Skipulagsmál

Eftir Jón G. Hauksson
•
30. nóvember 2025
Símon Þorkell Símonarson, íbúi í Jöfursbási 11, segir að hann og fjöldi íbúa í Gufunesi séu mjög ósáttir við ummæli borgarstjóra í viðtali á Sýn fyrr í vikunni um ferðir strætó í Gufunesið og hafi mátt skilja á Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra að strætisvagnar gangi þrisvar á morgnanna í Gufunesið og þrisvar síðdegis. Sem og að það væri þægilegt fyrir íbúana að ná leið 6 úr Spöng rétt fyrir ofan byggðina en svo sé ekki. Þá finnst honum að borgarstjóri hafi gert lítið úr fyrstu kaupendum íbúða í Gufunesi með því viðhorfi að það væri eðlilegt að þeir hefðu fá bílastæði þar sem íbúðirnar hefðu verið svo ódýrar. „Okkur finnst að borgarstjóri hafi komist upp með það í viðtalinu á Sýn að gera lítið úr umkvörtunum okkar vegna lélegra samgangna og gefa villandi upplýsingar. Málið er að það ganga engir strætisvagnar í Gufunesið; það er mergur málsins - og leið 6 úr Spönginni stoppar ekki hér fyrir ofan, eins og borgarstjóri hélt fram í viðtalinu,“ segir Símon. ENGIR VAGNAR - ENNÞÁ PÖNTUNARÞJÓNUSTA LEIGUBÍLA Hann bætir við: „Það er einfaldlega rangt að hér gangi strætisvagnar þrisvar á morgnana og þrisvar síðdegis. Hið rétta er að það koma leigubílar, skv. tímatöflu þrisvar á morgnanna og þrisvar síðdegis, og fara upp í Spöng. Þar á milli þarf að panta leigubíl með 30 mínútna fyrirvara upp í Spöng - og því miður koma þeir ekki alltaf á réttum tíma og þá missir fólk af vagninum í Spönginni. Það er sem sé ennþá pöntunarþjónusta leigubíla fyrir hverfið. Varðandi morgnana þá komast að hámarki sex í stærstu leigubílana - og ef sjö manns bíða - þá þarf að skilja einn eftir. Og þar við situr. Það kemur enginn leigubíll strax í kjölfarið til að ná í þennan eina. Raunar koma hingað stundum fjögurra manna leigubílar á morgnanna. Annað - ef þú ætlar að tvinna saman hjólaferð og strætó þá segir það sig sjálft að þú ferð ekki með reiðhjól upp í leigubíl,“ segir Símon.

Eftir Jón G. Hauksson
•
30. nóvember 2025
Símon Þorkell Símonarson, íbúi í Jöfursbási 11, segir að hann og fjöldi íbúa í Gufunesi séu mjög ósáttir við ummæli borgarstjóra í viðtali á Sýn fyrr í vikunni um ferðir strætó í Gufunesið og hafi mátt skilja á Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra að strætisvagnar gangi þrisvar á morgnanna í Gufunesið og þrisvar síðdegis. Sem og að það væri þægilegt fyrir íbúana að ná leið 6 úr Spöng rétt fyrir ofan byggðina en svo sé ekki. Þá finnst honum að borgarstjóri hafi gert lítið úr fyrstu kaupendum íbúða í Gufunesi með því viðhorfi að það væri eðlilegt að þeir hefðu fá bílastæði þar sem íbúðirnar hefðu verið svo ódýrar. „Okkur finnst að borgarstjóri hafi komist upp með það í viðtalinu á Sýn að gera lítið úr umkvörtunum okkar vegna lélegra samgangna og gefa villandi upplýsingar. Málið er að það ganga engir strætisvagnar í Gufunesið; það er mergur málsins - og leið 6 úr Spönginni stoppar ekki hér fyrir ofan, eins og borgarstjóri hélt fram í viðtalinu,“ segir Símon. ENGIR VAGNAR - ENNÞÁ PÖNTUNARÞJÓNUSTA LEIGUBÍLA Hann bætir við: „Það er einfaldlega rangt að hér gangi strætisvagnar þrisvar á morgnana og þrisvar síðdegis. Hið rétta er að það koma leigubílar, skv. tímatöflu þrisvar á morgnanna og þrisvar síðdegis, og fara upp í Spöng. Þar á milli þarf að panta leigubíl með 30 mínútna fyrirvara upp í Spöng - og því miður koma þeir ekki alltaf á réttum tíma og þá missir fólk af vagninum í Spönginni. Það er sem sé ennþá pöntunarþjónusta leigubíla fyrir hverfið. Varðandi morgnana þá komast að hámarki sex í stærstu leigubílana - og ef sjö manns bíða - þá þarf að skilja einn eftir. Og þar við situr. Það kemur enginn leigubíll strax í kjölfarið til að ná í þennan eina. Raunar koma hingað stundum fjögurra manna leigubílar á morgnanna. Annað - ef þú ætlar að tvinna saman hjólaferð og strætó þá segir það sig sjálft að þú ferð ekki með reiðhjól upp í leigubíl,“ segir Símon.

Eftir Jón G. Hauksson
•
27. nóvember 2025
Það fer ekki fram hjá neinum íbúum í Grafarvogi hve mikill hægagangur er á framkvæmdunum við Höfðabakkann. Þegar við vorum þarna á ferð í dag voru þrír menn með meitla og hamra að vinna við verkið af hálfu fyrirtækisins Kröflu sem annast þessar framkvæmdir - sem hófust um mitt sumar. Fram kemur á Borgarvefsjánni að verkfræðistofan VSÓ annist eftirlit með verkinu en hinir raunverulegu eftirlistaðilar eru auðvitað þúsundir íbúa í Grafarvogi sem aka þarna um daglega og eru langflestir á þeirri skoðun að gaufað sé við verkið - og hafi verið svo frá upphafi. Verkið gengur út á að setja upp snjallljós við fimm gatnamót Höfðabakka en fréttir af verkinu hafa gengið að mestu út á að verið sé að þrengja að allri umferð með því að lengja og breikka umferðareyjar til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Finnst mörgum sem það sé á kostnað öryggis þeirra sem fara um akandi, þ.e. að hættan á árekstrum og bílslysum aukist; svo ekki sé nú rætt um umferðaröngþveitið sem búið er að skapa við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Sem auðvitað nær ekki nokkurri átt. Það er svo sem annað mál - eða önnur Ella, eins og sagt er - en hitt blasir við að hraði framkvæmda er hægur og að mati flestra Grafarvogsbúa er þetta ekkert annað en gauf. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
11. nóvember 2025
Hinn kunni arkitekt Magnús Skúlason fer hörðum orðum um þéttingarstefnu borgarinnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu sl. föstudag. Yfirskrift greinarinnar er Borgarlína í skugga eigin metnaðar og segir Magnús meðal annars að hús og hverfi séu fyrir fólk, en ekki einföld leið stjórnvalda til að handstýra fólki. „Þegar skipulag borgarinnar er mótað út frá einstrengingslegum hugmyndafræðilegum markmiðum án þess að gaumur sé gefinn að raunverulegum þörfum íbúa er betur heima setið en af stað farið. Hús og hverfi eru fyrir fólk, en ekki einföld leið stjórnvalda til að handstýra fólki og þörfum þess,“ segir Magnús í grein sinni. Hann vill bæta núverandi stætósamgöngur og hætta við borgarlínuna sem hann telur óhagkvæma: „Það er orðið löngu tímabært að staldra við og hugsa þessi mál upp á nýtt. Nærtækari og hagkvæmari leið við að ná hinu göfuga markmiði um breyttan ferðamáta væri t.d. að bæta þegar í stað núverandi almenningssamgöngur verulega, með fleiri sérakreinum fyrir strætó, betri þjónustu og ódýrari fargjöldum, ekki síst fyrir börn, ungmenni og eldri borgara.“

Eftir Jón G. Hauksson
•
22. október 2025
Það fer ekki á milli mála að Grafarvogsbúar eru áhugasamir um Sundabrautina og vel var mætt á kynningarfundinn í Egilshöll síðdegis í dag þótt hvert sæti hafi ekki verið skipað. Grafarvogsbúar hafa einn helst áhyggjur af því að Sundabrautin muni auka umferð um Grafarvoginn - verði umferðarhvetjandi um hverfið og að umferðin úr austurhluta borgarinnar liggi um Grafarvcginn til að komast inn á Sundabrautina. Fram hefur komið í könnun Vegagerðarinnar að 76% eru hlynnt Sundabrautinni og 21% Grafarvogsbúa segja ætla að nota hana daglega. Sigrún Ásta Einarsdóttir , íbúi í Grafarvogi, sem hefur látið til sín taka gegn þéttingu byggðar í Grafarvoginum, var á fundinum og tók meðfylgjandi myndir fyrir vefinn. „Ég er fylgjandi Sundabraut en í þessari útfærslu eru þessar 12 mínútur sem sparast í umferð frá Kjalarnesi ansi dýru verði keyptar fyrir Grafarvogsbúa finnst mér.“ Hún segir að það hafi verið sláandi hversu takmörkuð svör fengust á fundinum við áhyggjum Grafarvogsbúa um aukna umferð um hverfið og bætir við: „Að mínu mati er augljóst vanmat í greiningu Vegagerðarinnar á aukinni umferð inn í Grafarvoginn vegna Sundabrautar.“

Eftir Jón G. Hauksson
•
22. október 2025
Mikill áhugi er á fundinum um Sundabraut sem verður í dag kl. 17:30 í Egilshöll og er jafnvel búist við allt að fimm hundruð manns mæti á fundinn. Þetta er þriðji fundurinn í röð sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda til að kynna Sundabrautina. Vaxandi áhugi virðist hjá mörgum að fá öflug Sundagöng í staðinn fyrir Sundabraut. Á fundunum verða fulltrúar Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu. Fundirnir verða teknir upp og upptökurnar gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að fundurinn taki einn og hálfan tíma og standi yfir til klukkn sjö; nítján. Væntanlega fá fundargestir að spyrja krefjandi spurninga á fundinum. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
18. október 2025
Enn er ekki búið að tengja snjalljósin við fimm gatnamót Höfðabakkans og hafa þessar umdeildu framkvæmdir staðið yfir frá því um mitt sumar. Tilgangur nýju snjallljósanna á að vera að greiða fyrir umferð og sjá til þess að ökumenn bíði ekki að óþörfu við ljós á gatnamótum þegar engin umferð er um þau - en það gerist oft á heðfbundnum stillanlegum umferðarljósum sem eru stillt eftir klukku. Nokkurrar óþreyju gætir hjá íbúum í Grafarvogi þar sem núverandi ljós „tala á engan hátt saman“ svo verulega hefur dregið úr flæði umferðar niður Höfðabakkann og í Grafarvoginn. Þannig geta menn lent á rauðu bæði við Dvergshöfðann og Stórhöfðann. Ljósin eru stillt eftir klukku; tímastillt.

Eftir Jón G. Hauksson
•
14. október 2025
Það er augljóst að nokkur harka er að færast í umræðurnar um hvort byggja eigi Sundabraut eða Sundagöng - og sitt sýnist hverjum. Sundabrúin kæmi upp við Holtaveg (við stórmarkaðinn Holtagarða) og þar inn á Sæbrautina en Sundagöng kæmu upp á fleiri stöðum og dreifði umferðinni betur. Upphaflega taldi Vegagerðin að hagkvæmasti kostur fyrir Sundabrúna væri að hún kæmi inn í Vogana - en sá kostur varð að engu með byggingu Vogahverfisins. Ekki fer á milli mála að risavaxin Sundabrú mun breyta ásýndinni við sundin blá og hafa veruleg áhrif á umhverfið í Grafarvogi. Hin nýbyggðu fjölbýlishús í Gufunesi fá brautina nánast í fangið og Hamrahverfið fær brúna við hliðina á sér, samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar.



