Skák

Eftir Jón G. Hauksson
•
19. maí 2025
Skákdeild Fjölnis bauð upp á skákbúðir á Snæfellsnesi um helgina þar sem stórmeistarinn Helgi Ólafsson leiðbeindi krökkunum. Afar vel heppnað framtak en um 20 krakkar úr Fjölni tóku þátt og fóru í ferðina vestur. Ekið var með rútu til Ólafsvíkur á laugardeginum þar sem krakkarnir tóku þátt í Minningarmóti Ottós og Gunnars. Um var að ræða glæsilegasta skákmót ársins þegar vinningar og veitingar eru annars vegar. Á þessu 100 manna móti stóðu krakkarnir sig mjög vel og unnu m.a. til þriggja eignabikara og 75.000 kr í verðlaunafé.

Eftir Jón G. Hauksson
•
19. maí 2025
Skákdeild Fjölnis bauð upp á skákbúðir á Snæfellsnesi um helgina þar sem stórmeistarinn Helgi Ólafsson leiðbeindi krökkunum. Afar vel heppnað framtak en um 20 krakkar úr Fjölni tóku þátt og fóru í ferðina vestur. Ekið var með rútu til Ólafsvíkur á laugardeginum þar sem krakkarnir tóku þátt í Minningarmóti Ottós og Gunnars. Um var að ræða glæsilegasta skákmót ársins þegar vinningar og veitingar eru annars vegar. Á þessu 100 manna móti stóðu krakkarnir sig mjög vel og unnu m.a. til þriggja eignabikara og 75.000 kr í verðlaunafé.

Eftir Jón G. Hauksson
•
14. maí 2025
FJÖR OG FIMI Í SKÁK! Það var bæði fjör og skákfimi á hinu vinsæla Sumarskákmóti Fjölnis sem haldið var í tuttugasta skiptið á dögunum. Þátttakan brást ekki frekar en fyrri daginn því 101 skráði sig til leiks. Rótarý gaf öll verðlaunin og Helgi Áss Grétarsson, Íslandsmeistari í skák, mætti og tefldi fjöltefli í klukkustund á tólf borðum. Krakkarnir hópuðust í kringum Íslandsmeistarann. Sigurvegrar og handhafar Rótarý-bikarana að þessu sinni voru þau Theodór Helgi Eiríksson, Foldaskóla í eldri flokki, Dagur Sverrisson, Vesturbæjarskóla í yngri flokki, og Sigrún Tara Sigurðardóttir , Rimaskóla í stúlknaflokki.

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. mars 2025
LISTAVERK. Það er með eindæmum ánægjulegt hversu mikill skákáhugi er hjá ungu kynslóðinni í Grafarvogi og þar á Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, mesta heiðurinn af mörgum sem leggja hönd á plóginn í þessari göfugu íþrótt. Þessa mynd frá helga rákumst við á og sýnir að það er gaman á æfingum - það er líka fyrir mestu. Þessar tvær stúlkur fengu þá hugmynd að búa til listaverk úr kössunum utan af skákklukkunum. Byrjuðu að raða þeim upp og spennan gekk út á hersu hátt væri hægt að raða án þess að listaverkið gæfi eftir. Stórskemmtileg mynd. Vel gert! Og auðvitað fáum við að sjá myndina þar sem listaverkið er í fullri stærð með þessum stoltu listamönnum.
Eftir Jón G. Hauksson
•
5. mars 2025
Skák og mát. Það er svo sannarlega fyllsta ástæða til að vekja athygli á hinum mikla skákáhuga í Grafarvogi - og hann skilar sér svo sannarlega í sætum sigrum; titlum, tilhlökkun og ánægju. Þannig fóru Rimaskólakrakkar með himinskautum á Reykjavíkurmóti grunnskóla 2025 á dögunum og tóku alla titlana. Mótið er samstarfsverkefni ÍTR og TR. Alls mættu 30 krakkar úr Rimaskóla á barnaskólastigum. Teflt var í tveimur flokkum, 1. - 3. bekk og 4. - 7. bekk. Tefldar voru 7 umferðir og verðlaunagripir og nokkrir bikarar í boði. Í stuttu máli þá unnu skáksveitir Rimaskóla alla bikarana nokkuð örugglega. Áhugi og ánægja einkenndi alla þá rúmlega 30 krakka sem tefldu fyrir Rimaskóla og smitaðist sú gleði inn í foreldrahópinn sem fylgdist vel með og mætti með krökkunum á skákstað. Meðfylgjandi myndir eru af verðlaunahöfum og Rimaskólakrökkum að tafli. Vel gert; til hamingju Rimaskóli!

Eftir Jón G. Hauksson
•
28. febrúar 2025
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2024-25 hófst í gærkvöldi í Rimaskóla með sjöttu umferð í úrvalsdeild. Fjölnismenn herða tökin og halda áfram að sigla lygnan sjó í átt að titilvörn sinni á Íslandsmóti Skákfélaga. Fjölnismenn lögðu TG að velli en á sama tíma töpuðu einu sveitirnar sem áttu fræðilegan möguleika á að ná Fjölnismönnum, TR og KR, sínum viðureignum. Fjölnismenn hafa 5 stiga forskot og þörf er á kraftaverki svo þeir verji ekki Íslandsmeistaratitil sinn. Áfram Fjölnir! Teflt er í Rimaskóla í kvöld, föstudagskvöld, og um helgina á laugardag og sunnudag.

Eftir Jón G. Hauksson
•
21. febrúar 2025
Skáklífið blómstrar. Það er ekki hægt annað en dást að hinu ótrúlega öfluga skáklífi ungmenna í Grafarvogi og innan skákdeildar Fjölnis. Maðurinn á bak við þetta allt saman er auðvitað Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla , sem hefur unnið að því af líf og sál við að breiða út skáklistina og kveikja áhuga ungmenna á íþróttinni til margra ára - sem hefur skilað sér í nokkrum stórmeisturum sem við Grafarvogsbúar eigum. Helgi heldur utan um vikulegar skákæfingar og sinnir krökkunum af kostgæfni. Jafnframt er hann duglegur við að setja inn fréttir á Facebook - skákdeild Fjölnis - um æfingar og keppnir. Nýlega var hann með frétt með fyrirsögninni: Jafnt í verðlaunum - stelpur og strákar. Þar sagði: „50 þátttakendur mættir og 6 leiðbeinendur. Allt gengur þá smurt fyrir sig. Skúffukaka, 22 verðlaun og happdrætti. Líkt og áður skipta stelpur og strákar nokkuð jafnt á milli sín verðlaunum. Þannig reyndist það líka í gær.“ Og áfram: „Rökkvi var sigurvegari dagsins, vann allar skákirnar sínar. Aðrir í verðlaunasætum voru þau Ingi Hrafn, Elsa Margrét, Sigrún Tara, Tristan Fannar, Ómar Jón, Tara Líf, Emilía S., Karen Birta og Walter. Síðustu „heiðursblöðrurnar“ voru afhentar á þessari 6. skákæfingu á árinu 2025. Þau Ómar Jón og Karen Birta unnu bláu og bleiku blöðrurnar. Á bókasafni vann Helgi Tómas allar sínar skákir. Aðrir í verðlaunasætum voru þau Jón Ólafur, Elsa María og Ágústa. Alexander Oliver hafði umsjón með hópnum að þessu sinni.“ Þetta er auðvitað ekkert annað en frábært – og hafðu þökk Helga fyrir eljuna við að búa til skáksnillinga í Grafarvogi; ár eftir ár!
Eftir Jón G. Hauksson
•
11. febrúar 2025
Skáklistin dafnar vel í Grafarvog og setur svip sinn á starf Fjölnis. Og heldur betur því Dagur Ragnarsson , Íslandsmeistari í atskák 2024 og Skákmeistari Reykjavíkur 2024 var kjörinn íþróttamaður Fjölnis 2024 og hin efnilega skákkona Emilía Embla B. Berglindardóttir var við sama tækifæri valin skákkona Fjölnis. Þetta var kunngjört á uppskeruhátíð Fjölnis sem haldin var í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrir jól og kemur fram í frétt Skákdeildar Fjölnis á Facebook sem Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri í Rimaskóla, heldur utan um. Helgi hefur unnið kraftaverk fyrir skáklífið hér í Grafarvogi og fyrir vikið er áhugi á skák mikill og árangurinn eftir því. Í umsögninni um Dag kemur meðal annars fram að hann hefði byrjað árið 2024 með þátttöku í Meistaramóti Reykjavíkur þar sem hann sigraði mótið með 8 vinninga af 9 mögulegum og hlaut titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2024 . „Núna í lok ársins varð hann einnig Skákmeistari Garðabæjar. Skáksveit Fjölnis varð Íslandsmeistari skákfélaga árið 2024 í fyrsta sinn á 20 ára afmælisári. Dagur Ragnarsson var einn af lykilmönnum sveitarinnar. Fjölnir vann allar 10 viðureignir Úrvalsdeildar 2023 - 2024 eitthvað sem aldrei hafði áður gerst. Önnur afrek Dags á sviði skáklistarinnar á árinu 2024 eru sigur á Boðsmóti TR, sigur á maímótaröð TR og TG og nú síðast sigur ásamt 4 öðrum skákmönnum á alþjóðlega skákmótinu „Amsterdam Open A flokki“ í október sl. Dagur hefur ávallt teflt undir merkjum Skákdeildar Fjölnis og áður með skáksveitum Rimaskóla sem vann NM grunnskólasveita þrívegis á þeim tíma sem Dagur Ragnarsson var í sveitinni.“ Emilía Embla B. Berglindardóttir Í umsögn um Emilíu Emblu segir meðal annars að hún sé án efa ein efnilegasta skákkona landsins meðal stúlkna í barna-og unglingaflokki. „Á árinu var Emilía Embla ein af fulltrúum Íslands á Norðurlandamóti stúlkna og Evrópumóti ungmenna sem haldið var í Prag í ágúst sl.“ Fram kemur að Emilía Embla sé afar virk og sigursæl skákkona. „Hún hefur verið efst stúlkna á öllum bikarsyrpumótum TR sem hún hefur tekið þátt í. Hún vann fyrsta mótið af fimm fyrirhuguðum bikarsyrpumótum Skáksambandsins í flokki stúlkna í byrjun nóvember sl. og leiðir stúlknasveitir Rimaskóla sem eru Íslandsmeistarar grunnskóla. Emilía Embla er fyrirmynd allra þeirra fjölmörgu stúlkna sem sækja skákæfingar Skákdeildar Fjölnis alla fimmtudaga,“ segir í frétt Skákdeildar Fjölnis á Facebook.