Menning

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. apríl 2025
Yfir 130 þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útför Frans páfa, sem fram fór á Péturstorginu í Róm í morgun. Sky-sjónvarpsstöðin sagði frá því að yfir 250 þúsund manns hefðu verið við útförina þegar sýnt var beint frá henni á stöðinni í morgun en athöfnin hófst klukkan átta að íslenskum tíma, en klukkan tíu í Róm. Um heimsviðburð var að ræða og sjónvarpað var frá útförinni um allan heim - að vísu ekki á RÚV. Smellti nokkrum myndum af skjánum þegar sjónvarpað var frá athöfninni í morgun. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. apríl 2025
Yfir 130 þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útför Frans páfa, sem fram fór á Péturstorginu í Róm í morgun. Sky-sjónvarpsstöðin sagði frá því að yfir 250 þúsund manns hefðu verið við útförina þegar sýnt var beint frá henni á stöðinni í morgun en athöfnin hófst klukkan átta að íslenskum tíma, en klukkan tíu í Róm. Um heimsviðburð var að ræða og sjónvarpað var frá útförinni um allan heim - að vísu ekki á RÚV. Smellti nokkrum myndum af skjánum þegar sjónvarpað var frá athöfninni í morgun. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
21. apríl 2025
Margir hafa minnst Frans páfa í dag en hann lést í morgun kl. 7:35, á annan í páskum, degi eftir að hann kom fram á Péturstorginu í Róm með páskablessun sína. Hann var 88 ára að aldri. Biskup Íslands og fyrrverandi sóknarprestur í Grafarvogi, Guðrún Karls Helgudóttir, minnist hans meðal annars á FB-síðu biskups með þessum orðum: „Með sorg og þakklæti í hjarta minnist ég Frans páfa á öðrum degi páska og syrgi með okkar kaþólsku systkinum á Íslandi og um heim allan. Frans páfi var einlægur og sannur leiðtogi sem sá heiminn með augum okkar minnstu systkina. Hann var leiðtogi einingar, samtals og þjónustu. Hann lagði mikið af mörkum þegar kom að samtali Lúthersku og Kaþólsku kirkjunnar sem kristallaðist í fundum kirkjuleiðtoganna í Svíþjóð á 500 ára afmæli siðbótarinnar. Þetta leiddi af sér samstarf um hjálparstarf og þróunaraðstoð. Hann lyfti, með sýnilegum hætti, upp þeim sem minnst mega sín í samfélagi fólks, lét sig varða sköpunina alla og hamfarahlýnun með áþreifanlegum hætti. Megi minning þessa einstaka páfa lifa og arfleifð hans hafa áhrif um ókomna tíð. Bæn: „ Guð, í dag minnumst við Frans páfa með þakklæti. Við þökkum umhyggju hans fyrir fólki, sköpuninni og öllu lífi. Við biðjum fyrir Kaþólskum systkinum okkar um allan heim sem nú syrgja leiðtoga sinn.Lát þitt eilífa ljós lýsa honum. Amen.“

Eftir Jón G. Hauksson
•
20. apríl 2025
Grafarvogur.net óskar lesendum sínum gleðilegra páska og áréttar þakklæti sitt fyrir frábærar viðtökur frá því vefurinn fór í loftið. Á föstudeginum langa minnast kristnir menn krossfestingar Jesú Krists en á páskadegi upprisu hans. Jesús var handtekinn og krossfestur á síðasta föstudegi fyrir páska en Gyðingar héldu páskahátíð löngu fyrir fæðingu frelsarans. Á vísindavef Háskóla Íslands svarar Hjalti Hugason , fyrrum prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, spurningu um páskahátíð kristinna manna fyrst páskar voru haldnir hátíðlega fyrir daga Krists. Lítum hér á brot úr svari Hjalta: „Vissulega var páskahátíðin hátíð Ísraela og Gyðinga löngu fyrir daga Krists. Á henni minntust Ísraelsmenn hinir fornu og síðar Gyðingar frelsunar forfeðra sinna úr ánauðinni í Egyptalandi eins og lesa má um í Annarri Mósebók í Gamla testamentinu. Það er þó ekki að ástæðulausu að páskarnir urðu frá upphafi helsta hátíð kristinna manna og héldu þeirri stöðu langt fram eftir öldum eða þar til jólin tóku að keppa við þá um vinsældir. HANDTAKAN, PYNTINGIN, AFTAKAN OG UPPRISAN Ástæða þessa er sú að mikilvægustu þættina í verki Krists bar einmitt upp á páskahátíð Gyðinga. Er þar átt við handtöku, pyntingar, aftöku og uppstigningu Krists sem lesa má um í lokaköflum allra guðspjalla Nýja testamentsins. Ein ástæðan fyrir því að kristnir menn gerðu páskahátíðina að sinni er því þessi tímasetning.“ Ennfremur: „Páskar Gyðinga eru svokölluð föst hátíð sem alltaf er haldin á sérstökum mánaðardegi samkvæmt tímatali Gyðinga. Kristnir menn minntust hins vegar upprisu Krists, það er páskadagsins, ætíð á sunnudegi og miðuðu hátíðina við fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægur á vori. Páskarnir urðu því svokölluð færanleg hátíð.“ - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
18. apríl 2025
GETSEMANE-GARÐURINN. Föstudagurinn langi er síðasti föstudagurinn fyrir páska og þá minnast kristnir menn krossfestingar Jesú Krists. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, sem eru um píslarsöguna, pínu og dauða Jesú Krists, hafa um árabil verið lesnir upp í nokkrum kirkjum landsins á þessum degi sem er mesti sorgardagur kirkjuársins. Árið 2019 framleiddi ég heimildarmyndina Á biblíuslóðum þar sem ég dvaldi í Ísrael í fimm daga í mars það ár og ferðaðist um landið og sankaði að mér efni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Getsemane-garðinum og Ólífufjallinu. Myndin var síðan sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um jólin það ár. Eftir síðustu kvöldmáltíðina fóru Jesús og lærisveinar hans yfir Kidron-dalinn í aldingarðinn Getsemane undir vesturhlíð Ólífufjallsins. Þetta er aldingarður af fornum ólífutrjám. Jesús eyddi síðustu stundum lífs síns með postulunum í Getsemane-garðinum. Þar upplifði hann angist sína og bjó sig undir það sem koma hlaut en hann vissi hvað var í vændum. Og það var í þessum garði þar sem hann var handtekinn. Trén í garðinum eru þeirrar gerðar að þau verða allt að tvö þúsund ára gömul. Við hlið aldingarðsins er afar falleg kirkja sem nefnd hefur verið ýmist Kirkja allra þjóða eða Kirkja angistarinnar með vísan þá til angistar Jesú. Heimildir herma að Júdas hafi hengt sig í þessum garði fullur iðrunnar eftir að hafa svikið Jesú. Nafnið Getsemane þýðir „ólífupressa“. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
13. apríl 2025
VIÐTAL: SVAVA JÓNSDÓTTIR Arna Ýrr Sigurðardóttir , sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að prestar upplifi bæði gleði og sorg í lífi sóknarbarna sinna og að sú reynsla hafi kennt sér að vera þakklát fyrir sig, sína og lífið. „Það er þroskandi að ganga með fólki bæði í gleði og sorg og maður kemst ekkert ósnortinn eða óbreyttur frá því. Svo kem ég oft heim úr vinnunni og hugsa að ég skuli muna að þakka fyrir hvern einasta dag sem ég fæ af því að maður getur ekki treyst á það. Það veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þannig að starfið hefur kennt mér að vera þakklát fyrir mig, mína og mitt líf.“ STERK SAFNAÐARVITUND Í GRAFARVOGI Arna Ýrr varð prestur í Grafarvogssókn árið 2014 en hún var ekki alveg ókunnug í sókninni því þær Guðrún Karls Helgudóttir höfðu stjórnað saman skilnaðarhópum í tvo vetur áður. Hún var svo skipuð sóknarprestur sl. vor eftir að Guðrún var kjörin biskup Íslands. „Það er sterk safnaðarvitund í Grafarvogi og staða Grafarvogskirkju í hverfinu er mjög sterk. Byggður hefur verið upp öflugur söfnuður með þróttmiklu safnaðarstarfi í gegnum tíðina - og svo er það gleðilegt að áhugi ungs fólks á kristinni trú er að aukast og við finnum fyrir því í Grafarvogi eins og annars staðar,“ segir Arna Ýrr.

Eftir Jón G. Hauksson
•
24. mars 2025
Biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, prédikaði í þéttsetinni Skálholtskirkju í sunnudagsmessu í gær. „Ég tók þátt í dásamlegri messu og fékk það hlutverk að prédika og blessa söfnuðinn - og þjónaði ásamt sr. Kristínu Þórunni sóknarpresti, Bergþóru Ragnarsdóttur djákna og sr. Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Þá má ekki gleyma organistanum Jóni Bjarnasyni og Kór Skálholtskirkju sem buðu upp á fagra tónlist og leiddu okkur í söng. Að messu lokinni var boðið upp á súpu og heimabakað brauð á veitingastanum Hvönn,“ segir biskup um heimsókn sína í Skálholtskirkju í gær. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson , fyrrum prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands í áratugi, sótti messuna og segir í færslu á FB að í áheyrilegri prédikun hafi biskup ekki síst fjallað um hamingjuna. Þá hefur hann orð á því hve altaristaflan í Skálholtskirkju sé stórkostlegt listaverk og honum hugleikin. SYSTURNAR TRÚ OG LIST „Í guðsþjónustunni að þessu sinni naut ég auk helgihaldsins sjálfs þess að horfa á hina mögnuðu altaristöflu Nínu Tryggvadóttur og lifa mig inn í verkið, þar sem Kristur opinberar sig, nánast eins og hann komi í gegnum vegginn. Stórkostlegt listaverk þar sem systurnar trú og list haldast í hendur með áhrifamiklum hætti.“ Við birtum hér myndir sem Gunnlaugur tók af biskupi í prédikunarstólnum í Skálholtskirkju í messunni sem og af hinni tignarlegu Skálhotskirkju í blíðviðrinu í gærmorgun.

Eftir Jón G. Hauksson
•
19. mars 2025
Guðrún Kvaran , prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, gerir alvarlega athugasemd við það að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, noti ekki fullt nafn við undirskrift sína heldur skrifi Halla Tomas. Um þetta er athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í morgun. „Það er alveg út í bláinn,“ segir Guðrún.