Íþróttir

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. apríl 2025
Til hamingju HELGI ÁRNASON. Styrktarsjóður Hringfarans úthlutaði á miðvikudaginn fimm milljónum króna til barna- og unglingastarfs Skáksambands Íslands með því að stofna Skáksjóð Helga Árnasonar Styrktarsjóðurinn Hringfari er á forræði hjónanna Ásdísar Rósu Baldursdóttur og Kristjáns Gíslasonar . Hjónin hafa ferðast um allan heim á mótórhjólum og meðal annars gert heimildarmyndir og bækur um ferðalögin. Allur ágóði af sölu á því efni rennur í styrktarsjóðinn. Við athöfn á heimili þeirra Ásdísar og Kristjáns miðvikudaginn 9. apríl kom fram að þau vildu tileinka styrkinn Helga Árnasyni, fyrrverandi skólastjóra og skákfrömuði, sem hefði á síðustu 30 árum unnið ómetanlegt starf við uppbyggingu skáklistarinnar á Íslandi. Skáksjóður Helga Árnasonar væri til að heiðra Helga fyrir hans framlag og óeigingjarnt starf í þágu barna og unglinga. Helgi verður formaður 5 manna stjórnar Styrktarsjóðsins. Það voru fjölmargir gestir sem fögnuðu með Helga og hjónunum Ásdísi Rósu og Kristjáni. Meðal gesta voru borgarstjórahjónin Heiða Björg Hilmisdóttir og Hrannar Björn Arnarson, fulltrúar Skáksambands Íslands, vinir og bekkjarfélagar Helga og Ásdísar Rósu frá Kennaraháskóla Íslands. Styrktarsjóður Hringfarans hefur úthlutað alls 37 milljónum til góðgerðarmála. Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. apríl 2025
Til hamingju HELGI ÁRNASON. Styrktarsjóður Hringfarans úthlutaði á miðvikudaginn fimm milljónum króna til barna- og unglingastarfs Skáksambands Íslands með því að stofna Skáksjóð Helga Árnasonar Styrktarsjóðurinn Hringfari er á forræði hjónanna Ásdísar Rósu Baldursdóttur og Kristjáns Gíslasonar . Hjónin hafa ferðast um allan heim á mótórhjólum og meðal annars gert heimildarmyndir og bækur um ferðalögin. Allur ágóði af sölu á því efni rennur í styrktarsjóðinn. Við athöfn á heimili þeirra Ásdísar og Kristjáns miðvikudaginn 9. apríl kom fram að þau vildu tileinka styrkinn Helga Árnasyni, fyrrverandi skólastjóra og skákfrömuði, sem hefði á síðustu 30 árum unnið ómetanlegt starf við uppbyggingu skáklistarinnar á Íslandi. Skáksjóður Helga Árnasonar væri til að heiðra Helga fyrir hans framlag og óeigingjarnt starf í þágu barna og unglinga. Helgi verður formaður 5 manna stjórnar Styrktarsjóðsins. Það voru fjölmargir gestir sem fögnuðu með Helga og hjónunum Ásdísi Rósu og Kristjáni. Meðal gesta voru borgarstjórahjónin Heiða Björg Hilmisdóttir og Hrannar Björn Arnarson, fulltrúar Skáksambands Íslands, vinir og bekkjarfélagar Helga og Ásdísar Rósu frá Kennaraháskóla Íslands. Styrktarsjóður Hringfarans hefur úthlutað alls 37 milljónum til góðgerðarmála. Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. mars 2025
LISTAVERK. Það er með eindæmum ánægjulegt hversu mikill skákáhugi er hjá ungu kynslóðinni í Grafarvogi og þar á Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, mesta heiðurinn af mörgum sem leggja hönd á plóginn í þessari göfugu íþrótt. Þessa mynd frá helga rákumst við á og sýnir að það er gaman á æfingum - það er líka fyrir mestu. Þessar tvær stúlkur fengu þá hugmynd að búa til listaverk úr kössunum utan af skákklukkunum. Byrjuðu að raða þeim upp og spennan gekk út á hersu hátt væri hægt að raða án þess að listaverkið gæfi eftir. Stórskemmtileg mynd. Vel gert! Og auðvitað fáum við að sjá myndina þar sem listaverkið er í fullri stærð með þessum stoltu listamönnum.

Eftir Jón G. Hauksson
•
24. mars 2025
15 ára markvörður meistaraflokks. Hún var athyglisverð fréttin sem Fjölnismenn settu inn um Frosta Hjaltason, 15 ára markvörð 3ja flokks Fjölnis, um að hann hefði leikið sinn fyrsta leik með meistaraflokki karla nú á dögunum. Frosti, sem er fæddur árið 2010, kom þá inn á í æfingaleik gegn HK og átti flotta innkomu. Þess má geta að Frosti er á yngra árinu í 3. flokki.

Eftir Jón G. Hauksson
•
18. mars 2025
Fjölniskonur urðu í kvöld Íslandsmeistarar í íshokkí kvenna eftir 2:1-sigur á SA á Akureyri í kvöld. Þær unnu úrslitaeinvígið 3-1 og höfðu titil að verja. Íslandsmeistarar annað árið í röð. Til hamingju og glæsilegt Fjölniskonur, þið eruð frábærar! Leikurinn byrjaði með látum og var talsverð harka í leiknum.Staðan fyrir lokaleikhlutann var 2:0 fyrir Fjölni og fátt í spilunum annað en að Íslandsmeistarar yrðu krýndir eftir leik. SA-konur sóttu nokkuð stíft í þriðja leikhlutanum og uppskáru mark. En lengra komust heimakonur ekki þær ekki þrátt fyrir ákafan sóknarleik í lokin. Glæsilegt hjá Fjölniskonum. Grafarvogur.net óskar ykkur enn og aftur; til hamingju. (Meðfylgjandi mynd tók Egill Bjarni Friðþjónson).
Eftir Jón G. Hauksson
•
5. mars 2025
Skák og mát. Það er svo sannarlega fyllsta ástæða til að vekja athygli á hinum mikla skákáhuga í Grafarvogi - og hann skilar sér svo sannarlega í sætum sigrum; titlum, tilhlökkun og ánægju. Þannig fóru Rimaskólakrakkar með himinskautum á Reykjavíkurmóti grunnskóla 2025 á dögunum og tóku alla titlana. Mótið er samstarfsverkefni ÍTR og TR. Alls mættu 30 krakkar úr Rimaskóla á barnaskólastigum. Teflt var í tveimur flokkum, 1. - 3. bekk og 4. - 7. bekk. Tefldar voru 7 umferðir og verðlaunagripir og nokkrir bikarar í boði. Í stuttu máli þá unnu skáksveitir Rimaskóla alla bikarana nokkuð örugglega. Áhugi og ánægja einkenndi alla þá rúmlega 30 krakka sem tefldu fyrir Rimaskóla og smitaðist sú gleði inn í foreldrahópinn sem fylgdist vel með og mætti með krökkunum á skákstað. Meðfylgjandi myndir eru af verðlaunahöfum og Rimaskólakrökkum að tafli. Vel gert; til hamingju Rimaskóli!

Eftir Jón G. Hauksson
•
2. mars 2025
Fjölnir er Íslandsmeistari í skák 2025, annað árið í röð. Helgi Árnason, fyrrum skólastjóri í Rimaskóla, stofnaði skákdeildina fyrir 21 ári og hefur hið mikla uppbyggingastarf heldur betur skilað árangri. Íslandsmeistarar skákklúbba tvö ár í röð. Glæsilegt. Skákdeild Fjölnis hafði mikla yfirburði og sigraði í öllum tíu viðureignum Úrvalsdeildar líkt og í fyrra. Oliver Aron Jóhannesson með besta vinningshlutfall allra keppenda í mótinu - eða með hvorki meira né minna en 9 vinninga af 10 mögulegum!! (8 sigrar og 2 jafntefli.) Myndin hér að ofan er af nýkrýndum Íslandsmeisturum. Til hamingju Fjölnismenn. Mikið afrek!

Eftir Jón G. Hauksson
•
28. febrúar 2025
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2024-25 hófst í gærkvöldi í Rimaskóla með sjöttu umferð í úrvalsdeild. Fjölnismenn herða tökin og halda áfram að sigla lygnan sjó í átt að titilvörn sinni á Íslandsmóti Skákfélaga. Fjölnismenn lögðu TG að velli en á sama tíma töpuðu einu sveitirnar sem áttu fræðilegan möguleika á að ná Fjölnismönnum, TR og KR, sínum viðureignum. Fjölnismenn hafa 5 stiga forskot og þörf er á kraftaverki svo þeir verji ekki Íslandsmeistaratitil sinn. Áfram Fjölnir! Teflt er í Rimaskóla í kvöld, föstudagskvöld, og um helgina á laugardag og sunnudag.