Þegar Grafarvogurinn nötraði við kröftuga sprengingu fyrir tuttugu og fimm árum

12. janúar 2026

Stórbruninn í Gufunesi núna síðdegis þar sem allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjavík var kallað út leiðir hugann að því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem öllu slökkviliðinu og slökkvibílum er stefnt á svæðið.


Margir gamlir Grafarvogsbúar muna eftir sprengingunni miklu sem varð að morgni í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi fyrir tuttugu og fimm árum; 1. okt. 2001. Sú sprening varð til það allri efnaframleiðslu, eins og ammoníakfrmleiðslunni, var hætt í verksmiðjunni.


Þegar Morgunblaðinu er flett um þennan atburð kemur fram að sprengingin varð klukkan sjö að morgni. Engan sakaði. En spreningin var svo öflug að hús í Grafarvogi nötruðu.


Sprengingin varð til þess að varpa ljósi á hvað það færi illa saman að vera með íbúðahverfi ofan í svæði verksmiðjunnar og varð til að flýta brottflutningi verksmiðjunnar.


Og þar með hvarf líka hinn frægi guli reykur sem lagði oft á tíðum frá verksmiðjunni.


Hér má sjá frásögn Morgunblaðsins af sprengingunni fyrir tuttugu og fimm árum. - JGH

Frásögn Morgunblaðsins eftir sprenginguna miklu 1. október 2001 í Áburðarverksmiðjunni. Grafarvogurinn nötraði.

Áburðarverksmiðjan var fyrsta stóriðjan á Íslandi. Núna er þar þekkt kvikmyndaver sem er vísir að nýrri stóriðju; kvikmyndaframleiðslu á Íslandi.

Alveg frá því að íbúðabyggðin í Grafarvogi var komin á skrið í kringum 1986 höfðu íbúar í Grafarvogi áhyggjur af Áburðarverksmiðjunni og sprenihættunni þar. Þetta er fyrirsögn í DV í apríl 1990.