Skák

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. apríl 2025
Til hamingju HELGI ÁRNASON. Styrktarsjóður Hringfarans úthlutaði á miðvikudaginn fimm milljónum króna til barna- og unglingastarfs Skáksambands Íslands með því að stofna Skáksjóð Helga Árnasonar Styrktarsjóðurinn Hringfari er á forræði hjónanna Ásdísar Rósu Baldursdóttur og Kristjáns Gíslasonar . Hjónin hafa ferðast um allan heim á mótórhjólum og meðal annars gert heimildarmyndir og bækur um ferðalögin. Allur ágóði af sölu á því efni rennur í styrktarsjóðinn. Við athöfn á heimili þeirra Ásdísar og Kristjáns miðvikudaginn 9. apríl kom fram að þau vildu tileinka styrkinn Helga Árnasyni, fyrrverandi skólastjóra og skákfrömuði, sem hefði á síðustu 30 árum unnið ómetanlegt starf við uppbyggingu skáklistarinnar á Íslandi. Skáksjóður Helga Árnasonar væri til að heiðra Helga fyrir hans framlag og óeigingjarnt starf í þágu barna og unglinga. Helgi verður formaður 5 manna stjórnar Styrktarsjóðsins. Það voru fjölmargir gestir sem fögnuðu með Helga og hjónunum Ásdísi Rósu og Kristjáni. Meðal gesta voru borgarstjórahjónin Heiða Björg Hilmisdóttir og Hrannar Björn Arnarson, fulltrúar Skáksambands Íslands, vinir og bekkjarfélagar Helga og Ásdísar Rósu frá Kennaraháskóla Íslands. Styrktarsjóður Hringfarans hefur úthlutað alls 37 milljónum til góðgerðarmála. Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. apríl 2025
Til hamingju HELGI ÁRNASON. Styrktarsjóður Hringfarans úthlutaði á miðvikudaginn fimm milljónum króna til barna- og unglingastarfs Skáksambands Íslands með því að stofna Skáksjóð Helga Árnasonar Styrktarsjóðurinn Hringfari er á forræði hjónanna Ásdísar Rósu Baldursdóttur og Kristjáns Gíslasonar . Hjónin hafa ferðast um allan heim á mótórhjólum og meðal annars gert heimildarmyndir og bækur um ferðalögin. Allur ágóði af sölu á því efni rennur í styrktarsjóðinn. Við athöfn á heimili þeirra Ásdísar og Kristjáns miðvikudaginn 9. apríl kom fram að þau vildu tileinka styrkinn Helga Árnasyni, fyrrverandi skólastjóra og skákfrömuði, sem hefði á síðustu 30 árum unnið ómetanlegt starf við uppbyggingu skáklistarinnar á Íslandi. Skáksjóður Helga Árnasonar væri til að heiðra Helga fyrir hans framlag og óeigingjarnt starf í þágu barna og unglinga. Helgi verður formaður 5 manna stjórnar Styrktarsjóðsins. Það voru fjölmargir gestir sem fögnuðu með Helga og hjónunum Ásdísi Rósu og Kristjáni. Meðal gesta voru borgarstjórahjónin Heiða Björg Hilmisdóttir og Hrannar Björn Arnarson, fulltrúar Skáksambands Íslands, vinir og bekkjarfélagar Helga og Ásdísar Rósu frá Kennaraháskóla Íslands. Styrktarsjóður Hringfarans hefur úthlutað alls 37 milljónum til góðgerðarmála. Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. mars 2025
LISTAVERK. Það er með eindæmum ánægjulegt hversu mikill skákáhugi er hjá ungu kynslóðinni í Grafarvogi og þar á Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, mesta heiðurinn af mörgum sem leggja hönd á plóginn í þessari göfugu íþrótt. Þessa mynd frá helga rákumst við á og sýnir að það er gaman á æfingum - það er líka fyrir mestu. Þessar tvær stúlkur fengu þá hugmynd að búa til listaverk úr kössunum utan af skákklukkunum. Byrjuðu að raða þeim upp og spennan gekk út á hersu hátt væri hægt að raða án þess að listaverkið gæfi eftir. Stórskemmtileg mynd. Vel gert! Og auðvitað fáum við að sjá myndina þar sem listaverkið er í fullri stærð með þessum stoltu listamönnum.
Eftir Jón G. Hauksson
•
5. mars 2025
Skák og mát. Það er svo sannarlega fyllsta ástæða til að vekja athygli á hinum mikla skákáhuga í Grafarvogi - og hann skilar sér svo sannarlega í sætum sigrum; titlum, tilhlökkun og ánægju. Þannig fóru Rimaskólakrakkar með himinskautum á Reykjavíkurmóti grunnskóla 2025 á dögunum og tóku alla titlana. Mótið er samstarfsverkefni ÍTR og TR. Alls mættu 30 krakkar úr Rimaskóla á barnaskólastigum. Teflt var í tveimur flokkum, 1. - 3. bekk og 4. - 7. bekk. Tefldar voru 7 umferðir og verðlaunagripir og nokkrir bikarar í boði. Í stuttu máli þá unnu skáksveitir Rimaskóla alla bikarana nokkuð örugglega. Áhugi og ánægja einkenndi alla þá rúmlega 30 krakka sem tefldu fyrir Rimaskóla og smitaðist sú gleði inn í foreldrahópinn sem fylgdist vel með og mætti með krökkunum á skákstað. Meðfylgjandi myndir eru af verðlaunahöfum og Rimaskólakrökkum að tafli. Vel gert; til hamingju Rimaskóli!

Eftir Jón G. Hauksson
•
28. febrúar 2025
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2024-25 hófst í gærkvöldi í Rimaskóla með sjöttu umferð í úrvalsdeild. Fjölnismenn herða tökin og halda áfram að sigla lygnan sjó í átt að titilvörn sinni á Íslandsmóti Skákfélaga. Fjölnismenn lögðu TG að velli en á sama tíma töpuðu einu sveitirnar sem áttu fræðilegan möguleika á að ná Fjölnismönnum, TR og KR, sínum viðureignum. Fjölnismenn hafa 5 stiga forskot og þörf er á kraftaverki svo þeir verji ekki Íslandsmeistaratitil sinn. Áfram Fjölnir! Teflt er í Rimaskóla í kvöld, föstudagskvöld, og um helgina á laugardag og sunnudag.

Eftir Jón G. Hauksson
•
21. febrúar 2025
Skáklífið blómstrar. Það er ekki hægt annað en dást að hinu ótrúlega öfluga skáklífi ungmenna í Grafarvogi og innan skákdeildar Fjölnis. Maðurinn á bak við þetta allt saman er auðvitað Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla , sem hefur unnið að því af líf og sál við að breiða út skáklistina og kveikja áhuga ungmenna á íþróttinni til margra ára - sem hefur skilað sér í nokkrum stórmeisturum sem við Grafarvogsbúar eigum. Helgi heldur utan um vikulegar skákæfingar og sinnir krökkunum af kostgæfni. Jafnframt er hann duglegur við að setja inn fréttir á Facebook - skákdeild Fjölnis - um æfingar og keppnir. Nýlega var hann með frétt með fyrirsögninni: Jafnt í verðlaunum - stelpur og strákar. Þar sagði: „50 þátttakendur mættir og 6 leiðbeinendur. Allt gengur þá smurt fyrir sig. Skúffukaka, 22 verðlaun og happdrætti. Líkt og áður skipta stelpur og strákar nokkuð jafnt á milli sín verðlaunum. Þannig reyndist það líka í gær.“ Og áfram: „Rökkvi var sigurvegari dagsins, vann allar skákirnar sínar. Aðrir í verðlaunasætum voru þau Ingi Hrafn, Elsa Margrét, Sigrún Tara, Tristan Fannar, Ómar Jón, Tara Líf, Emilía S., Karen Birta og Walter. Síðustu „heiðursblöðrurnar“ voru afhentar á þessari 6. skákæfingu á árinu 2025. Þau Ómar Jón og Karen Birta unnu bláu og bleiku blöðrurnar. Á bókasafni vann Helgi Tómas allar sínar skákir. Aðrir í verðlaunasætum voru þau Jón Ólafur, Elsa María og Ágústa. Alexander Oliver hafði umsjón með hópnum að þessu sinni.“ Þetta er auðvitað ekkert annað en frábært – og hafðu þökk Helga fyrir eljuna við að búa til skáksnillinga í Grafarvogi; ár eftir ár!
Eftir Jón G. Hauksson
•
11. febrúar 2025
Skáklistin dafnar vel í Grafarvog og setur svip sinn á starf Fjölnis. Og heldur betur því Dagur Ragnarsson , Íslandsmeistari í atskák 2024 og Skákmeistari Reykjavíkur 2024 var kjörinn íþróttamaður Fjölnis 2024 og hin efnilega skákkona Emilía Embla B. Berglindardóttir var við sama tækifæri valin skákkona Fjölnis. Þetta var kunngjört á uppskeruhátíð Fjölnis sem haldin var í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrir jól og kemur fram í frétt Skákdeildar Fjölnis á Facebook sem Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri í Rimaskóla, heldur utan um. Helgi hefur unnið kraftaverk fyrir skáklífið hér í Grafarvogi og fyrir vikið er áhugi á skák mikill og árangurinn eftir því. Í umsögninni um Dag kemur meðal annars fram að hann hefði byrjað árið 2024 með þátttöku í Meistaramóti Reykjavíkur þar sem hann sigraði mótið með 8 vinninga af 9 mögulegum og hlaut titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2024 . „Núna í lok ársins varð hann einnig Skákmeistari Garðabæjar. Skáksveit Fjölnis varð Íslandsmeistari skákfélaga árið 2024 í fyrsta sinn á 20 ára afmælisári. Dagur Ragnarsson var einn af lykilmönnum sveitarinnar. Fjölnir vann allar 10 viðureignir Úrvalsdeildar 2023 - 2024 eitthvað sem aldrei hafði áður gerst. Önnur afrek Dags á sviði skáklistarinnar á árinu 2024 eru sigur á Boðsmóti TR, sigur á maímótaröð TR og TG og nú síðast sigur ásamt 4 öðrum skákmönnum á alþjóðlega skákmótinu „Amsterdam Open A flokki“ í október sl. Dagur hefur ávallt teflt undir merkjum Skákdeildar Fjölnis og áður með skáksveitum Rimaskóla sem vann NM grunnskólasveita þrívegis á þeim tíma sem Dagur Ragnarsson var í sveitinni.“ Emilía Embla B. Berglindardóttir Í umsögn um Emilíu Emblu segir meðal annars að hún sé án efa ein efnilegasta skákkona landsins meðal stúlkna í barna-og unglingaflokki. „Á árinu var Emilía Embla ein af fulltrúum Íslands á Norðurlandamóti stúlkna og Evrópumóti ungmenna sem haldið var í Prag í ágúst sl.“ Fram kemur að Emilía Embla sé afar virk og sigursæl skákkona. „Hún hefur verið efst stúlkna á öllum bikarsyrpumótum TR sem hún hefur tekið þátt í. Hún vann fyrsta mótið af fimm fyrirhuguðum bikarsyrpumótum Skáksambandsins í flokki stúlkna í byrjun nóvember sl. og leiðir stúlknasveitir Rimaskóla sem eru Íslandsmeistarar grunnskóla. Emilía Embla er fyrirmynd allra þeirra fjölmörgu stúlkna sem sækja skákæfingar Skákdeildar Fjölnis alla fimmtudaga,“ segir í frétt Skákdeildar Fjölnis á Facebook.