Skák

Eftir Jón G. Hauksson
•
16. janúar 2026
Það er allt komið á fullt í skákinni hjá Fjölni eftir jólahald og mættu 50 krakkar spenntir á fyrstu æfinguna. Mikil samheldni er hjá krökkunum þrátt fyrir að þeir takist á við taflborðið og heyi þar hverja orrustuna af annarri á hvítu reitunum og svörtu - og þar sem kóngar eru felldir eða gefast upp. Í frétt frá skákdeildinni segir að teflt hafi verið var á tveimur stöðum og auk Helga Árnasonar stýrðu æfingunni ungmennin Sóley Kría, Ingi Hrafn, Emilía Embla og Emilía sem stóðu sig frábærlega og ná vel til krakkanna. Strákarnir deildu efstu sætunum í fjölmennari flokknum en í yngri hópnum var það skákdrottningin Elsa María sem skaut öllum sínum andstæðingum ref fyrir rass. Ósigrandi í dag. Victor í 1. bekk, Martin og Jana komu næst að vinningum. Arthur í Borgaskóla kom „heitur“ á skákæfinguna og reyndist sigurvegari dagsins með 5 vinninga af 5 mögulegum. Aðrir verðlaunahafar. Anh, Ómar Jón, Kristófer Jökull, Helgi Tómas, Alexander Kári, ELMA, Patrekur, Sævar Svan og Erlendur. PEDRO - hetja dagsins var valinn Bjartur sem hefur reynst afar hjálplegur við uppröðun og frágang hverrar æfingar og bætt árangur sinn mikið í skáklistinni. Næsta æfing 22. jan. næsta fimmtudag og það verður ekki minna fjör þá - eða nammiát eftir orrusturnar. Myndir eftir Helga Árnason. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
16. janúar 2026
Það er allt komið á fullt í skákinni hjá Fjölni eftir jólahald og mættu 50 krakkar spenntir á fyrstu æfinguna. Mikil samheldni er hjá krökkunum þrátt fyrir að þeir takist á við taflborðið og heyi þar hverja orrustuna af annarri á hvítu reitunum og svörtu - og þar sem kóngar eru felldir eða gefast upp. Í frétt frá skákdeildinni segir að teflt hafi verið var á tveimur stöðum og auk Helga Árnasonar stýrðu æfingunni ungmennin Sóley Kría, Ingi Hrafn, Emilía Embla og Emilía sem stóðu sig frábærlega og ná vel til krakkanna. Strákarnir deildu efstu sætunum í fjölmennari flokknum en í yngri hópnum var það skákdrottningin Elsa María sem skaut öllum sínum andstæðingum ref fyrir rass. Ósigrandi í dag. Victor í 1. bekk, Martin og Jana komu næst að vinningum. Arthur í Borgaskóla kom „heitur“ á skákæfinguna og reyndist sigurvegari dagsins með 5 vinninga af 5 mögulegum. Aðrir verðlaunahafar. Anh, Ómar Jón, Kristófer Jökull, Helgi Tómas, Alexander Kári, ELMA, Patrekur, Sævar Svan og Erlendur. PEDRO - hetja dagsins var valinn Bjartur sem hefur reynst afar hjálplegur við uppröðun og frágang hverrar æfingar og bætt árangur sinn mikið í skáklistinni. Næsta æfing 22. jan. næsta fimmtudag og það verður ekki minna fjör þá - eða nammiát eftir orrusturnar. Myndir eftir Helga Árnason. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson
•
16. desember 2025
Krakkarnir í Rimaskóla stóðu sig heldur betur vel á jólaskákmóti grunnskólanna sem var á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur sl. sunnudag, 14. desember. Skáksveitir skólans lentu allar í efstu sætum og unnu til verðlauna - enda breiddin mikil og enga veika hlekki að finna. Rimaskóli vann örugglega báða flokkana á barnaskólastigi og voru líka með sterkustu B-sveitirnar. Á unglingastigi varð skólinn í öðru sæti á eftir Réttarholtsskóla en þessir tveir skólar voru með áberandi bestu sveitirnar. Hver skáksveit er skipuð 4 nemendum auk varamanna. Teflt er í þremur aldursflokkum og sendi Rimaskóli tvær skáksveitir í hvern flokk. Það er auðvitað frábær árangur að taka báða flokkana á barnaskólastigi og heyja harða baráttu við Réttarholtsskóla um efsta sætið í unglingaflokki. Skákkennari Rimaskóla er Björn Ívar Karlsson, skólastjóri Skákskóla Íslands , en umsjónarmaður með skákstarfi skólans er Helgi Árnason , fyrrverandi skólastjóri skólans og formaður Skákdeildar Fjölnis. Til hamingju Rimaskóli og þið sem teflið fyrir hönd skólans - og eruð okkur í Grafarvogi til svo mikils sóma. Áfram þið. Takk, takk. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
15. desember 2025
Þau eru svo sannarlega afreksfólk í íþróttum Annað árið í röð voru þau Emilía Embla og Dagur valin skákmennn Fjölnis 2025. Á glæsilegri uppskeruhátíð Fjölnis í Keiluhöllinni á dögunum var tilkynnt um val á afreks-íþróttafólki félagsins í öllum deildum. Skákdeildin valdi Emilíu Emblu B. Berglindardóttur skákkonu Fjölnis 2025 og Dag Ragnarsson skákkarl Fjölnis 2025. Til hamingju, þið eruð miklar fyrirmyndir í hinu framúrskarandi skákstarfi Fjölnis. Dagur er einn af lykilmönnum í hinni sigursælu Íslandsmeistarasveit Fjölnis sem sigraði á Íslandsmóti skákfélaga í vor með fullu húsi vinninga. Dagur tefldi með landsliði Íslands á EM landsliða í skák sem fram fór í Georgíu í október sl. Emilía Embla er Íslandsmeistari stúlkna í flokki U14 og einnig stúlknameistari Reykjavíkur, annað árið í röð. Hún er í skáksveit Rimaskóla sem vann Íslandsmót barnaskólasveita og náði 3. sæti á NM barnaskólasveita í Finnlandi nú í haust. Skákdeild Fjölnis óskar þeim Emilíu Emblu og Degi hjartanlega til hamingju með heiðurinn. ( Ljósm: Gunnar Jónatansson ). - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
24. október 2025
Mikið er ánægjulegt hversu öflugt starf er unnið hjá Skákdeild Fjölnis undir styrkri forystu Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla. Tólf ungir snillingar úr Fjölni héldu utan í gær til að taka þátt í hinu alþjóðlega og fjölmenna skákmóti Amsterdam Chess Open og verður teflt um helgina af fullum krafti. Keppnin hófst í morgun. Fararstjóri er Helgi Árnason, formaður skákdeildar Fjölnis, og með hópnum eru foreldrar, eða tíu mömmur, eins og Helgi orðaði það í samtali við Grafarvog.is - JGH
Eftir Jón G. Hauksson
•
16. september 2025
„Þetta gekk alveg glimrandi vel og krakkarnir komu vel undirbúin til leiks, sýndu baráttu og þolinmæði, yfirvegaða taflmennsku og vandaða tækni,“ segir Helgi Árnason , fararstjóri skáksveitar Rimaskóla sem tefldi á Norðurlandamóti barnaskólasveita í Helsinki í Finnlandi um nýliðna helgi, dagana 12. - 14. september. Skáksveit Rimaskóla endaði í 3ja sæti mótsins og unnu bronsverðlaunin sem gladdi mjög eftir jafna baráttu. Norski Slemdal-skólinn hafði nokkra yfirburði á mótinu en skólarnir 2. - 5. sæti börðust um hin tvö verðlaunasætin. Í skáksveit Rimaskóla á mótinu voru þau Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Emilía Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir. Að sögn Helga Árnasonar var ferðin í alla staði vel heppnuð og ánægjuleg og vel staðið að mótinu. Teflt var í húsnæði finnska skáksambandsins og sýnt beint frá öllum skákum mótsins. Gist var á glænýju hóteli Sokos -Tripla sem er í einhverri stærstu verslunarmiðstöð Norðurlandanna. Þetta var í 17. skipti sem Rimaskóli vinnur sér inn þátttöku á Norðurlandamóti grunn- og barnaskólasveita. Skólinn hefur unnið í sex skipti, tvívegis endað í öðru sæti og fimm sinnum hreppt bronsverðlauin. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. september 2025
Hann er magnaður áhugi barna og unglinga á skákinni í Grafarvogi enda starfið í skákdeild Fjölnis sérlega gott. Á æfinginni í gær var setið við öll borð en þá mættu tæplega 60 krakkar á skákæfinguna. Það sem meira var; fjöldi nýrra barna mætti á fyrstu æfingu vetrarins í síðustu viku og þau mættu svo öll aftur í gær, sæl og ánægð. Mjög svo ánægjulegt. Að sögn Helga Árnasonar , formanns skákdeildar Fjölnis, hjálpar það mjög við að stýra æfingunum að foreldrar fylgja þeim yngstu á æfingarnar. Hann segir að tveir yngstu hóparnir hafi fyllst strax í síðustu viku og að „opni flokkurinn“ sé að venju fjölmennastur með 32 þátttakendur. Sex efstu stelpurnar og sex efstu strákarnir unnu til verðlauna og það voru nákvæmlega þau tólf efstu; Emilía S., Ómar Jón, Rökkvi, Anh, Sigrún Tara, Helgi Tómas, Tara Líf, Alexander Kári, Elsa Margrét, Alexander Leó, Elma Karen og Karen Birta.
Eftir Jón G. Hauksson
•
10. september 2025
Fjórar stúlkur eru á meðal fimm keppenda í skáksveit Rimaskóla sem er á leiðinni til Helsinki í Finnlandi til að keppa á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák. Skáksveitin er Íslandsmeistari barnaskólasveita 2025 og hefur Rimaskóli unnið Norðurlandamótið í sex skipti, oftar en nokkur annar skóli á Norðulöndunum. Þetta verður spennandi mót og óskar Grafarvogur.net okkar fólki úr Grafarvoginum alls hins besta á mótinu. Skáksveit Rimaskóla skipa þau Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Emilía Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir . Fjórar stúlkur eru í skáksveitinni og er það einsdæmi. Þjálfari krakkanna er Björn Ívar Karlsson, skákkennari skólans, en fararstjóri er Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis. Þetta mun vera í 17. skipti sem skáksveit Rimaskóla vinnur sér þátttökurétt á Norðurlandamót barna-og grunnskólasveita. Hópurinn flýgur til Finnlands á föstudagsmorgun 12. sept. Mótið verður haldið dagana 12. - 14. september í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Forseti Skáksambands Íslands, Jóhanna Björg Jóhannsdótti r, er hér með hinni öflugu skáksveit á meðfylgjandi mynd ásamt Helga Árnasyni fararstjóra. - JGH



