gangi þér Rafael og öðrum leikmönnum Fjölnis allt í haginn í sumar. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 19. maí 2025
Skákdeild Fjölnis bauð upp á skákbúðir á Snæfellsnesi um helgina þar sem stórmeistarinn Helgi Ólafsson leiðbeindi krökkunum. Afar vel heppnað framtak en um 20 krakkar úr Fjölni tóku þátt og fóru í ferðina vestur. Ekið var með rútu til Ólafsvíkur á laugardeginum þar sem krakkarnir tóku þátt í Minningarmóti Ottós og Gunnars. Um var að ræða glæsilegasta skákmót ársins þegar vinningar og veitingar eru annars vegar. Á þessu 100 manna móti stóðu krakkarnir sig mjög vel og unnu m.a. til þriggja eignabikara og 75.000 kr í verðlaunafé.
Skoða fleiri fréttir