Skipulagsmál


Eftir Jón G. Hauksson 26. apríl 2025
KJARTAN EGGERTSSON íbúi í Grafarvogi birti góðan grein í Morgunblaðinu á sumardaginn fyrsta um framgöngu borgaryfirvalda gagnvart Grafarvogsbúum. Yfirskrift greinar Kjartans er: Að breyta reglum og markmiðum í miðjum leik. Þar segir hann að borgaryfirvöld segist gefa borgarbúum tækifæri á að segja álit sitt á gjörningum en í flestum tilfellum sé um sýndarmennsku að ræða - búið sé að ákveða hvað skuli gert og hvernig. Þetta hafi Grafarvogsbúar uppgötvað í kjölfar hugmynda um íbúðabyggingar þar sem áður áttu að vera græn svæði. Leikreglurnar séu togaðar og teygðar, en það sem verst sé er að markmiðin í leiknum séu önnur en fólk ætlaði. Þá segir hann það skrýtið að nýr meirihluti skuli ætla að reyna að valta yfir borgarbúa með hugmyndum sínum þótt hann hafi varla umboð til þess og einungis eitt ár sé til kosninga.
Eftir Jón G. Hauksson 26. apríl 2025
KJARTAN EGGERTSSON íbúi í Grafarvogi birti góðan grein í Morgunblaðinu á sumardaginn fyrsta um framgöngu borgaryfirvalda gagnvart Grafarvogsbúum. Yfirskrift greinar Kjartans er: Að breyta reglum og markmiðum í miðjum leik. Þar segir hann að borgaryfirvöld segist gefa borgarbúum tækifæri á að segja álit sitt á gjörningum en í flestum tilfellum sé um sýndarmennsku að ræða - búið sé að ákveða hvað skuli gert og hvernig. Þetta hafi Grafarvogsbúar uppgötvað í kjölfar hugmynda um íbúðabyggingar þar sem áður áttu að vera græn svæði. Leikreglurnar séu togaðar og teygðar, en það sem verst sé er að markmiðin í leiknum séu önnur en fólk ætlaði. Þá segir hann það skrýtið að nýr meirihluti skuli ætla að reyna að valta yfir borgarbúa með hugmyndum sínum þótt hann hafi varla umboð til þess og einungis eitt ár sé til kosninga.

Eftir Jón G. Hauksson 23. apríl 2025
„ Núna verðum við að standa saman öll sem einn og mótmæla ,“ sagði Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, í samtali við Grafarvog.net í morgun. GRAFARVOGUR.NET mun birta leiðbeiningarnar um leið og þær berast. „Þessar tæknilegu leiðbeiningar koma seinni partinn í dag; þær eru hálfgert skapalón til að auðvelda öllum að senda inn athugasemdir i gáttina,“ segir Elísabet. „Við Grafarvogsbúar þurfum að láta finna vel fyrir okkur í þessu máli og markmiðið er að íbúar í Grafarvogi sendi vel yfir eitt þúsund athugasemdir inn í gáttina að þessu sinni. Það tekst ef við brettum núna upp ermarnar og sýnum hug okkar í verki með því að senda inn athugasemdir.“ SKÝR SKILABOÐ Á FUNDI MEÐ BORGARSTJÓRA Elísabet og þrír aðrir fulltrúar Íbúasamtakanna fengu eftir ítrekaðar tilraunir fund með borgarstjóra skömmu fyrir dymbilvikuna. Borgarstjóri mætti á fundinn ásamt fríðu föruneyti en þar var einnig Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður skipulagsráðs, ásamt nokkrum starfsmönnum borgarinnar á skipulagssviði. „Skilaboð Íbúasamtakana til borgarstjóra voru mjög skýr: borginni ber að hætta að fullu við öll áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi ,“ segir Elísabet. „Rökin fyrir því eru sú að borgin er rúin trausti í skipulagsmálum og flestir íbúar í Grafarvogi treysta borginni einfaldlega ekki. Íbúar hafa fært sannfærandi rök gegn þéttingunni og þegar sent inn fjölda athugasemda við áformin. Við náðum hátt í þúsund athugasemdum síðast og núna stöndum við saman öll sem einn og gerum enn betur. Það ættu allir að geta nýtt sér þær tæknilegur leiðbeiningar sem koma síðar í dag,“ segir Elísabet. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 22. apríl 2025
VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! Gera má ráð fyrir áframhaldandi hrinu mótmæla hjá Grafarvogsbúum næstu þrettán daganna vegna þéttingar byggðar í hverfinu en frestur til að mótmæla og gera athugasemdir við breytt aðalskipulag var framlengdur frá 10. apríl til mánudagsins 5. maí nk. Borgin er raunar þegar byrjuð að úthluta lóðunum sem Grafarvogsbúar mótmæla að byggt verði á og túlka flestir íbúa það sem hreinan yfirgang og vanvirðingu enda málið enn í ferli. Engu að síður ætla íbúar ekki að láta deigan síga heldur mótmæla áfram þéttingunni formlega. HREINN YFIRGANGUR Þegar horft er til hins umtalaða fundar íbúa Grafarvogs með embættismönnum borgarinnar hinn 20. mars sl. í Borgum í Spönginni þar sem allt fór í háaloft og íbúar mótmæltu fyrirhugaðri þéttingu kröftuglega kemur þjóðfundurinn 1851 óneitanlega upp í hugann þótt sá fundur hafi að vísu snúist um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga - en líka fyrirkomulag þess fundar þar sem um hreinan yfirgang var að ræða og menn máttu ekki tjá sig. Trampe greifi gaf sig ekki en það gerði hins vegar fundarstjórinn á Grafarvogsfundinum eftir mikið japl, jaml og fuður. Á Grafarvogsfundinum 20. mars var það fyrirkomulag sett upp af hálfu embættismanna borgarinnar að Grafarvogsbúar mættu ekki spyrja um og mótmæla tillögunum fyrir fullum sal heldur var uppleggið að embættismenn yrðu með kynningu og fundarmenn fengju aðeins að spyrja og ræða málin við embættismenn og arkitekta eftir aðalkynninguna og þá fyrir framan fjóra skjái sem höfðu verið settir upp í troðfullum salnum.
Eftir Jón G. Hauksson 8. apríl 2025
Ekkert hljóð er frá útsendingu borgarstjórnarfundarins sem hófst í hádeginu. Þar kemur þétting byggðar í Grafarvogi svo sannarlega við sögu. Búið er að úthluta lóðum þótt á sama tíma sé ekki búið að samþykkja breytt aðalskipulag. Það er hneisa. Engu að síður eru íbúar hvattir til að gera athugasemdir við þéttinguna og hafa skilafrest til 5. maí til að senda þær inn - hvaða þýðingu sem það annars hefur fyrst ekkert er gert með sjónarmið íbúanna. Flestir Grafarvogsbúar hafa sömu tilfinninguna - það er valtað yfir vilja okkar Grafarvogsbúa í þessu máli af miklu offorsi. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 8. apríl 2025
NÝJU BORGARSTÝRURNAR láta ekki duga að valta yfir vilja Grafarvogsbúa gegn þéttingu byggðar í grónum hverfum Grafarvogs heldur hafa þær komið auga á nokkra bletti í Breiðholti líka. Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við Helga Áss Grétarsson, fyrsta varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem fram kemur að til standi að byggja 1.700 nýjar íbúðir á þéttingarreitum í Breiðholti. Þannig er áformað að byggja 100 íbúðir við tjörnina fallegu í Seljahverfi og 50 íbúðir á fótboltavelli við Suðurhóla og 800 íbúðir í Mjódd. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 8. apríl 2025
ÍBÚAR VIÐ STARENGI MEÐ HÖRÐ MÓTMÆLI. Nýju borgarstýrurnar og meirihlutinn í borgarstjórn hefja borgarstjórnarfund í hádeginu í dag, þriðjdaginn 8. apríl í Ráðhúsinu, með hörð mótmæli frá 111 íbúum við Starengi um að byggja á litla blettinum fyrir neðan Bláu sjoppuna - sem og við áformaðar byggingaframkvæmdir inni á golfvelli GR við Korpu; Thorsvellinum. Íbúarnir sendu mótmælin í tölvupósti til borgarstjórnar í gærkvöldi en mikill asi er á nýja meirihlutanum við að keyra þéttingu byggðar í Grafarvogi í gegn þvert á vilja mikils meirihluta íbúa í hverfinu. Í síðustu viku voru lóðir úthlutaðar þótt ekki sé búið að samþykkja breytt aðalskipulag - og er það ekki bara smekklaust heldur algjör hneisa. Fram kemur í mótmælaskjali íbúanna við Starengi til borgarstjórnarinnar að skýr andstaða íbúanna sé við fyrirhugaðar byggingar á þessum litla bletti við Starengi en þar stendur til að byggja 18 íbúðir á nokkrum hæðum með of fáum bílastæðum og ófullnægjandi aðlögun að hverfinu. Alls voru að minnsta kosti 96,1% íbúa á móti framkvæmdunum en ekki náðist í alla þegar gengið var í hús til að safna undirskriftum. Sjá erindið með mótmælum íbúanna hér. Á meðal þess sem fram kemur í bréfi íbúanna til borgarstjórnar er að tekið verði tillit til vilja íbúanna. „ Borgarstjórn er lýðræðislega kjörin og ber samkvæmt sveitarstjórnarlögum að stjórna í umboði borgarbúa. Þótt lagaleg skylda sé ekki til staðar til að fara eftir ráðgefandi vilja íbúa, ber borgarstjórn: - Siðferðilega og pólitíska ábyrgð á því að hlusta á vilja þeirra sem málið varðar. - Að tryggja að ákvarðanir séu teknar með almenningi, ekki gegn honum. Þær sem stóðu að þessari undirskriftasöfnun og skrifa undir erindið eru þær Þóra Þórsdóttir , Starengi 106, Kristín S. Konráðsdóttir , Starengi 84, Björg Ólafsdóttir , Starengi 18 og Ásdís Kristinsdóttir , Starengi 8.
Eftir Jón G. Hauksson 4. apríl 2025
GRÍMULAUS VALDNÍÐSLA! Flestir íbúa í Grafarvogi eru agndofa yfir vinnubrögðum meirihlutans í borgarráði sl. fimmtudag um að hunsa algerlega þá kröftugu bylgju mótmæla við þéttingu byggðar í grónum hverfum Grafarvogs. Það er auðvitað ekkert annað en grímulaus einstefna að úthluta lóðum á reitum í miðju ferli við að breyta aðalskipulagi og íbúar hafa enn rétt til að gera athugasemdir við. Fresturinn til að skila inn athugasemdum var upphaflega 10. apríl en hann hefur verið framlengdur til 5. maí. Hvers konar vinnubrögð eru þetta hjá borgaryfirvöldum sem eru í vinnu fyrir íbúanna? Á hinum fjölmenna íbúafundi 20. mars sl. í Borgum í Spönginni hvöttu embættismenn fundarmenn til að sýna dugnað við að skila inn athugasemdum við breytt aðalskipulag. Við erum hér - stóð stórum stöfum á glærusýningunni og minntu þau orð óþægilega mikið á hina umdeildu setningu í auglýsingu Jóns Gnarrs hér um árið: Við erum hér - hvar ert þú? EIN STÓR LEIKSÝNING Í þessu leikhúsi meirihlutans var það látið líta svo út á fundinum að íbúar hefðu eitthvað um málið að segja. Fyrirkomulag fundarins um að fundarmenn mættu ekki tjá sig og spyrja fyrir opnum tjöldum vakti hins vegar undrun og vissi ekki á gott og fór sannast sagna illa í fundarmenn sem voru mættir til að spyrja, fá skýringar fyrir fullum sal og mótmæla. Raunar kviknaði smá von um að múrar væru að falla þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi sté á stokk og tjáði sig á fundinum um að andstaðan kæmi sér á óvart en tekið yrði tillit til sjónarmiða íbúanna. Það reyndist vera leikur einn fyrir hana að segja þetta og fólk trúði henni! Og það reyndist sömuleiðis leikur einn fyrir meirihluta borgarráðs sl. fimmtudag að valta yfir vilja mikils meirihluta Grafarvogsbúa í þessu máli og byrja að úthluta lóðum í skipulagsferli sem ekki er enn lokið - og fólk er enn beðið um að gera athugasemdir við. Sumir telja raunar að verið sé að refsa íbúum Grafarvogs fyrir hin kröftugu mótmæli. LEIKHÚS - OG LENGST AF Á BAK VIÐ TJÖLDIN En um leikhús og tjöld. Fram til þessa hafa verið fluttar fréttir um leyndarhyggju og laumuspil af hálfu meirihlutans varðandi þéttingu byggðarinnar í Grafarvogi og þess gætt að sem minnst fengi að fréttast. Þannig hafa sjálfstæðismenn reynt ítrekað að leggja fram formlegar bókanir í fundargerðir gegn þéttingastefnu meirihlutans en ekki haft erindi sem erfiði. Þess hefur verið gætt að þeirra sögn að fella tillögur þeirra um að koma mótmælunum á dagskrá og bóka þau. TJÖLDIN DREGIN FRÁ Svo rann fimmtudagurinn í síðustu viku upp og hinum nýju stýrum borgarinnar var mikið í mun að sýna vald sitt og úthluta lóðum í miðju ferli. Teningnum var kastað - grímunum var kastað og tjöldin dregin frá. Valdníðslan og yfirgangurinn blasti þá grímulaus við: Grafarvogsbúar hættið að kvarta og mótmæla, við förum okkar fram hvað sem þið segið - er upplifun Grafarvogsbúa. „Samtalið og samvinnan“ sem nýr borgarstjóri hafði gumað af nokkrum dögum áður í ræðustól og á fjölum þessa leikhúss varð skyndilega hjóm eitt. Í þessu eldheita þéttingarmáli virðast borgarfulltrúar meirihlutans ekki í vinnu fyrir Grafarvogsbúa heldur sýnist frekar einbeittur vilji að vinna gegn þeim og óskum þeirra. Áður á bak við tjöldin en núna grímulaust fyrir opnum tjöldum. - JGH
Skoða fleiri fréttir