Menning

Eftir Jón G. Hauksson
•
13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
4. desember 2025
Það er alltaf eitthvað sterkt og kröfugt við góða karlakóra. Raddbandafélag Reykjavíkur er einn af mörgum mjög svo öflugum kórum landsins og hann blómstraði enn einu sinni á árlegum jólatónleikum sem voru haldnir sl. þriðjudagskvöld í Áskirkju. Grafarvogsbúar eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í hópnum; Jónas Örn Helgason, en hann er sonur Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla og Aðalbjargar Jónasdóttur. Kórinn hefur tekið þátt í kórakeppnum erlendis með góðum árangri og unnið til verðlauna. Á jólatónleikunum að þessu sinni fengu hinir líflegu og litríku kórfélagar góðan liðsauka en það var gríska söngkonan Nína Basdras en hún er grísk lýrísk sópransöngkona. Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson. Grafarvogur.net var á jólatónleikunum í Áskirkju og naut hverrar mínútu. Stemningin var einstök. Raddir jóla - sem var yfirskrift tónleikanna - hljómuðu í allri sinni dýrð. Þess má geta að þeir kórfélagar voru myndaðir fyrir utan gamla hegningarhúsið við Skólavörðustíg við gerð söngskrárinnar sem dreift var á tónleikunum og að sjálfsögðu var Nína Basdras með þeim. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
29. nóvember 2025
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og á mörgum heimilum er hann haldinn hátíðlegur og víða hefð fyrir því að fjölskyldur komi saman til að hefja undirbúning jóla; svo sem að baka smákökur, skera laufabrauð, skreyta, setja upp jólakransinn og kveikja á fyrsta kertinu af fjórum í kransinum - nú eða hvað eina sem gert er á þessum degi til hátíðarbrigða. Að sjálfsögðu verður mikið um að vera í Grafarvogskirkju á aðventunni og hægt að nálgast aðventudagskrána á heimasíðu kirkjunnar. FYRSTI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU Í GRAFARVOGSKIRKJU Dagskráin á morgun í kirkjunni, fyrsta sunnudag í aðventu, hefst með guðsþjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11:00 þar sem b örn úr Tónlistarskóla Grafarvogs koma fram. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur þjónar. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Selmessa verður í hinu fallega Kirkjuseli í Spöng kl. 13:00 þar sem sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. AÐVENTUHÁTÍÐIN VERÐUR KLUKKAN ÁTJÁN Á MORGUN Loks verður glæsileg aðventuhátíð í Grafarvogskirkju kl. 18:00 á morgun þar sem allir k órar kirkjunnar syngja. Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Guðný Einarsdóttir . Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður flytur hugvekju. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
11. nóvember 2025
Magnús Ásgeirsson viðskiptafræðingur var formaður sóknarnefndar Grafarvogssóknar á aðalbyggingartíma kirkjunnar - eða á árunum 1991 til 1995. Sóknin fékk lóð fyrir kirkjuna við götuna Fjörgyn og árið 1991 hófust framkvæmdir og kirkjan varð fokheld árið 1995. Þetta var ung sókn og margir sem lögðu hönd á plóginn við bygginguna í sjálfboðaliðsstarfi á þessum árum. „Þetta var svakaleg vinna, en þetta tókst,“ segir Magnús. Það var svo Bjarni Grímsson sem tók við af honum sem formaður árið 1995 og undir hans stjórn var kirkjan kláruð og vígð 18. júní 2000. Við báðum Magnús að skrifa stuttan texta og rifja upp gamla tíma við byggingu kirkjunnar í tilefni af 25 ára vígsluafmælinu í hátíðarguðsþjónustunni nk. sunnudag um leið og við birtum einstakar myndir úr safni hans frá byggingartímanum. Hér kemur texti Magnúsar: LEIFTRANDI FORYSTA SÉRA VIGFÚSAR OG ELÍNAR „ Vígsludagurinn árið 2000 er sterkur í minningunni. Leiftrandi forysta sóknarprestsins séra Vigfúsar Þórs Árnasonar og eiginkonu hans, Elínar Pálsdóttur, frá fyrsta degi endurspeglaði öflugt safnaðarstarf lærðra sem leikra. Enda komu til starfa með honum prestar þar sem krafturinn, gleðin og næmni fyrir trúnni, kærleik og umhyggju fyrir starfinu kom skýrt fram. Við starfi sóknarprestsins þegar hann lét af störfum, tók svo Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands og nú er séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur.

Eftir Jón G. Hauksson
•
11. nóvember 2025
Hilmar Þór Björnsson, annar arkitekanna að Grafarvogskirkju, skrifar grein á FB-síðu sína um þau atriði sem þeir Finnur Björgvinsson arkitekt höfðu í huga þegar kirkjan var teiknuð. Hann segir að í Grafarvogskirkju megi finna öll helstu tákn kirkjubygginga í gegnum aldirnar. Hátíðarmessa verður næstkomandi sunnudag í kirkjunni þar sem 25 ára vígsluafmælis hennar verður fagnað. Hilmar segir meðal annars þetta um táknin í grein sinni: „Í kirkjunni má finna öll helstu tákn kirkjubygginga í gegnum aldirnar. Þar má nefna að kirkjan er þrískipa, sem tákna heilaga þrenningu og hliðarskipin eru fjögur hvoru megin eins og Guðspjallamennirnir og alls átta sem tákna sjö daga sköpunarinnar og nýtt upphaf. Og ekki má gleyma „Via Sacra“ sem er hinn heilagi vegur frá fæðingu til eilífðarinnar sem er eftir miðskipi kirkjunnar sem endar með hring við altarið sem táknar eilífðina.“

Eftir Jón G. Hauksson
•
9. nóvember 2025
Það verður hver stórstjarnan af annarri á stórtónleikum Lions í Grafarvogskirkju næstkomandi fimmtudagskvöld en þessir tónleikar eru árlegt verkefni hjá Lionsklúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi og mun þetta vera 21. árið í röð sem þeir eru haldnir. Allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar og styðja listamennirnir verkefnið með vinnu sinni. Vel gert. Þór Steinarsson hjá Lionsklúbbnum Fjörgyn segir að miðasala gangi vel og betur en í fyrra og hvetur hann Grafarvogsbúa til að tryggja sér miða og eiga ánægjulega kvöldstund í kirkjunni. Listamennirnir sem koma fram eru: Baggalútur. Dísella Lárusdóttir. Emmsjé Gauti. (Gauti Þór Másson). Gissur Páll Gissurarson. Greta Salóme Stefánsdóttir. Guðrún Gunnarsdóttir. Guðrún Árný Karlsdóttir. KK. (Kristján Kristjánsson). og Þór Breiðfjörð. Undirleikari verður Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kynnir verður Felix Bergsson. Miðaverð er 7.500 krónur. - JGH



