Skipulagsmál

Eftir Jón G. Hauksson
•
17. september 2025
Mjög athyglisverð frétt er í Morgunblaðinu í dag um skipulag Keldnalands og hvernig þjarmað er að einkabílnum til að vegur Borgarlínunnar verði meiri. Gert er ráð fyrir um 12 þúsund íbúum í 5.880 íbúðum í Keldnalandi - en aðeins 2.230 bílastæðum. Þau verða að vísu ekki fyrir utan heimilin heldur í 8 samnýttum bílastæðahúsum. Stæði fyrir fatlaða verða leyfð fyrir utan íbúðir. Þeir sem eiga bíla þurfa að síðan að finna út úr því í hvaða bílastæðahúsum eru laus stæði því húsin eru samnýtt af öllum í hverfinu. Samkvæmt skipulaginu mun um 62% heimila í hverfinu ekki geta átt bíl. Þá er gert ráð fyrir að um sex þúsund manns starfi innan Keldnalands. Grafarvogur.net hefur margoft bent á varðandi mjög svo umdeilda þéttingu byggðar í Grafarvogi - sem íbúar hafa mótmælt kröftuglega - að gert er ráð fyrir um 20 þúsund manna byggð í Keldnalandi, á Ártúnsholti og við stækkun Bryggjuhverfisins. Þess utan eru mikil íbúðabyggð fyrirhuguð í landi Blikastaða sem er í Mosfellssveit. Útilokað er annað en að umferð vegna þessara nýju hverfa stórauki umferð um Grafarvoginn. En lítum hér betur á hina athyglisverðu frétt í Morgunblaðinu í morgun sem Andrés Magnússon blaðamaður skrifar.

Eftir Jón G. Hauksson
•
17. september 2025
Mjög athyglisverð frétt er í Morgunblaðinu í dag um skipulag Keldnalands og hvernig þjarmað er að einkabílnum til að vegur Borgarlínunnar verði meiri. Gert er ráð fyrir um 12 þúsund íbúum í 5.880 íbúðum í Keldnalandi - en aðeins 2.230 bílastæðum. Þau verða að vísu ekki fyrir utan heimilin heldur í 8 samnýttum bílastæðahúsum. Stæði fyrir fatlaða verða leyfð fyrir utan íbúðir. Þeir sem eiga bíla þurfa að síðan að finna út úr því í hvaða bílastæðahúsum eru laus stæði því húsin eru samnýtt af öllum í hverfinu. Samkvæmt skipulaginu mun um 62% heimila í hverfinu ekki geta átt bíl. Þá er gert ráð fyrir að um sex þúsund manns starfi innan Keldnalands. Grafarvogur.net hefur margoft bent á varðandi mjög svo umdeilda þéttingu byggðar í Grafarvogi - sem íbúar hafa mótmælt kröftuglega - að gert er ráð fyrir um 20 þúsund manna byggð í Keldnalandi, á Ártúnsholti og við stækkun Bryggjuhverfisins. Þess utan eru mikil íbúðabyggð fyrirhuguð í landi Blikastaða sem er í Mosfellssveit. Útilokað er annað en að umferð vegna þessara nýju hverfa stórauki umferð um Grafarvoginn. En lítum hér betur á hina athyglisverðu frétt í Morgunblaðinu í morgun sem Andrés Magnússon blaðamaður skrifar.

Eftir Jón G. Hauksson
•
4. september 2025
Slætti er lokið í Grafarvoginum. Það var slegið þrisvar sinnum í sumar. Sláttuvélarnar og rokkarnir þögnuðu um miðjan ágúst. Ennþá er hins vegar ágæt spretta og finnst ýmsum að sláttuvélunum hafi verið lagt fullsnemma. Grafarvogur.net hafði samband við Hjalta Jóhannes Guðmundsson , skrifstofustjóra borgarlands, sem staðfesti að slætti væri lokið í Grafarvogi og að slegið hefði verið þrisvar í sumar á þeim svæðum sem til stóð að slá. Mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa Grafarvogs á tilraunaverkefninu „Viljandi villt“ þar sem grasivaxnar hljóðmanar og brekkur hafa viljandi ekki verið slegnar heldur grasið látið vaxa villt. Mörgum finnst þetta fráleitt og ósnyrtilegt, sérstaklega þegar njólinn tekur yfir, á meðan aðrir lofa þessa stefnu.

Eftir Jón G. Hauksson
•
3. september 2025
Grafarvogur.net gerði smá tilraun um þrjúleytið í dag og kannaði hversu lengi það tæki að aka um þrjú hundruð metra kafla frá Höfðabakkabrúnni upp Höfðabakkann og taka vinstri beygju inn á Bæjarhálsinn í Árbænum. Aðeins fjórir til fimm bílar komust yfir í hvert skipti á ljósunum til vinstri inn á Bæjarhálsinn. Og tíminn! Viti menn; það tók mig um 9 mínútur að fara þessa stuttu leið. Það var allt stíflað. Samt ekki kominn háannatími. Bílar sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygðu til hægri við Höfðabakkabrúna á leið sinni í Árbæinn eða Breiðholtið áttu nánast engan séns að komast inn á Höfðabakkann. Þess utan þveruðu bílar í röðinni upp Höfðabakkann fyrir bíla sem komu frá Ártúnsbrekkunni og beygt var til vinstri niður í Grafarvoginn. Gatnamótin við Höfðabakann og Bæjarhálsins hafa oft verið erfið á annatímum en ekki verður annað séð en þær breytingar sem þarna hafa verið gerðar tefji umferðina frá því sem áður var og stækki á flöskuhálsinn. Það er í raun algjörlega óskiljanlegt að ekki séu áfram tvær beygjuakreinar í Árbæinn og að fjórðu akreininni við gatnamótin hafi ekki verið bætt við - þ.e. akrein sem hefði verið til hægri inn á Ártúnsholtið. Svona svipuð akrein og sú sem er yst til hægri á brúnni sjálfri - þ.e. akreininin sem liggur niður í bæ. Þarna virðist rými til þess. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
22. ágúst 2025
BÆJARHÁLSAHNÚTURINN. Gatnamótin við Höfðabakka og Bæjarhálsinn hafa um langt skeið verið eins konar martröð bíleigenda sem þar hafa átt leið um frá klukkan tvö til fimm á daginn. Allt í hnút og oft í rembihnút. Núna er verið að þrengja enn að umferðinni við þessi gatnamót - og máttu þau þó ekki við því. Verið er að taka tvær beygjuakreinar af inn í Árbæinn þegar ekið er upp Höfðabakkann að Bæjarhálsi og ein höfð í staðinn. Svolítil hliðrun til hægri á akreinunum fyrir vikið þegar ekið er upp Höfðabakkann að Bæjarhálsi. Þarna verða þrjár akeinar. 1) Sú lengst til vinstri í Árbæinn. 2) Sú í miðjunni í Breiðholtið. 3) Sú sem er lengst til hægri liggur inn á Ártúnsholtið og þar er í raun verið að búa til nýja akrein. En taki menn eftir því að akreinin lengst til hægri sem liggja mun í Ártúnsholtið verður ekki með biðskyldu heldur LJÓSUM. Sama verður upp á teningnum um hægribeygjuna frá Bæjarhálsi niður að Höfðabakka. Þar verður ekki lengur beygja með biðskyldu heldur LJÓSUM. Hafi verið hnútar og rembihnútar í umferðinni þarna um langt skeið þá verða þarna enn meiri tafir á þessum tíma dags með þessum breytingum. Líklega verður umferðarhnúturinn núna kallaður Bæjarhálsarembihnúturinn. Þarna er verið að breikka miðeyjuna á Höfðabakka og setja ný og fullkomnari umferðarljós. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
22. ágúst 2025
ÓÞARFA ÞRENGINGAR! Það hefur vakið athygli allra Grafarvogsbúa sem átt hafa leið um Höfðabakkabrúna í vikunni að þrengingar voru settar þar upp í byrjun vikunnar en síðan hefur ekkert verið að frétta - ekki sést til neinna við verkið. Tafir munu hafa orðið á afhendingu kantsteina og mun verða settur gangur í verkið í dag og um helgina. En auðvitað spyrja Grafarvogsbúar sig að því hvers vegna þrengingarnar voru ekki teknar niður stax og það lá fyrir að ekki væri hægt að vinna við þessa miðeyju á brúnni í vikunni - en framkvæmdirnar snúast um að framlengja eyjuna lítillega og setja upp ný og fullkomin umferðarljós. Þarna var búinn til óþarfa umferðarhnútur í vikunni. Eins má spyrja sig að því hvers vegna byjað sé á þessum framkvæmdum eftir sumarfrí þegar samfélagið fer á fullan snúning aftur og umferðin stóreykst að sama skapi? - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
21. ágúst 2025
HÖFÐABAKKABRÚIN. Framkvæmdirnar á Höfðabakkabrúnni hafa fengið hár Grafarvogsbúa til að rísa undanfarna daga - en nóta bene; ekki af hrifningu heldur af áhyggjum um að verið sé að þrengja enn frekar að bílaumferðinni á þessum hvað fjölförnustu gatnamótum borgarinnar. Eftir þeim upplýsingum sem Grafarvogur.net hefur aflað sér hjá eftirlitsaðila verksins þá verða tvær beygjuakreinar áfram á Höfðabakkabrúnni til vinstri niður í beygjuvasa að Vesturlandsvegi (en þar verða tvær akreinar að einni eins og verið hefur til þessa) - en mesti óttinn hefur um hvort verið sé að „taka Bæjarhálsinn á þetta“ á brúnni. ÁFRAM TVÆR BEYGJUAKREINAR Þannig að þegar ekið er frá Gullinbrú upp Höfðabakkann og á Höfðabakkabrúna verður þetta að óbreytt - þrjár akreinar. 1) Lengst til vinstri; beygjuakrein til vinstri á Vesturlandsveginn. 2) Miðakreinin verður bæði beygjuakrein til vinstri á Vesturlandsveginn sem og áfram upp í Breiðholt. 3) Sú sem er lengst til hægri verður eingöngu fyrir hægribeygjuna niður í bæ. Miðeyjan sem nú er afmörkuð - og myndin er af hér að framan - verður framlengd lítillega fyrir ný umferðarljós sem koma þar syðst á hana - og breikkuð eitthvað lítillega rétt í kringum nýju ljósin. HÆGAGANGUR. Svæðið var afmarkað í byrjun vikunnar en lítið sem ekkert hefur verið unnið þarna síðan og tálmanir eingöngu til að tefja fyrir. Eftir því sem Grafarvogur.net kemst næst munu tafir hafa orðið á afhendingu kantsteins en til stendur að vinna alla helgina við verkið. Hér má sjá kynningu borgarinnar á framkvæmdunum á öllum gatnamótum við Höfðabakkann, þ.e. við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða og við umtalaðan Bæjarháls - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
2. júlí 2025
ENGIN REFSING! Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir í samtali við Vísi út af frétt Grafarvogs.net í gærkvöldi að borgin hafi ekki verið að refsa Grafarvogsbúum með því að slá ekki túnið við Sóleyjarima. Til hafi staðið að slá túnið síðsumars. Sjá frétt Vísis hér. Hjalti segir við Vísi að þetta sé liður í að draga úr slætti í borginni en undanfarin ár hafi borgin skoðað svæði til að draga úr slætti og að túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heiti Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti við Vísi. ÁTTI AÐ SLÁ SÍÐSUMARS „Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. Það stangast raunar á við frásögn íbúa við Sóleyjarima sem segja að borgin hafi neitað að slá þrátt fyrir beiðni og óskir þar um. Þá segir Hjalti að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Nei, nei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna að auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna .“ Athyglisvert! Liður í að h jálpa náttúrulegum gróðri að vaxa og dafna en samt stóð til að slá síðsumars. - JGH