Eitthvað virðist enn í land með snjalltæknina í öllum ljósunum við Höfðabakkann

27. janúar 2026

Erfiðlega gengur að fá upplýsingar um nákvæma stöðu mála varðandi snjall-ljósin við fimm gatnamót Höfðabakkans en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því um mitt sumar - og hafa Grafarvogsbúar svo sannarlega fylgst með gangi mála og hvernig miðað hefur áfram.


Ennþá virðist eitthvað í land með að ljósin „tali fullkomlega saman“ og að snjalltæknin hafi tekið brekkuna alveg yfir.


Það er verktakafyrirtækið Krafla sem hefur haft yfirumsjón með framkvæmdunum og sjá hefur mátt menn á þeirra vegum nýta sér góðviðrið undanfarna daga við lokafrágang, sníða og skera steina í kringum umferðarljósin.


Þetta mjakast en ekki mikið meira. - JGH 

Annarri akreininni í beygjunni af Stórhöfða niður á Gullinbrúna var lokað á háannatímanum í dag vegna framkvæmda.