Á förnum vegi


Eftir Jón G. Hauksson 31. júlí 2025
Hann var svolítið sérstakur regnboginn sem blasti við mér þegar ég ók Strandveginn í Grafarvogi í austurátt í gærkvöldi. Í rauninni ekki bogi, frekar eins og falleg litaprufa meistarans. Bogi sem endaði í punkti, eins konar marglita kastljósi. Úlfarsfellið í kastljósi regnbogans, regnboga málarameistarans. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 31. júlí 2025
Hann var svolítið sérstakur regnboginn sem blasti við mér þegar ég ók Strandveginn í Grafarvogi í austurátt í gærkvöldi. Í rauninni ekki bogi, frekar eins og falleg litaprufa meistarans. Bogi sem endaði í punkti, eins konar marglita kastljósi. Úlfarsfellið í kastljósi regnbogans, regnboga málarameistarans. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 30. júlí 2025
SKRIFAÐ Í SKÝIN! Það er stundum sagt að sitt sýnist hverjum og að fólk líti hlutina ekki sömu augum. Þetta getur átt við myndir, skýjafar og auðvitað dægurmálin. Þessa mynd tók ég fyrr í kvöld þegar ég ók eftir Strandveginum. Þarna blasir við óvenjulegt skýjafar - hvað sjáið þið út úr þessu? - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. júlí 2025
FLAGGAÐ FYRIR FÆREYINGUM. Frændur vorir í Færeyum halda upp á þjóðhátíðardag sinn í dag, 29. júlí, er hann er dánardagur Ólafs konungs Haraldssonar og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann sem og hátíðarhöldin á þessum degi ár hvert, Ólafsvaka. Margvísleg skemmtun fer fram yfir Ólafsvökuna og þann 29. júlí er færeyska lögþingið jafnan sett á ári hverju. Það fór vel á því að á sjálfri Ólafsvökunni hafi fánasafnarinn, Ólafur Sverrisson, Grafarvogsbúi og íbúi í Hamrahverfinu, flaggð færeyska fánanum í tilefni dagsins og sómdi fáninn sér vel í Hamrahverfinu í dag. Ólafur hefur í nokkur ár vakið athygli fyrir að flagga hinum fjölbreyttustu fánum og komst í fréttir RÚV og Grafarvogs.net í vor fyrir þetta áhugamál sitt. Þjóðfáni Færeyja nefnist Merkið og var hannaður af færeyskum námsmönnum í Kaupmannahöfn. Hann var dreginn að húni í fyrsta sinn í Færeyjum árið 1919. Hvítur grunnurinn táknar heiðan himinn og hvítfyssandi öldur sem mæta ströndinni. Rauða og bláa litinn er að finna á hefðbundnum færeyskum hálsklút og litirnir tákna einnig tengslin við Ísland og Noreg , en í fánum þeirra eru sömu litir í sama mynstri. Til hamingju Færeyingar! - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. júlí 2025
BÍNA FER Í SVEIT. Bækurnar um Bínu bálreiðu hafa allar selst upp og notið mikilla vinsælda. Þær eru í senn þroskandi og skemmtilegar og skrifaðar af einum þekktasta talmeinafræðingi landsins, Grafarvogsbúanum Ásthildi Bj. Snorradóttur . Bækurnar eru fyrir börn á aldrinum 2ja til 6 ára. Nýjasta bókin um Bínu er núna komin út; Bína fer í sveit , og er fjórða bókin í ritröðinni um þessa vinsælu dúkku sem lendir í ævintýrum og býr við málþroskafrávik og er fyrir vikið oft misskilin og jafnvel talin eitthvað eftir á. Hún er aldurslaus, þannig að hún hentar öllum börnum – og líka eldri börnum sem eiga í vandræðum, vantar færni í boðskiptum ásamt því að vera með slakan orðaforða.
Eftir Jón G. Hauksson 28. júlí 2025
FALIN PERLA! Gyllta sandströndin í Gufunesi er svo sannarlega falin perla þar sem allt iðar yfirleitt af lífi seinni partinn á daginn - svo ekki sé talað um á góðviðrisdögum. Sæþotur; Brynja Dögg með gufubaðið sitt Kríu sem slegið hefur í gegn; fjöldi dorgveiðimanna á gömlu Gufunesbryggjunni, (sem vel að merkja bannað er að fara út á); dyttað að skútum á þurru landi; fleiri gufur og síðast en ekki síst sjóað fólk í sjóbaði. Við höfum flutt fréttir að undanförnu af hinu iðandi mannlífi þarna. Sjá hér og hér . Það mætti svo sannarlega laga vegaslóðann meðfram kvikmyndaverinu Reykjavík Studios, gömlu áburðarverksmiðjunni, niður að hinni földu perlu; hann er aðeins of holóttur - það er aðeins of mörg göt á þessum osti , eins og sagði í auglýsingunni. En enginn lætur það svo sem á sig fá. Þær eru margar perlurnar í Grafarvoginum - en þessi er svolítið falin á bak við gömlu Marshall-aðstoðina; gömlu ábyrðarverksmiðjuna. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 25. júlí 2025
GUNNLAUGSSKARÐ. Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju þykir vera ábending um tíðarfar og loftslagsbreytingar. Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri, fylgdist með fönninni í skarðinu um langt skeið og skráði niður. Frekar hlýtt hefur verið í sumar og má gera ráð fyrir að snjórinn - punktarnir þrír efst í skarðinu á myndinni - hverfi á næsta hálfa mánuði ef fram fer sem horfir. Fannirnar hefur margoft leyst og Esjan snjólaus í lok sumars - oftast á árunum 1929 til 1964, eða 19 sinnum á þessu 35 ára tímabili. Sjá hér töflu um snjó og snjóleysi í Gunnlaugsskarði frá 1852 til dagsins í dag eða í um 175 ár. Það var kalt í veðri frá 1852 til 1929 og þá hurfu fannirnar í skarðinu aldrei á því tímabili. - JGH
Skoða fleiri fréttir