Skipulagsmál


Eftir Jón G. Hauksson 22. október 2025
Það fer ekki á milli mála að Grafarvogsbúar eru áhugasamir um Sundabrautina og vel var mætt á kynningarfundinn í Egilshöll síðdegis í dag þótt hvert sæti hafi ekki verið skipað. Grafarvogsbúar hafa einn helst áhyggjur af því að Sundabrautin muni auka umferð um Grafarvoginn - verði umferðarhvetjandi um hverfið og að umferðin úr austurhluta borgarinnar liggi um Grafarvcginn til að komast inn á Sundabrautina. Fram hefur komið í könnun Vegagerðarinnar að 76% eru hlynnt Sundabrautinni og 21% Grafarvogsbúa segja ætla að nota hana daglega. Sigrún Ásta Einarsdóttir , íbúi í Grafarvogi, sem hefur látið til sín taka gegn þéttingu byggðar í Grafarvoginum, var á fundinum og tók meðfylgjandi myndir fyrir vefinn. „Ég er fylgjandi Sundabraut en í þessari útfærslu eru þessar 12 mínútur sem sparast í umferð frá Kjalarnesi ansi dýru verði keyptar fyrir Grafarvogsbúa finnst mér.“ Hún segir að það hafi verið sláandi hversu takmörkuð svör fengust á fundinum við áhyggjum Grafarvogsbúa um aukna umferð um hverfið og bætir við: „Að mínu mati er augljóst vanmat í greiningu Vegagerðarinnar á aukinni umferð inn í Grafarvoginn vegna Sundabrautar.“
Eftir Jón G. Hauksson 22. október 2025
Það fer ekki á milli mála að Grafarvogsbúar eru áhugasamir um Sundabrautina og vel var mætt á kynningarfundinn í Egilshöll síðdegis í dag þótt hvert sæti hafi ekki verið skipað. Grafarvogsbúar hafa einn helst áhyggjur af því að Sundabrautin muni auka umferð um Grafarvoginn - verði umferðarhvetjandi um hverfið og að umferðin úr austurhluta borgarinnar liggi um Grafarvcginn til að komast inn á Sundabrautina. Fram hefur komið í könnun Vegagerðarinnar að 76% eru hlynnt Sundabrautinni og 21% Grafarvogsbúa segja ætla að nota hana daglega. Sigrún Ásta Einarsdóttir , íbúi í Grafarvogi, sem hefur látið til sín taka gegn þéttingu byggðar í Grafarvoginum, var á fundinum og tók meðfylgjandi myndir fyrir vefinn. „Ég er fylgjandi Sundabraut en í þessari útfærslu eru þessar 12 mínútur sem sparast í umferð frá Kjalarnesi ansi dýru verði keyptar fyrir Grafarvogsbúa finnst mér.“ Hún segir að það hafi verið sláandi hversu takmörkuð svör fengust á fundinum við áhyggjum Grafarvogsbúa um aukna umferð um hverfið og bætir við: „Að mínu mati er augljóst vanmat í greiningu Vegagerðarinnar á aukinni umferð inn í Grafarvoginn vegna Sundabrautar.“

Eftir Jón G. Hauksson 22. október 2025
Mikill áhugi er á fundinum um Sundabraut sem verður í dag kl. 17:30 í Egilshöll og er jafnvel búist við allt að fimm hundruð manns mæti á fundinn. Þetta er þriðji fundurinn í röð sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda til að kynna Sundabrautina. Vaxandi áhugi virðist hjá mörgum að fá öflug Sundagöng í staðinn fyrir Sundabraut. Á fundunum verða fulltrúar Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu. Fundirnir verða teknir upp og upptökurnar gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að fundurinn taki einn og hálfan tíma og standi yfir til klukkn sjö; nítján. Væntanlega fá fundargestir að spyrja krefjandi spurninga á fundinum. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 18. október 2025
Enn er ekki búið að tengja snjalljósin við fimm gatnamót Höfðabakkans og hafa þessar umdeildu framkvæmdir staðið yfir frá því um mitt sumar. Tilgangur nýju snjallljósanna á að vera að greiða fyrir umferð og sjá til þess að ökumenn bíði ekki að óþörfu við ljós á gatnamótum þegar engin umferð er um þau - en það gerist oft á heðfbundnum stillanlegum umferðarljósum sem eru stillt eftir klukku. Nokkurrar óþreyju gætir hjá íbúum í Grafarvogi þar sem núverandi ljós „tala á engan hátt saman“ svo verulega hefur dregið úr flæði umferðar niður Höfðabakkann og í Grafarvoginn. Þannig geta menn lent á rauðu bæði við Dvergshöfðann og Stórhöfðann. Ljósin eru stillt eftir klukku; tímastillt.
Eftir Jón G. Hauksson 14. október 2025
Það er augljóst að nokkur harka er að færast í umræðurnar um hvort byggja eigi Sundabraut eða Sundagöng - og sitt sýnist hverjum. Sundabrúin kæmi upp við Holtaveg (við stórmarkaðinn Holtagarða) og þar inn á Sæbrautina en Sundagöng kæmu upp á fleiri stöðum og dreifði umferðinni betur. Upphaflega taldi Vegagerðin að hagkvæmasti kostur fyrir Sundabrúna væri að hún kæmi inn í Vogana - en sá kostur varð að engu með byggingu Vogahverfisins. Ekki fer á milli mála að risavaxin Sundabrú mun breyta ásýndinni við sundin blá og hafa veruleg áhrif á umhverfið í Grafarvogi. Hin nýbyggðu fjölbýlishús í Gufunesi fá brautina nánast í fangið og Hamrahverfið fær brúna við hliðina á sér, samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar.
Eftir Jón G. Hauksson 14. október 2025
„Það er yfirklór að þrengja gatnamótin,“ segir Grafarvogsbúinn og einn helsti umferðarsérfræðingur landsins, Ólafur Kr. Guðmundsson, í samtali við Morgunblaðið í morgun um miklar þrengingar bílaumferðar í Lækjargötu vegna banaslys sem þar varð fyrir nokkrum árum. Um er að ræða gatnamót Lækjargötu og Vonarstrætis - sem og gatnamót Læjargötu og Skólabrúar. Ólafur gerði nýlega yfirgripsmikla úttekt fyrir Grafarvog.net um slysatíðni við fimm gatnamót við Höfðabakkann og vakti sú úttekt hans mikla athygli. Þrengingar og stækkun umferðareyja við Höfðbakkann eru til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Um þrengingarnar í Lækjargötu segir Ólafur við Morgunblaðið að sérstakar aðstæður hafi verið við gatnamótin á þeim tíma sem slysið varð vegna byggingar hótels á horni Lækjargötu og Vonarstrætis og þess að ökumenn voru báðir undir áhrifum lyfja. „Að nota þetta slys sem ástæðu þess að þrengja gatnamótin er yfirklór og útúrsnúningur því hönnun gatnamótanna var ekki ástæðan fyrir slysinu. Ökumaðurinn sem lést var undir áhrifum örvandi vímuefna, virti ekki biðskyldu og keyrði í veg fyrir vinnuvélina sem keyrði með gafflana uppi fram úr strætisvagni sem byrgði sýn að Vonarstræti. Gafflar vinnuvélarinnar voru ekki í réttri hæð og því er þetta slys fyrst og fremst vegna þess að báðir ökumenn voru ekki í ástandi til að vera í umferðinni og ekkert við hönnun gatnamótanna sem hefði getað komið í veg fyrir slysið.“ Meðfylgjandi mynd er úr frétt Morgunblaðsins. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 10. október 2025
Hugsanlega er Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata, að mildast varðandi hinn bíllausa lífsstíl sem hún hefur barist svo fyrir. Smartland Morgunblaðsins sagði frá því í vikunni að hún hefði keypt glæsilegt parhús í Grafarvogi og því fylgdi góður bílskúr og fyrir utan húsið væri stórt bílaplan. Er ekki bara fyllsta ástæða til að bjóða Dóru Björt velkomna í Grafarvoginn og vonandi öðlast hún meiri skilning á mikilvægi bílsins fyrir fjölskyldufólk í önn dagsins? Ólafur Egilsson leikari hefur nefnt bílinn „úlpu Íslendingsins“ . Hér má sjá svar mitt í Vísi hinn 3. júní í sumar við grein Dóru Bjartar á sama vettvangi þar sem hún fjallaði um mikilvægi þéttingu byggðar í Grafarvogi. Núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur lagt mikla áherslu á bíllausan lífsstíl og er með áform um að Keldnalandið verði fyrir aðra en bíleigendur. Í hugmyndum meirihlutans er gert ráð fyrir 12 þúsund íbúum, 5.880 heimilum og 2.230 bílastæðum. En nóta bene; bílastæðin verða ekki fyrir utan heimilin heldur þurfa þeir íbúar sem eiga bíl að samnýta 8 bílastæðahús í Keldnalandinu og ganga þaðan til síns heima. (Sjá hér frétt Grafarvogur.net) Ennfremur er gert ráð fyrir að takmarka umferð bíla um götur Keldnalandshverfisins sem mest. Þá er gert ráð fyrir að 6 þús. manns vinni í hverfinu en fáir vita hins vegar hvar þeir eiga að leggja bílum sínum. Keldnalandið gengur allt út á borgarlínuna - og sala á lóðum þar eiga að fjármagna hana að hluta. Hinn þekkti arkitekt, Hilmar Þór Björnsson, skrifaði nýlega á Facebook þar sem hann orðaði það svo að skipulagið í Keldnalandi væri einhvers konar „case study“ (námsverkefni í skóla) þar sem leitað væri að fullkomnun en án alls raunveruleika. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 6. október 2025
Það er vert að vekja athygli á því að borgarfulltrúar voru ekki upplýstir um lykilgögn varðandi framkvæmdir við fimm gatnamót við Höfðabakkann - en Grafarvogur.net hefur verið í fremstu röð fjölmiðla við að upplýsa Grafarvogsbúa um þessar framkvæmdir. Á meðal lykilgagna - sem leynt var fyrir borgarfulltrúunum - er greiningarskýrsla verkfræðistofunnar Cowi (áður Mannvit) en í henni kemur fram að sú leið sem valin var við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls myndi lengja biðraðir og ferðatíma. Augljóslega er verið að þrengja að umferð bíla með þessum framkvæmdum en umferð gangandi og hjólandi eru í engu hlutfalli við hinn mikla þunga bílaumferðar á svæðinu. Höfðabakkinn er aðalumferðaræðin inn í Grafarvog. Í Morgbunblaðinu sl. laugardag var frétt um svar Samgöngustofu við spurningu blaðsins varðandi slys við Höfðabakkann. Þess má geta að Ólafur Guðmundsson , Grafarvogsbúi og einn helsti umferðarsérfræðingur landsins, vann fyrir rúmum tíu dögum mikla úttekt fyrir Grafarvog.net um fjölda slysa við Höfðabakkann - og voru slys á gangandi og hjólandi sérstaklega skoðuð. Sjá þá stórfróðlegu úttekt hér. Í frétt Morgunblaðsins segir að framkvæmdirnar við hin fimm gatnamót við Höfðabakka hafi verið teknar fyrir og samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 26. mars 2025 og voru lykilgögn ekki lögð fyrir ráðið, eins og skýrsla Cowi.
Skoða fleiri fréttir