Á förnum vegi


Eftir Jón G. Hauksson 30. apríl 2025
LÍF OG FJÖR HJÁ KORPÚLFUM. Hann var þéttsetinn salurinn á félagsfundi Korpúlfa þegar Grafarvog.net bar að garði á félagsfundinn í Borgum eftir hádegi í dag og rífandi stemning. Sannast sagna voru fleiri mættir en ég átti von á. „Svona er þetta alltaf á öllum félagsfundum,“ sagði Theodór Blöndal, formaður Korpúlfa, sem tók á móti mér ásamt Birnu Róbertsdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg sem er allt í öllu í Borgum. „Birna er Borgarstjórinn,“ bætti Theodór við.

Eftir Jón G. Hauksson 30. apríl 2025
LÍF OG FJÖR HJÁ KORPÚLFUM. Hann var þéttsetinn salurinn á félagsfundi Korpúlfa þegar Grafarvog.net bar að garði á félagsfundinn í Borgum eftir hádegi í dag og rífandi stemning. Sannast sagna voru fleiri mættir en ég átti von á. „Svona er þetta alltaf á öllum félagsfundum,“ sagði Theodór Blöndal, formaður Korpúlfa, sem tók á móti mér ásamt Birnu Róbertsdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg sem er allt í öllu í Borgum. „Birna er Borgarstjórinn,“ bætti Theodór við.
Eftir Jón G. Hauksson 30. apríl 2025
STEMNING HJÁ KORPÚLFUM. Það var heldur betur stuð og stemning á félagsfundi Korpúlfa í Borgum eftir hádegi í dag þegar gamlar kempur í stuðhljómsveitinni Dansbandið stigu á stokk og tóku lagið. Þetta var síðasti almenni félagsfundurinn á vorönninni. Þéttsetinn salurinn tók að sjálfsögðu vel undir. Þarna stóðu menn í stafni sem kunna sitt fag og eru hoknir af reynslu af hefðbundnu spiliríi á dansleikjum. Ekki laust við að andi Ragga Bjarna og Ingimars Eydals svifi yfir vötnum; Hótels Sögu- og Sjallafjör. Hljómsveitina skipa Grímur Sigurðsson, Pálmar Ólafsson og Kristján Hermannsson og sannast sagna hafa þeir tengingu við Ragnar og Ingimar. Grímur spilaði bæði með hljómsveit Ragga Bjarna og Ingimars – raunar í þrettán ár fyrir norðan með Ingimar og því alvanur Sjallanum.
Eftir Jón G. Hauksson 29. apríl 2025
Tíðin að undanförnu hefur verið sérlega hagstæð fyrir gróðurinn og í Grafarvogshverfinu hefur hreinlega mátt sjá grasið vaxa síðustu daga. Birkið lætur helst ekki plata sig á vorin en það hefur tekið skrefið og tekið til við að springa út. Verkalýðsdagurinn handan við hornið og stundum er haft á orði þegar fólk flytur úr landi, t.d. vegna kreppu, að grasið þar sé grænna og þá átt við að tekjur og kjör séu þar betri. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. apríl 2025
Einar Bárðarson tónlistar- og markaðsmaður – og maðurinn á bak við Stóra plokkdaginn – segir að ruslið sem tínt sé upp á Stóra plokkdeginum megi allt eins rekja til fugla frekar en sóðaskapar fólks. Mörg sorpílát á staurum, svonefndar stauratunnur, séu ekki vargheldar og fuglinn rífi upp ruslið í leit að æti. „Þá má hvetja reykingafólk og nikótínneytendur til að ganga betur um - þeir eru einu alvöru sóðarnir ennþá en þeim fer sem betur fer fækkandi,“ segir Einar í stuttu spjalli við Grafarvog.net.
Eftir Jón G. Hauksson 28. apríl 2025
Sá rauði blaktir við hún í Hamrahverfinu. Áhugi á enska boltanum hér á landi er vissulega löngu kunnur og þau félög sem eiga flesta aðdáendur eru Liverpool, Manchester United, Arsenal, Manchester City, Chelsea og Tottenham - e n auðvitað eiga öll ensku liðin sér áhangendur hér heima. Liverpool tryggði sér enska titilinn um helgina með sigri á Tottenham og það urðu mikil læti í Bítlaborginni í kjölfarið. Þessi fáni hefur blaktað við hún í Hamrahverfinu í dag og notið sín í góða veðrinu. Þetta er tuttugasti Englandsmeistaratitill Liverpool. Til hamingju Púlarar.
Eftir Jón G. Hauksson 24. apríl 2025
GLEÐILEGT SUMAR kæru Grafarvogsbúar og landsmenn allir. Fallegt veður í dag og vonandi er það forspil að góðu veðri í sumar. Það er ekki oft sem sumardagurinn fyrsti flaggar hitatölu upp á 15 stig líkt og í dag - oftar en ekki hafa húfur og eyrnabönd sett svip sinn á sumarkomuna á Íslandi. Og takk enn og aftur Grafarvogsbúar fyrir þær frábæru viðtökur sem vefurinn hefur fengið frá því hann fór í loftið en þrettán þúsund hafa farið inn á hann að jafnaði á viku. Bestu þakkir!
Skoða fleiri fréttir