Hluthafaspjallið


Eftir Jón G. Hauksson 26. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, Hluthafaspjalli ritstjóranna , ræðum við launaskrið hjá hinu opinbera sem aftur togar upp launin á almennum vinnumarkaði. Það er erfitt að takast á við verðbólguna þegar laun hækka ár frá ári á vinnumarkaðnum því laun eru það stór hluti af kökunni. Kakan, þjóðartekjur, skiptast í neyslu og fjárfestingu. Þú borðar annað hvort kökuna eða geymir hana. Hlutfallið er líklegast um 70% neysla á móti 30% fjárfestingu um þessar mundir. Þegar laun eru þetta 50, 60 og 70% af kökunni og hækka án þess að innstæða sé fyrir hækkuninni þá bólgnar kakan óhjákvæmilega. Þegar húsnæðisverð hækkar vegna þess að framboð af nýjum lóðum og íbúðum er of lítið - þar sem of mikið er lagt upp úr þéttingarstefnu - þá þurfa launþegar sem ætla að kaupa sér íbúð hærri laun til að takast á við kaupverðið - og lánin. Við Sigurður ræðum launaskrið hins opinbera en sleggja Kristrúnar þarf sjálfsagt að takast á við það vandamál til að ná árangri sem og slá niður óþarfa óarðbær verkefni hjá hinu opinbera. Til þess þarf þunga sleggju. En er sú sleggja of þung fyrir Kristrúnu? - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 26. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, Hluthafaspjalli ritstjóranna , ræðum við launaskrið hjá hinu opinbera sem aftur togar upp launin á almennum vinnumarkaði. Það er erfitt að takast á við verðbólguna þegar laun hækka ár frá ári á vinnumarkaðnum því laun eru það stór hluti af kökunni. Kakan, þjóðartekjur, skiptast í neyslu og fjárfestingu. Þú borðar annað hvort kökuna eða geymir hana. Hlutfallið er líklegast um 70% neysla á móti 30% fjárfestingu um þessar mundir. Þegar laun eru þetta 50, 60 og 70% af kökunni og hækka án þess að innstæða sé fyrir hækkuninni þá bólgnar kakan óhjákvæmilega. Þegar húsnæðisverð hækkar vegna þess að framboð af nýjum lóðum og íbúðum er of lítið - þar sem of mikið er lagt upp úr þéttingarstefnu - þá þurfa launþegar sem ætla að kaupa sér íbúð hærri laun til að takast á við kaupverðið - og lánin. Við Sigurður ræðum launaskrið hins opinbera en sleggja Kristrúnar þarf sjálfsagt að takast á við það vandamál til að ná árangri sem og slá niður óþarfa óarðbær verkefni hjá hinu opinbera. Til þess þarf þunga sleggju. En er sú sleggja of þung fyrir Kristrúnu? - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 25. ágúst 2025
Í meðfylgjandi klippu úr nýjasta hlaðvarpsþætti okkar félaganna, Hluthafaspjalli ritstjóranna, fer ég lauslega yfir sögu Tekjublaðsins og staldra sérstaklega við það þegar reynt var að koma í veg fyrir að Frjáls verslun birti kerfisbundið tekjur einstaklinga unnar upp úr álagningarskrám. Ég var ritstjóri blaðsins í 25 ár og upphaflega var „tekjublaðið“ blaðauki í einni af haustútgáfu Frjálsrar verslunar.
Eftir Jón G. Hauksson 20. ágúst 2025
DRAGNAR-HINN NÝI RISI. Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðuar Más Jónsson, Hluthafaspjalli ritstjóranna, ræðum við meðal annars hinn nýja risann á matvörumarkaðnum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljar, hefur búið til. Þetta er fyrirtækið Drangar sem er nákvæmlega eins byggt upp og Festi og Hagar. Þessi umræða okkar hefur þegar vakið athygli og vísar DV í hana. Vissulega er það fyrirtækið Skel sem heldur utan um Dranga en í þættinum ræðum við um að þetta sé leið Jóns Ásgeirs Jóhannessonar inn á matvörumarkaðinn aftur. Hann stofnaði jú Bónus á sínum tíma ásamt föður sínum Jóhannesi Jónssyni. Drangar eru nákvæmlega eins upp byggðir og Festi og Hagar og velta um 75 milljörðum króna á ári. Innan samstæðunnar eru Samkaup, Orkan og Lyfjaval. Samkaup reka m.a. Nettó, Iceland og Kjörbúðirnar. Til stendur að skrá Dranga í Kauphöllina eftir um tvö ár. Meginmarkmið Dranga er núna að ná betri innkaupum og stefnir fyrirtækið á að hagræða um allt að 3 milljarða í rekstrinum á næstu tveimur árum. Inn í spjall okkar félaganna um Dranga fléttast svo óvænt inn 20 ára gömul umræða um fyrirtækið Dagsbrún. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 17. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. Það er athyglisvert að símafyrirtækin hafa fest kaup á litlum fyrirtækjum sem hafa hannað bókunarkerfi fyrir ýmis þjónustufyrirtæki. Segja má að þessi fyrirtæki sé svonefnd markaðstorg. Við Sigurður Már Jónsson, ræðum þessi mál í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar, Hluthafaspjalli ritstjóranna, en í nýjasta uppgjöri Nova kemur t.d. fram að Nova hafi greitt 350 milljónir fyrir 20% hlut í fyrirtækinu Dineout sl. vor og jafnframt veitt því 250 milljóna lán sem hægt er að breyta í hlutafé. Markaðsvirði Dineout í þessum viðskiptum var því um 1,7 milljarðar króna. Dineout er fyrirtæki þar sem fólk getur pantað sér borð á öllum helstu veitingastöðum landsins. Í fyrra keypi Síminn bókunarþjónustuna Noona en hún var valin smáforrit ársins 2023 og mældist jafnframt vinsælasta vefþjónusta landsins, skv. könnun Maskínu. Allt gengur þetta jú út á að bóka þjónustu við hin ýmsu fyrirtæki í gegnum síma í stað þess að hringja - og auðvitað fá bókunarfyrirtækin þjónustugjöld. Hér má sjá stutta klippu af umræðunni. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 17. ágúst 2025
Nýjasti hlaðvarpsþáttur okkar félaganna, Hluthafaspjall ritstjóranna á efnisveitunni Brotkast.is, var tekinn upp í hádeginu á föstudag og reyndist líflegur að vanda. 1. Við berum saman þróun Úrvalsvísitölunnar og Dow Jones. 2. Ræðum Dranga, hinn nýja matvörurisa Skeljar, en Drangar eru leið Jóns Ásgeirs inn á matvörumarkaðinn. 3. Hún var mjög svo athyglisverð athugasemd Skeljar við rekstur einstakra deilda Sýnar en Skel er stærsti hluthafinn í Sýn með 10% hlut. 4. Hvaða efnahagsþvinganna mun Trump grípa til ef Pútín haggast ekki? 5. Bréfin í Nova hafa heldur betur mallað upp á við á árinu. 6. Hvers vegna kaupa símafyrirtækin í þekktum bókunarfyrirtækjum? 7. Bankadans Kviku og Arion banka og mikilvægi þess að Samkepnniseftirlitið gefi svar um sameininguna áður en lengra er haldið. 8. Hagnaður íslensku bankanna, sem mörgum finnst nú nóg um, er minni en hagnaður stærstu bankanna á Norðurlöndunum. 9. Uppgjör Alvotech. 10. Amaroq. Og auðvitað ýmislegt fleira. Spennandi þáttur.
Eftir Jón G. Hauksson 11. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ! Hagnaður viðskiptabankanna þriggja var verulega hærri fyrstu sex mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra - og jókst úr 36,6 milljörðum króna í 48,8 milljarða núna. Þetta er um 33% aukning. Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, Hluthafaspjalli ritstjóranna , rýnum við í þessar tölur og skoðum sérstaklega Arion banka en þar fór hagnaðurinn úr 9,9 milljörðum í fyrra í 18,1 milljarð núna. Aukning hagnaðar Landsbankans og Íslandsbanka var svipaður eða um 2 milljarðar hjá hvorum bankanum fyrir sig. Hér er hægt að skoða stutta klippu af þessu samtali okkar félaganna. https://www.youtube.com/watch?v=J_xl08kBr8I
Eftir Jón G. Hauksson 11. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. Er sóknarfæri Sýnar að renna út í sandinn? Um það ræðum við Sigurður Már Jónsson í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar, Hluthafaspjalli ritstjóranna , á efnisveitunni Brotkast.is. Þegar Sýn náði enska boltanum af Símanum hafði Herdís Dröfn Fjeldsted , forstjóri Sýnar, orð á því að enski boltinn væri sóknarfæri fyrir Sýn. En eftir að Fjarskiptastofa féllst óvænt á kröfu Símans um að sýna dagskrá Sýnar, eins og fréttir, íþróttir almennt og enska boltann, í opinni dagskrá, gegn ákveðnu gjaldi, má spyrja sig hvort umrætt sóknarfæri Sýnar sé að renna út í sandinn. Ákvörðun Fjarskiptastofu er að vísu til bráðabirgða. En hlutabréfaverð Sýnar féll í kjölfarið. Herfræði Sýnar hefur eflaust verið sú að ná þúsundum viðskiptavina Símans yfir til sín með þeim enska. Hér er stutt klippa um spjall okkar Sigurðar Más um þetta efni. - JGH
Skoða fleiri fréttir