Kirkjan


Eftir Jón G. Hauksson 29. nóvember 2025
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og á mörgum heimilum er hann haldinn hátíðlegur og víða hefð fyrir því að fjölskyldur komi saman til að hefja undirbúning jóla; svo sem að baka smákökur, skera laufabrauð, skreyta, setja upp jólakransinn og kveikja á fyrsta kertinu af fjórum í kransinum - nú eða hvað eina sem gert er á þessum degi til hátíðarbrigða. Að sjálfsögðu verður mikið um að vera í Grafarvogskirkju á aðventunni og hægt að nálgast aðventudagskrána á heimasíðu kirkjunnar. FYRSTI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU Í GRAFARVOGSKIRKJU Dagskráin á morgun í kirkjunni, fyrsta sunnudag í aðventu, hefst með guðsþjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11:00 þar sem b örn úr Tónlistarskóla Grafarvogs koma fram. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur þjónar. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Selmessa verður í hinu fallega Kirkjuseli í Spöng kl. 13:00 þar sem sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. AÐVENTUHÁTÍÐIN VERÐUR KLUKKAN ÁTJÁN Á MORGUN Loks verður glæsileg aðventuhátíð í Grafarvogskirkju kl. 18:00 á morgun þar sem allir k órar kirkjunnar syngja. Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Guðný Einarsdóttir . Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður flytur hugvekju. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. nóvember 2025
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og á mörgum heimilum er hann haldinn hátíðlegur og víða hefð fyrir því að fjölskyldur komi saman til að hefja undirbúning jóla; svo sem að baka smákökur, skera laufabrauð, skreyta, setja upp jólakransinn og kveikja á fyrsta kertinu af fjórum í kransinum - nú eða hvað eina sem gert er á þessum degi til hátíðarbrigða. Að sjálfsögðu verður mikið um að vera í Grafarvogskirkju á aðventunni og hægt að nálgast aðventudagskrána á heimasíðu kirkjunnar. FYRSTI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU Í GRAFARVOGSKIRKJU Dagskráin á morgun í kirkjunni, fyrsta sunnudag í aðventu, hefst með guðsþjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11:00 þar sem b örn úr Tónlistarskóla Grafarvogs koma fram. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur þjónar. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Selmessa verður í hinu fallega Kirkjuseli í Spöng kl. 13:00 þar sem sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. AÐVENTUHÁTÍÐIN VERÐUR KLUKKAN ÁTJÁN Á MORGUN Loks verður glæsileg aðventuhátíð í Grafarvogskirkju kl. 18:00 á morgun þar sem allir k órar kirkjunnar syngja. Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Guðný Einarsdóttir . Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður flytur hugvekju. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson 11. nóvember 2025
Magnús Ásgeirsson viðskiptafræðingur var formaður sóknarnefndar Grafarvogssóknar á aðalbyggingartíma kirkjunnar - eða á árunum 1991 til 1995. Sóknin fékk lóð fyrir kirkjuna við götuna Fjörgyn og árið 1991 hófust framkvæmdir og kirkjan varð fokheld árið 1995. Þetta var ung sókn og margir sem lögðu hönd á plóginn við bygginguna í sjálfboðaliðsstarfi á þessum árum. „Þetta var svakaleg vinna, en þetta tókst,“ segir Magnús. Það var svo Bjarni Grímsson sem tók við af honum sem formaður árið 1995 og undir hans stjórn var kirkjan kláruð og vígð 18. júní 2000. Við báðum Magnús að skrifa stuttan texta og rifja upp gamla tíma við byggingu kirkjunnar í tilefni af 25 ára vígsluafmælinu í hátíðarguðsþjónustunni nk. sunnudag um leið og við birtum einstakar myndir úr safni hans frá byggingartímanum. Hér kemur texti Magnúsar: LEIFTRANDI FORYSTA SÉRA VIGFÚSAR OG ELÍNAR „ Vígsludagurinn árið 2000 er sterkur í minningunni. Leiftrandi forysta sóknarprestsins séra Vigfúsar Þórs Árnasonar og eiginkonu hans, Elínar Pálsdóttur, frá fyrsta degi endurspeglaði öflugt safnaðarstarf lærðra sem leikra. Enda komu til starfa með honum prestar þar sem krafturinn, gleðin og næmni fyrir trúnni, kærleik og umhyggju fyrir starfinu kom skýrt fram. Við starfi sóknarprestsins þegar hann lét af störfum, tók svo Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands og nú er séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur.
Eftir Jón G. Hauksson 11. nóvember 2025
Hilmar Þór Björnsson, annar arkitekanna að Grafarvogskirkju, skrifar grein á FB-síðu sína um þau atriði sem þeir Finnur Björgvinsson arkitekt höfðu í huga þegar kirkjan var teiknuð. Hann segir að í Grafarvogskirkju megi finna öll helstu tákn kirkjubygginga í gegnum aldirnar. Hátíðarmessa verður næstkomandi sunnudag í kirkjunni þar sem 25 ára vígsluafmælis hennar verður fagnað. Hilmar segir meðal annars þetta um táknin í grein sinni: „Í kirkjunni má finna öll helstu tákn kirkjubygginga í gegnum aldirnar. Þar má nefna að kirkjan er þrískipa, sem tákna heilaga þrenningu og hliðarskipin eru fjögur hvoru megin eins og Guðspjallamennirnir og alls átta sem tákna sjö daga sköpunarinnar og nýtt upphaf. Og ekki má gleyma „Via Sacra“ sem er hinn heilagi vegur frá fæðingu til eilífðarinnar sem er eftir miðskipi kirkjunnar sem endar með hring við altarið sem táknar eilífðina.“
Eftir Jón G. Hauksson 3. nóvember 2025
Hún var falleg og góð stundin í gær í Grafarvogskirkju þegar látinna ástvina var minnst í allra heilagra messu. Messan var mjög vel sótt. Allra heilagra messu er gert mjög hátt undir höfði víða í Evrópu um þessa helgi. Á Spáni flykkjast til dæmis fjölskyldur í kirkjugarða - prúðbúnar - til að vitja leiði ástvina og heiðra minningu þeirra. Í Grafarvogskirkju voru nöfn allra sóknarbarna, sem hafa látist frá síðastliðinni allra heilagra messu, lesin og tendruð ljós til minningar um þau. Að venju var veislukaffi að lokinni messu og það var ekki af verri sortinni og naut líknarsjóður kirkjunnar góðs af. Það kemur sér vel þegar jólin nálgast og fólk leitar til kirkjunnar um aðstoð. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Mikið fjölmenni var við útför Elínar Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar Þórs, frá Grafarvogskirkju í dag. Athöfnin var einstaklega falleg og látlaus og í anda Elínar sjálfrar. Ég átti þess kost að kynnast Elínu þegar ég sat í sóknarnefnd Grafarvogskirkju í um tíu ára skeið. Hér fór einstök sómakona sem nú hefur kvatt; þægileg, látlaus, viðræðugóð og kom miklu í verk - og það mjög áreynslulaust. Hún var fyrsti formaður Safnaðarfélagsins og lagði sig alla fram við að byggja sóknina upp ásamt eiginmanni sínum, séra Vigfúsi Þór. Samfélagið hér í Grafarvogi á þeim hjónum mikið að þakka. Prestar voru Guðrún Karls Helgudóttir , biskup Íslands, og séra Sigurður Arnarson , sóknarprestur í Kópavogskirkju, en hann starfaði hér á fyrstu árum safnaðarins. Sigurður flutti minningarorðin sem einkenndust af því hversu vel hann þekkti Elínu. Blessuð sé minning Elínar Pálsdóttur. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 29. ágúst 2025
Útför Elínar Pálsdóttur, eiginkonu Vigfúsar Þórs Árnasonar, verður frá Grafarvogskirkju í dag kl. 13:00. Fjöldi minningargreina eru um Elínu í Morgunblaðinu í morgun. Elín var ein styrkasta stoð safnaðarfélagsins í Grafarvogssókn allt frá því það var stofnað. Grafarvogur.net vottar börnum og fjölskyldu Elínar innilegrar samúðar. Meðfylgjandi opnunarmynd er fengin úr bókinni Grafarvogssókn 25 ára sem kom út árið 2014 á 25 ára afmæli sóknarinnar. Þar var mjög fróðlegt viðtal við Elínu. Á myndinni er hún með dætrum sínum Björgu og Þórunni Huldu, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, þáverandi biskupi Íslands, og eiginmanninum Vigfúsi Þór en hún var svo sannarlega stoð hans og stytta alla tíð í starfi hans sem sóknarprests Grafarvogskirkju. Blessuð sé minning Elínar Pálsdóttur. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 21. apríl 2025
Margir hafa minnst Frans páfa í dag en hann lést í morgun kl. 7:35, á annan í páskum, degi eftir að hann kom fram á Péturstorginu í Róm með páskablessun sína. Hann var 88 ára að aldri. Biskup Íslands og fyrrverandi sóknarprestur í Grafarvogi, Guðrún Karls Helgudóttir, minnist hans meðal annars á FB-síðu biskups með þessum orðum: „Með sorg og þakklæti í hjarta minnist ég Frans páfa á öðrum degi páska og syrgi með okkar kaþólsku systkinum á Íslandi og um heim allan. Frans páfi var einlægur og sannur leiðtogi sem sá heiminn með augum okkar minnstu systkina. Hann var leiðtogi einingar, samtals og þjónustu. Hann lagði mikið af mörkum þegar kom að samtali Lúthersku og Kaþólsku kirkjunnar sem kristallaðist í fundum kirkjuleiðtoganna í Svíþjóð á 500 ára afmæli siðbótarinnar. Þetta leiddi af sér samstarf um hjálparstarf og þróunaraðstoð. Hann lyfti, með sýnilegum hætti, upp þeim sem minnst mega sín í samfélagi fólks, lét sig varða sköpunina alla og hamfarahlýnun með áþreifanlegum hætti. Megi minning þessa einstaka páfa lifa og arfleifð hans hafa áhrif um ókomna tíð. Bæn: „ Guð, í dag minnumst við Frans páfa með þakklæti. Við þökkum umhyggju hans fyrir fólki, sköpuninni og öllu lífi. Við biðjum fyrir Kaþólskum systkinum okkar um allan heim sem nú syrgja leiðtoga sinn.Lát þitt eilífa ljós lýsa honum. Amen.“
Skoða fleiri fréttir