Skák


Eftir Jón G. Hauksson 24. október 2025
Mikið er ánægjulegt hversu öflugt starf er unnið hjá Skákdeild Fjölnis undir styrkri forystu Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla. Tólf ungir snillingar úr Fjölni héldu utan í gær til að taka þátt í hinu alþjóðlega og fjölmenna skákmóti Amsterdam Chess Open og verður teflt um helgina af fullum krafti. Keppnin hófst í morgun. Fararstjóri er Helgi Árnason, formaður skákdeildar Fjölnis, og með hópnum eru foreldrar, eða tíu mömmur, eins og Helgi orðaði það í samtali við Grafarvog.is - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 24. október 2025
Mikið er ánægjulegt hversu öflugt starf er unnið hjá Skákdeild Fjölnis undir styrkri forystu Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla. Tólf ungir snillingar úr Fjölni héldu utan í gær til að taka þátt í hinu alþjóðlega og fjölmenna skákmóti Amsterdam Chess Open og verður teflt um helgina af fullum krafti. Keppnin hófst í morgun. Fararstjóri er Helgi Árnason, formaður skákdeildar Fjölnis, og með hópnum eru foreldrar, eða tíu mömmur, eins og Helgi orðaði það í samtali við Grafarvog.is - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 16. september 2025
„Þetta gekk alveg glimrandi vel og krakkarnir komu vel undirbúin til leiks, sýndu baráttu og þolinmæði, yfirvegaða taflmennsku og vandaða tækni,“ segir Helgi Árnason , fararstjóri skáksveitar Rimaskóla sem tefldi á Norðurlandamóti barnaskólasveita í Helsinki í Finnlandi um nýliðna helgi, dagana 12. - 14. september. Skáksveit Rimaskóla endaði í 3ja sæti mótsins og unnu bronsverðlaunin sem gladdi mjög eftir jafna baráttu. Norski Slemdal-skólinn hafði nokkra yfirburði á mótinu en skólarnir 2. - 5. sæti börðust um hin tvö verðlaunasætin. Í skáksveit Rimaskóla á mótinu voru þau Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Emilía Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir. Að sögn Helga Árnasonar var ferðin í alla staði vel heppnuð og ánægjuleg og vel staðið að mótinu. Teflt var í húsnæði finnska skáksambandsins og sýnt beint frá öllum skákum mótsins. Gist var á glænýju hóteli Sokos -Tripla sem er í einhverri stærstu verslunarmiðstöð Norðurlandanna. Þetta var í 17. skipti sem Rimaskóli vinnur sér inn þátttöku á Norðurlandamóti grunn- og barnaskólasveita. Skólinn hefur unnið í sex skipti, tvívegis endað í öðru sæti og fimm sinnum hreppt bronsverðlauin. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 12. september 2025
Hann er magnaður áhugi barna og unglinga á skákinni í Grafarvogi enda starfið í skákdeild Fjölnis sérlega gott. Á æfinginni í gær var setið við öll borð en þá mættu tæplega 60 krakkar á skákæfinguna. Það sem meira var; fjöldi nýrra barna mætti á fyrstu æfingu vetrarins í síðustu viku og þau mættu svo öll aftur í gær, sæl og ánægð. Mjög svo ánægjulegt. Að sögn Helga Árnasonar , formanns skákdeildar Fjölnis, hjálpar það mjög við að stýra æfingunum að foreldrar fylgja þeim yngstu á æfingarnar. Hann segir að tveir yngstu hóparnir hafi fyllst strax í síðustu viku og að „opni flokkurinn“ sé að venju fjölmennastur með 32 þátttakendur. Sex efstu stelpurnar og sex efstu strákarnir unnu til verðlauna og það voru nákvæmlega þau tólf efstu; Emilía S., Ómar Jón, Rökkvi, Anh, Sigrún Tara, Helgi Tómas, Tara Líf, Alexander Kári, Elsa Margrét, Alexander Leó, Elma Karen og Karen Birta.
Eftir Jón G. Hauksson 10. september 2025
Fjórar stúlkur eru á meðal fimm keppenda í skáksveit Rimaskóla sem er á leiðinni til Helsinki í Finnlandi til að keppa á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák. Skáksveitin er Íslandsmeistari barnaskólasveita 2025 og hefur Rimaskóli unnið Norðurlandamótið í sex skipti, oftar en nokkur annar skóli á Norðulöndunum. Þetta verður spennandi mót og óskar Grafarvogur.net okkar fólki úr Grafarvoginum alls hins besta á mótinu. Skáksveit Rimaskóla skipa þau Tristan Fannar Jónsson, Emilía Embla B. Berglindardóttir, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Emilía Sigurðardóttir og Tara Líf Ingadóttir . Fjórar stúlkur eru í skáksveitinni og er það einsdæmi. Þjálfari krakkanna er Björn Ívar Karlsson, skákkennari skólans, en fararstjóri er Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis. Þetta mun vera í 17. skipti sem skáksveit Rimaskóla vinnur sér þátttökurétt á Norðurlandamót barna-og grunnskólasveita. Hópurinn flýgur til Finnlands á föstudagsmorgun 12. sept. Mótið verður haldið dagana 12. - 14. september í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Forseti Skáksambands Íslands, Jóhanna Björg Jóhannsdótti r, er hér með hinni öflugu skáksveit á meðfylgjandi mynd ásamt Helga Árnasyni fararstjóra. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 14. maí 2025
FJÖR OG FIMI Í SKÁK! Það var bæði fjör og skákfimi á hinu vinsæla Sumarskákmóti Fjölnis sem haldið var í tuttugasta skiptið á dögunum. Þátttakan brást ekki frekar en fyrri daginn því 101 skráði sig til leiks. Rótarý gaf öll verðlaunin og Helgi Áss Grétarsson, Íslandsmeistari í skák, mætti og tefldi fjöltefli í klukkustund á tólf borðum. Krakkarnir hópuðust í kringum Íslandsmeistarann. Sigurvegrar og handhafar Rótarý-bikarana að þessu sinni voru þau Theodór Helgi Eiríksson, Foldaskóla í eldri flokki, Dagur Sverrisson, Vesturbæjarskóla í yngri flokki, og Sigrún Tara Sigurðardóttir , Rimaskóla í stúlknaflokki.
Eftir Jón G. Hauksson 26. mars 2025
LISTAVERK. Það er með eindæmum ánægjulegt hversu mikill skákáhugi er hjá ungu kynslóðinni í Grafarvogi og þar á Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, mesta heiðurinn af mörgum sem leggja hönd á plóginn í þessari göfugu íþrótt. Þessa mynd frá helga rákumst við á og sýnir að það er gaman á æfingum - það er líka fyrir mestu. Þessar tvær stúlkur fengu þá hugmynd að búa til listaverk úr kössunum utan af skákklukkunum. Byrjuðu að raða þeim upp og spennan gekk út á hersu hátt væri hægt að raða án þess að listaverkið gæfi eftir. Stórskemmtileg mynd. Vel gert! Og auðvitað fáum við að sjá myndina þar sem listaverkið er í fullri stærð með þessum stoltu listamönnum.
Eftir Jón G. Hauksson 5. mars 2025
Skák og mát. Það er svo sannarlega fyllsta ástæða til að vekja athygli á hinum mikla skákáhuga í Grafarvogi - og hann skilar sér svo sannarlega í sætum sigrum; titlum, tilhlökkun og ánægju. Þannig fóru Rimaskólakrakkar með himinskautum á Reykjavíkurmóti grunnskóla 2025 á dögunum og tóku alla titlana. Mótið er samstarfsverkefni ÍTR og TR. Alls mættu 30 krakkar úr Rimaskóla á barnaskólastigum. Teflt var í tveimur flokkum, 1. - 3. bekk og 4. - 7. bekk. Tefldar voru 7 umferðir og verðlaunagripir og nokkrir bikarar í boði. Í stuttu máli þá unnu skáksveitir Rimaskóla alla bikarana nokkuð örugglega. Áhugi og ánægja einkenndi alla þá rúmlega 30 krakka sem tefldu fyrir Rimaskóla og smitaðist sú gleði inn í foreldrahópinn sem fylgdist vel með og mætti með krökkunum á skákstað. Meðfylgjandi myndir eru af verðlaunahöfum og Rimaskólakrökkum að tafli. Vel gert; til hamingju Rimaskóli!
Skoða fleiri fréttir