Hluthafaspjallið


Eftir Jón G. Hauksson 22. apríl 2025
Síminn er alltaf að bæta við sig fleiri tekjulínum og hefur gert sig gildandi í fjártækni. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, HLUTHAFASPJALLINU , þar sem við ræðum við Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans. Fjártækni sem tekjusvið hjá Símanum byggist á því að fólk pantar alls kyns þjónustu í gegnum snjallsíma og greiðir fyrir með símanum sínum. Hvers vegna þá ekki að taka skrefið inn á svið fjártækninnar og nýta sér sterkt greiðslukerfi vegna fjölda viðskiptavina fyrirtækisins. Það er snjalltæknin og væntanlega frekari framþróun í gervigreind sem opnar á alls kyns möguleika á nýjum sviðum. Þess vegna keypti Síminn hið vinsæla smáforrit Noona á síðasta ári og hugmyndafræðin er sú sama á bak við kreditkort Símans Pay en um tíu þúsund manns eru núna með Léttkort Pay.
Eftir Jón G. Hauksson 22. apríl 2025
Síminn er alltaf að bæta við sig fleiri tekjulínum og hefur gert sig gildandi í fjártækni. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, HLUTHAFASPJALLINU , þar sem við ræðum við Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans. Fjártækni sem tekjusvið hjá Símanum byggist á því að fólk pantar alls kyns þjónustu í gegnum snjallsíma og greiðir fyrir með símanum sínum. Hvers vegna þá ekki að taka skrefið inn á svið fjártækninnar og nýta sér sterkt greiðslukerfi vegna fjölda viðskiptavina fyrirtækisins. Það er snjalltæknin og væntanlega frekari framþróun í gervigreind sem opnar á alls kyns möguleika á nýjum sviðum. Þess vegna keypti Síminn hið vinsæla smáforrit Noona á síðasta ári og hugmyndafræðin er sú sama á bak við kreditkort Símans Pay en um tíu þúsund manns eru núna með Léttkort Pay.

Eftir Jón G. Hauksson 23. apríl 2025
María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans , segir að Síminn hagnist á sjónvarpsrekstri sínum og núna séu um 50 þúsund heimili í landinu með Símann Premium og ekki standi til að fara inn á hinn hefðbundna fjölmiðlamarkað og setja upp fréttastofu. Núna er sjónvarp Símans stærsta efnisveita sjónvarpsefnis á landinu.. María Björk er í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, HLUTHAFASPJALLINU , á Brotkast.is en rekstur Símans gengur vel og hefur gengi bréfa í félaginu hækkað um 37% síðustu tólf mánuðina. María Björk var ráðinn forstjóri Símans í júní á síðasta ári en hún var áður fjármálastjóri Eimskips. Sjónvarpsrekstur Símans gengur vel og yfirbyggingin er mjög lítil, að sögn Maríu Bjarkar Einarsdóttur, forstjóra Símans, sem segir ennfremur að ekki standi til að fara inn á hinn hefðbundna fjölmiðlamarkað með fréttastofu þegar hún er innt eftir því. „Það hefur ekki komið til tals,“ segir hún og leggur áherslu á að sjónvarpsrekstur Símans hafi verið byggður upp með mjög lítilli yfirbyggingu og kappkostað hafi verið að fjárfesta frekar í góðu efni til að sýna áskrifendum en að binda fé í tólum, tækjum og stúdíóum fremur en að framleiða sjálft sjónvarpsefnið. „Við látum þá sem eru bestir í að framleiða sjónvarpsefni um þá hlið mála, það hefur gefist okkur vel.“ Síminn hættir með Enska boltann í haust og segir María að þótt um sé að ræða vinsælt og mjög gott sjónvarpsefni þá sé það engu að síður dýrt efni og skaðleg áhrif þessara breytinga á reksturinn verði ekki mikill, að hennar mati. Hér fylgir klippan þar sem hún er spurð út í það hvort Síminn ætli að færa út kvíarnar í hefðbundnum fjölmiðlum.
Eftir Jón G. Hauksson 16. apríl 2025
VIÐSKIPTI Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir í nýjasta HLUTHAFASPJALLINU , hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, að þjóðin og ríkið séu ekki það sama þótt margir líti svo á; fólk og fyrirtæki séu hluti af þjóðinni en ekki ríkinu og ríkið sinni ákveðnum verkefnum fyrir þjóðina. Guðmundur segir að samkvæmt dómi Hæstaréttar í Hrannarmálinu frá1993 og lögum frá Alþingi 1997 séu veiðiheimildir ekki eign ríkisins heldur sjávarútvegsfyrirtækjanna sem hafi stækkað og þjappast saman með því að kaupa veiðiheimildir. Veiðiheimildirnar séu helsta eign þeirra og metnar á 500 milljarða króna. „Veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur,“ segir Guðmundur og byrjar spjallið á smá sagnfræði.
Eftir Jón G. Hauksson 14. apríl 2025
Á meðfylgjandi mynd er Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna fyrir utan Hvíta húsið fyrir nokkrum dögum að greina frá hrikalegum og krónískum fjárlagahalla Bandaríkjamanna. Í nýjasta HLUTHAFASPJALLINU , hlaðvarpi okkar Sig urðar Más Jónssonar á Brotkast.is, förum við yfir þá óyfirstíganlegu (að því er virðist) erfiðu fjárhagslegu glímu sem Bandaríkjamenn eiga í og við spyrjum okkur meðal annars hvert sé markmið margumræddra gagnkvæmra tolla Trumps og hvort hann sé sjálfur búinn að gera það upp við sig hvert markmiðið sé. Eftir fall á hlutabréfmörkuðum „frestaði“ Trump tollum um 3 mánuði á 75 ríki með því að setja 10% tolla á línuna nema á Kína en þar setur hann á um 140% tolla. Síðan hafa verið veittar undaþágur. En stóra spurningin er auðvitað hvort tollunum sé ætlað að afla tekna eða er markmiðið að ná fram samningum um tolla við önnur ríki - núlla út tolla í alþjóðlegum viðskiptum og auka á frelsið - eða býr það að baki að draga að fleiri fyrirtæki til Bandaríkjanna og styrkja þannig bandaríska framleiðslu.
Eftir Jón G. Hauksson 11. apríl 2025
Það var stemning í Hluthafaspjallinu hjá okkur Sigurði Má við tökur í gær þegar við fengum þau Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims, og Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, til okkar. Guðmundur var nýbúinn að klára spjallið við okkur þegar María Björk mætti í hús. Ég var auðvitað með einhvern aulabrandara um að þau hefðu bæði verið á sjónum um tíma en María var fjármálastjóri Eimskips áður en hún tók við sem forstjóri Símans - en það er svo sem líka talsverð sjómennska (showmennska) í Sjónvarpi Símans. Þátturinn fer svo í spilun seinna í dag eða á morgun. Ég mun svo að venju birta klippur úr þættinum hér í viðskiptahluta Grafarvogs.net en kominn er sérstakur flipi merktur Hluthafaspjallinu.
Eftir Jón G. Hauksson 10. apríl 2025
Í nýjasta þætti HLUTHAFASPJALLSINS , hlaðvarpi okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, sýnum við nokkrar athyglisverðar glærur í tengslum við umræðuna um tollamál Trumps - meðal annars glæru um það hvernig Dow Jones rauk upp um 8% á nokkrum mínútum þegar forsetinn ákvað að „fresta“ tollunum; að vísu með því að leggja 10% tolla á 75 ríki nema Kína sem fær á sig um 140% tolla. Það er líka athyglisvert í allri umræðunni um þessi tollmál að erlend ríki leggja 370 milljarða dollara tolla á innfluttar bandarískar vörur á meðan Bandaríkjamenn leggja um 50 milljarða tolla á innfluttar vörur frá alþjóðasamfélaginu. Hlutfallið er því 7 á móti 1, Bandaríkjunum í óhag. Viðskiptahalli Bandaríkjamanna fór í fyrsta sinn á síðasta ári yfir 1 trilljón dollara og fjárlagahallinn síðustu sex mánuði er í sögulegu hámarki, eða 1,3 tilljónir dollara og stefnir í að verða vel yfir 2 trilljónir dollara á ári með sama áframhaldi. Sömuleiðis ætti dollarinn að vera löngu búinn að gefa eftir í svo ósjálfbæru hagkerfi. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 8. apríl 2025
Kauphallir hafa rétt örlítið úr kútnum í dag eftir dýfur síðustu daga. Að minnsta kosti virðist mesta taugaveiklunin að baki út af tollum Trumps hvernig svo sem framvindan verður. Blæðingin hefur a.m.k. stöðvast í bili. Kauphöllin á Íslandi hefur hækkað um 2,33% það sem af er degi. London fer ágætlega af stað og hefur hækkað um 2,39% og er markaðurinn núna á sama stað og 15. apríl í fyrra.  Japan hefur hækkað um rúm 6% og þar tala greinendur um að aukin trú sé á að samningar náist við Bandaríkjamenn um tolla.
Skoða fleiri fréttir