Golf

Eftir Jón G. Hauksson
•
23. júlí 2025
AFREKSKONA! Við sögðum frá því á dögunum að Steinunn Sæmundsdóttir hefði sigrað í flokki 65 ára og eldri í nýliðnu meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur. Ef til vill sakleysisleg frétt fyrir ýmsa en það er hins vegar fyllsta ástæða til að staldra við - hér fer þekkt og mikil afrekskona í golfi og á skíðum sem hefur keppt fyrir hönd Íslands í báðum greinum. Til að mynda keppt á skíðum á tvennum Vetrarólympíuleikum. Þá er hún drjúg í hestamennskunni líka. Á upphafsmyndinni, sem hinn kunni ljósmyndari, Einar Falur Ingólfsson tók, er hún að slá inn á flötina á 18. brautinni í Grafarholti árið 1988 þegar hún varð Íslandsmeistari í golfi eftir harða keppni við Karenu Sævarsdóttur, Golfklúbbi Suðurnesja. Steinunn varð einnig Íslandsmeistari tveimur árum áður, 1986.

Eftir Jón G. Hauksson
•
23. júlí 2025
AFREKSKONA! Við sögðum frá því á dögunum að Steinunn Sæmundsdóttir hefði sigrað í flokki 65 ára og eldri í nýliðnu meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur. Ef til vill sakleysisleg frétt fyrir ýmsa en það er hins vegar fyllsta ástæða til að staldra við - hér fer þekkt og mikil afrekskona í golfi og á skíðum sem hefur keppt fyrir hönd Íslands í báðum greinum. Til að mynda keppt á skíðum á tvennum Vetrarólympíuleikum. Þá er hún drjúg í hestamennskunni líka. Á upphafsmyndinni, sem hinn kunni ljósmyndari, Einar Falur Ingólfsson tók, er hún að slá inn á flötina á 18. brautinni í Grafarholti árið 1988 þegar hún varð Íslandsmeistari í golfi eftir harða keppni við Karenu Sævarsdóttur, Golfklúbbi Suðurnesja. Steinunn varð einnig Íslandsmeistari tveimur árum áður, 1986.

Eftir Jón G. Hauksson
•
14. júlí 2025
VEL GERT! Sigurður Bjarki Blumenstein, kylfingur í GR, gerði sér lítið fyrir og lék lokahringinn á Korpunni á 8 höggum undir pari og jafnaði við Harald Franklín Magnús í æsispennandi leik. Sigurður tapaði síðan fyrir Haraldi í bráðabana en það þurfti þrjár holur til að knýja fram úrslit. Þrátt fyrir tapið í bráðabananum verður að segjast eins og er að það er ótrúlega glæsileg spilamennska hjá Sigurði Bjarka að spila Korpuna (Sjóinn/Ána) á 8 höggum undir pari. Hann fékk 8 fugla, 10 pör og þar af leiðandi engan skolla. Ekki er okkur kunnugt um hvort þetta sé vallarmet en altént hlýtur það að vera nálægt því. (Takk GR fyrir myndina.) Hér kemur svo skortaflan hjá Sigurði Bjarka í meistaramótinu en fyrstu tvo dagana var leikið í Grafarholti og seinni tvo á Korpunni. - JGH