Sinubruninn í Úlfarsárdal - mikið eldhaf og tólf slökkviliðsmenn á vettvangi

27. janúar 2026

Það var verulegt eldhaf í sinubrunanun í Úlfarsárdal í kvöld þegar mest var og sást eldurinn víða að. 


Tólf slökkviliðsmenn börðust við eldinn og náðu að slökkva hann á tiltölulega skömmum tíma. Þetta er býsna stórt svæði sem brann en þetta er svæðið skammt frá Lambhagatorginu - sunnan megin við það.


Við birtum hér kort af svæðinu sem brann en það er ferhyrningurinn gegnt húsinu Ársölum og fyrir ofan Elnet-tækni. Katla Fitness er þarna skammt frá fyrir neðan. Hér má sjá frétt mbl.is af sinubrunanum og myndskeið sem tekið var á vettvangi.

Það logaði glatt í sinunni enda gróðurinn óvenjulega þurr á þessum árstíma eftir gott tíðarfar að undanförnu - og raunar gott veður það sem af er vetri.


Upphafsmyndina hér að ofan tók Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir.    - JGH

Frá vettvangi í kvöld. Þett er svæði sunnan megin við Bauhaus og svolítið fyrir ofan Katla-fitness líkamsræktarstöðina sem sést vel frá Vesturlandsvegi.

Sinubruninn varð á svæðinu fyrir sunnan húsið Ársali og fyrir ofan (austan) Elnet-tækni. Lambhaga-hringtorgið (rétt fyrir sunnan Bauhaus) er þarna efst til hægri.

Eldhafið var býsna mikið þegar mest var. Ljósmynd: Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir.