Hluthafaspjallið


Eftir Jón G. Hauksson 4. júlí 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Pattstaðan á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda hefur ekki farið fram hjá neinum og ræddum við Sigurður Már Jónsson þau mál lítillega í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar, Hluthafaspjallinu , sem við tókum upp í gær og er að finna á Brotkast.is. Mikil kergja er hlaupin í þingmenn um þinglok og í dag birtust fréttir um að eitthvað sé að þokast í samkomulagsátt í þeim efnum. Það er vel. Sigurður Már Jónsson segir í spjalli okkar að vissulega komi það á óvart að forsætisráðherra hafi ekki stígið fram til þessa og reynt að höggvi á hnútinn fyrst hann telji að í óefni sé komið. „Forsætisráðherra þarf að koma með lausn, hafa myndugleikann og tala beint við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sérstaklega þegar samtöl á milli þingflokksfomanna ganga ekki upp,“ segir Sigurður Már. STJÓRNARFORMAÐUR Í FYRIRTÆKI Ég benti á að forsætisráðherra - og aðrir ráðherrar - væru ekki bara ráðherrar sinna flokka heldur þyrftu að virða skoðanir allra alþingismanna og tók dæmi af stjórnarformanni - og stjórnarmönnum - í fyrirtæki. Stjórnarformaður er formaður allra hluthafa í fyrirtækinu og þarf að hafa hag þeirra allra í hug við ákvarðanir. Góður stjórnarformaður reynir sömuleiðis ávallt að hlusta á og virða sjónarmið annarra stjórnarmanna og farsælast er auðvitað ef honum tekst að ná samkomulagi á milli funda til að leiða viðkvæm mál í höfn svo ekki komi til orðaskaks og harðra átaka um þau á stjórnarfundum. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 4. júlí 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Pattstaðan á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda hefur ekki farið fram hjá neinum og ræddum við Sigurður Már Jónsson þau mál lítillega í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar, Hluthafaspjallinu , sem við tókum upp í gær og er að finna á Brotkast.is. Mikil kergja er hlaupin í þingmenn um þinglok og í dag birtust fréttir um að eitthvað sé að þokast í samkomulagsátt í þeim efnum. Það er vel. Sigurður Már Jónsson segir í spjalli okkar að vissulega komi það á óvart að forsætisráðherra hafi ekki stígið fram til þessa og reynt að höggvi á hnútinn fyrst hann telji að í óefni sé komið. „Forsætisráðherra þarf að koma með lausn, hafa myndugleikann og tala beint við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sérstaklega þegar samtöl á milli þingflokksfomanna ganga ekki upp,“ segir Sigurður Már. STJÓRNARFORMAÐUR Í FYRIRTÆKI Ég benti á að forsætisráðherra - og aðrir ráðherrar - væru ekki bara ráðherrar sinna flokka heldur þyrftu að virða skoðanir allra alþingismanna og tók dæmi af stjórnarformanni - og stjórnarmönnum - í fyrirtæki. Stjórnarformaður er formaður allra hluthafa í fyrirtækinu og þarf að hafa hag þeirra allra í hug við ákvarðanir. Góður stjórnarformaður reynir sömuleiðis ávallt að hlusta á og virða sjónarmið annarra stjórnarmanna og farsælast er auðvitað ef honum tekst að ná samkomulagi á milli funda til að leiða viðkvæm mál í höfn svo ekki komi til orðaskaks og harðra átaka um þau á stjórnarfundum. - JGH

27. júní 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Er svo komið að stjórnmálamenn á Íslandi hafi horn í síðu atvinnulífsins? Um þetta er fjallað í nýjasta þætti hlaðvarps okkar Sigurðar Más Jónssonar, HLUTHAFASPJALLINU, á Brotkast.is Þórður Pálsson , forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá, er gestur þáttarins að þessu sinni og í spjalli hans við Sigurð Má Jónsson , er þessari spurningu varpað fram og farið yfir málinu. Þórður segir að Ísland skeri sig algerlega frá hinum Norðurlöndunum vegna augljósrar andúðar og jafnvel neikvæðni margra stjórnmálamanna í garð atvinnulífsins. Hann segir að þetta komi rækilega í ljós í umræðunni um veiðigjaldafrumvarpið. Þá kemur fram hjá honum að stjórnkerfi og utanríkisþjónustur hinna Norðurlandanna séu eindregnustu talsmenn atvinnulífsins og þjóðhöfðingjar viðkomandi landa setji sig aldrei úr færi við að aðstoða og kynna fyrirtæki viðkomandi lands. En hvers vegna þessi andúð? Að mati Þórðar er þetta hugsanlega vegna þess að menn séu ekki enn búnir að vinna sig út úr atburðum bankahrunsins. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 21. júní 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Veiðigjöldin lækka markaðsvirðið. Áform ríkisstjórnarinnar um að hækka veiðigjöldin á útgerðir landsins hafa þegar haft mikil áhrif á virðí hinna þriggja skráðu sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni; Brim, Síldarvinnslunar og Ísfélagsins. Frá því að áformin voru kynnt hefur virði þessara þriggja félaga minnkað um 50 milljarða króna í Kauphöllinni. Núna vaknar spurningin hvort ríkisstjórnin hækki enn þær miklu álögur sem ríkið leggur þegar á bankana eftir söluna á Íslandsbanka þar sem hlutur ríkisins á fjármálamarkaði hefur minnkað. Landsbankinn er núna stærsta eign ríkisins á fjármálamarkaðnum. Um þetta er fjallað í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, HLUTHAFASPJALLINU, á Brotkast.is. Gestur þáttarins að þessu sinni er Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi greiningarfyrirtækisins Akkurs og fara þeir Sigurður Már Jónsson yfir þessi mál og spyrja sig að því hvort pólitísk óvissa sé að aukast varðandi rekstrarumhverfi bankanna í ljósi þess sem gerst hefur í sjávarútveginum. Þess má geta að teygnin í skattheimtunni er mikil því ríkið áformar að auka skattheimuna á allar útgerðir landsins um 10 milljarða - en áhrifin á þau þrjú sjávarútvegsfyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni eru sláandi; eigendur þeirra; einstaklingar, lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og ýmis félög, hafa tapað 50 milljörðum fyrir vikið. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 16. júní 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Er nafnabreytingin hjá Sýn upphafið að einhverjum meiri breytingum? Eða er bara verið að breyta til að breyta? Bréf félagsins hafa lækkað um 24% á árinu. Um þetta er fjallað í nýjasta þætti hlaðarvarps okkar Sigurðar Más Jónssonar , HLUTHAFASPJALLINU, á Brotkast.is en Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá IFS/Reitun, er annar tveggja gesta þáttarins. Þeir Sigurður Már og Helgi r æða nafnabreytinguna og hvað felist í því að nöfnin Stöð 2 og Vodafone séu sett til hliðar. Núna heitir þetta til dæmis Sjónvarp Sýnar. Er Sýn að segja upp Vodafone-nafninu og hvaða þjónustu mun félagið fá frá Vodafone í framtíðinni? Verða uppsagnir í framhaldinu og hvernig verður rekstrinum breytt? Verður til dæmis auðveldara að leggja niður fréttastofu Stöðvar 2 eftir að Stöðvar 2-nafnið er horfið? Er Sýn að taka upp Símamódelið en í því er engin fréttastofa? Spurningarnar eru margar? Stóra málið fyrir hluthafa er hins vegar ekki nafnabreytingin heldur hvort Sýn takist að hagræða og ná fram auknum hagnaði á næstu misserum svo gengi bréfa í félaginu í Kauphöllinni taki að hækka. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 13. júní 2025
HLUTHAFASPHJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri fasteignafélagsins Reitir, segir að fjöldi einstaklinga yfir áttrætt muni tvöfaldast á næstu tíu árum og í því felist mikil tækifæri fyrir félagið til að láta til sín taka á sviði hjúkrunarheimila. Þess má geta að Reitir eru með risavaxið verkefni í túnfæti Grafarvogs - Korputúninu. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más, Hluthafaspjallinu, á Brotkast.is. Guðni er gestur þáttarins ásamt Helga Vífil Júlíussyni. (Sjá meðfylgjandi klippu.) Í spjalli þeirra Sigurðar Más og Guðna raðar Guðni arðsemi fjárfestinga Reita í þriggja kosta röð. Minnsta arðsemin felist í að kaupa fasteignir í samkeppni við aðra. „Næstmesta arðsemin er að taka einhverjar eignir og umbreyta þeim, eins og gömlu Icelandair-skrifstofurnar við Nautholsveginn. Þriðja leiðin og sú arðbærasta er að taka þetta algerlega frá grunni, eins og þróunarreiturinn sem við eigum uppi í Korputúni í Mosfellsbæ. Og þar ertu heldur ekki í vandræðum með Samkeppniseftirlitið sem er orðinn stærri hluti í mörgum kaupum á fasteignum. Ef þú kaupir mjög stóra eign þá vaknar alltaf sú spurning hvort þetta sé orðið samkeppnismál eða ekki.“ Guðni nefnir svo möguleikana sem felast í til dæmis byggingu hjúkrunarheimila á næstu árum í ljósi þess að fjöldi einstaklinga yfir áttrætt muni tvöfaldast á næstu tíu árum. „Þetta er eftirspurn sem er ekkert að fara. Okkur langar til að taka þátt í þessu verkefni.“ - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 13. júní 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Þriðjungur þeirra sem keyptu í útboði Íslandsbanka eru búnir að selja bréf sín. Þetta eru um 10 þúsund einstaklingar. Þetta kemur fram fram í nýjasta þætti hlaðvarps okkar Sigurðar Más Jónssonar, Hluthafaspjallinu, á Brotkast.is. Annar tveggja gesta í Hluthafaspjallinu að þessu sinni er Helgi Vífill Júlíusson , hlutabréfagreinandi hjá IFS/Reitun, og í spjalli þeirra Sigurðar Más , vangaveltast þeir með það hvernig markaðurinn raðast upp á næstunni en bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa sent formlegt bréf til stjórnar Kviku um sameiningu. Ljóst er að fjöldi einstaklinga tók eingöngu þátt í útboðinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka þar sem ríkisstjórnin með Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra, í fararbroddi veitti mjög góðan afslátt á bréfunum. Þannig hafa þeir ríflega 10 þúsund einstaklingar, sem þegar hafa selt bréf sín í bankanum, selt bréfin á genginu um 118 til 119, bréf sem þeir keyptu jú á genginu 107 í útboðinu. Sem gerir jú um 11% hagnað. - JGH .
Eftir Jón G. Hauksson 9. júní 2025
HLUTHAFASPJALL. VIÐSKIPTI. Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, segir í nýjasta þætti Hluthafaspjallsins hjá þeim Jóni G. og Sigurði Má að sameining Kviku við annan hvorn stóru bankanna, Íslandsbanka eða Arion banka, geti tekið allt að eitt ár og það sem meira er; þeir bankar sem ákveða að sameinast gætu verið í „eins konar frysti“ á meðan Samkeppniseftirlitið er með mál þeirra til skoðunar – sem gæti jú tekið eitt ár, að hans mati.
Skoða fleiri fréttir