Fréttir


Eftir Jón G. Hauksson 27. janúar 2026
Það var verulegt eldhaf í sinubrunanun í Úlfarsárdal í kvöld þegar mest var og sást eldurinn víða að. Tólf slökkviliðsmenn börðust við eldinn og náðu að slökkva hann á tiltölulega skömmum tíma. Þetta er býsna stórt svæði sem brann en þetta er svæðið skammt frá Lambhagatorginu - sunnan megin við það. Við birtum hér kort af svæðinu sem brann en það er ferhyrningurinn gegnt húsinu Ársölum og fyrir ofan Elnet-tækni. Katla Fitness er þarna skammt frá fyrir neðan. Hér má sjá frétt mbl.is af sinubrunanum og myndskeið sem tekið var á vettvangi. Það logaði glatt í sinunni enda gróðurinn óvenjulega þurr á þessum árstíma eftir gott tíðarfar að undanförnu - og raunar gott veður það sem af er vetri. Upphafsmyndina hér að ofan tók Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 27. janúar 2026
Það var verulegt eldhaf í sinubrunanun í Úlfarsárdal í kvöld þegar mest var og sást eldurinn víða að. Tólf slökkviliðsmenn börðust við eldinn og náðu að slökkva hann á tiltölulega skömmum tíma. Þetta er býsna stórt svæði sem brann en þetta er svæðið skammt frá Lambhagatorginu - sunnan megin við það. Við birtum hér kort af svæðinu sem brann en það er ferhyrningurinn gegnt húsinu Ársölum og fyrir ofan Elnet-tækni. Katla Fitness er þarna skammt frá fyrir neðan. Hér má sjá frétt mbl.is af sinubrunanum og myndskeið sem tekið var á vettvangi. Það logaði glatt í sinunni enda gróðurinn óvenjulega þurr á þessum árstíma eftir gott tíðarfar að undanförnu - og raunar gott veður það sem af er vetri. Upphafsmyndina hér að ofan tók Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 27. janúar 2026
Verið er að setja upp beygjuljós við gatnamót Strandvegar, Rimaflatar og Gufunesvegar - einhver fjölförnustu gatnamótin í Grafarvogi en þarna eru oft miklar umferðartafir á annatímum og svakalegur hægagangur í umferðinni. Ekki hefur Grafarvogur.net upplýsingar um árekstrartíðni við þessi gatnamót en því verður ekki á móti mælt að beygjuljós auka væntanlega öryggið þarna þarna þegar umferðin er hvað mest. Grafarvogur.net hefur hins vegar bent á að gera verið eitthvað róttækt til að liðka til fyrir umferð við þessi gatnamót vegna hins mikla umferðarþunga. En taki menn eftir því að í tillögum meirihlutans í borginni um þéttingu byggðar frá því sl. vor var hins vegar gert ráð fyrir að þrengja meira að þessum gatnamótum þannig að erfiðara yrði um vik að ráðast í umfangsmiklar betrumbætur með öflugum umferðarmannvirkjum. Enn á íbúum í Gufunesi eftir að fjölga til muna og ekki minnkar það álagið á þessi gatnamót. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 27. janúar 2026
Erfiðlega gengur að fá upplýsingar um nákvæma stöðu mála varðandi snjall-ljósin við fimm gatnamót Höfðabakkans en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því um mitt sumar - og hafa Grafarvogsbúar svo sannarlega fylgst með gangi mála og hvernig miðað hefur áfram. Ennþá virðist eitthvað í land með að ljósin „tali fullkomlega saman“ og að snjalltæknin hafi tekið brekkuna alveg yfir. Það er verktakafyrirtækið Krafla sem hefur haft yfirumsjón með framkvæmdunum og sjá hefur mátt menn á þeirra vegum nýta sér góðviðrið undanfarna daga við lokafrágang, sníða og skera steina í kringum umferðarljósin. Þetta mjakast en ekki mikið meira. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 23. janúar 2026
Bóndadagurinn er í dag og það verða víða blóm á borðum í tilefni dagsins. Bóndadagurinn markar upphaf Þorra en síðasti dagur þorra, þ.e. daginn áður en Góan byrjar, nefnist þorraþræll. Ljóðið Þorraþræll hefst á hinu þeirri þekktu setningu: Nú er frost á Fróni. Þorrinn byrjar núna í miklum hlýindum en óvenjuhlýtt hefur verið síðustu daga. Í tilefni Þorrans verða víða þorrablót í kvöld. Raunar eru þau orðin svo vinsæl hjá íþróttafélögunum að nokkur þeirra byrjuðu á herlegheitunum um síðustu helgi en þá var t.d. stærsta þorrablót landsins, Grafarvogsblótið haldið í Egilshöll, líkt og við sögðum frá um síðustu helgi. Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f.1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða. Saga þorrablótanna er rakin til stúdenta í Kaupmannahöfn í kringum 1870, eða fyrir um 155 árum, sem komu saman í árlegri veislu með þennan forna og rammíslenska mat (geymsluaðferð) á borðum. Það var svo veitingastaðurinn Naustið sem tók upp á því að efna til þorrablóta árið 1958 . - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 21. janúar 2026
Íslenska landsliðið í handknattleik fékk heldur betur hvatningu í samveru eldri borgara í Kirkjuselinu í Spöng í gærdag fyrir leikinn við Ungverja - sem vannst svo um kvöldið í miklum spennuleik. Eftir helgistund og fyrirlestur, sem ég hélt um fjölmiðla og vefinn minn Grafaravogur.net , var brugðið á leik með blöðrur í fánalitunum og íslenska fánanun veifað óspart á sama tíma og sungið var Gerum okkar, gerum okkar besta, gamt lag handboltalandsliðsins eftir Valgeir Guðjónsson. Svona til að æfa jafnvægislistina líka - samhliða því að hvetja íslenska landsliðið - var ákveðið að halda öllum blöðrum eins lengi á lofti og kostur væri. Enginn blaðra sprakk - ekki frekar en landsliðið sem hélt vel út í leiknum og hafði mikla orku gegn Ungverjunum. Skemmtilegt. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 20. janúar 2026
Hann er Grafarvogsbúi og hefur búið í Grafarvogi í fjörutíu ár. Flutti í Logafoldina fyrir fjörutíu árum, 1986. Heitir Kristófer Oliversson og kvæntur Svanfríði Jónsdóttur. Þau hjón eru einhverjir helstu hótelhaldarar landsins því þau eiga og reka Center-hótelkeðjuna í miðbæ Reykjavíkur. Alls níu hótel, hvert öðru glæsilegra, og á hótelkeðjan átta þeirra fasteigna sem hótelin eru rekin í. Kristófer er forstjóri Center-hótelanna en hefur ennfremur verið formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu um árabil. Við félagarnir Sigurður M. Jónsson fengum hann í hlaðvarpið okkar, Hluthafaspjall ritstjóranna , sl. föstudag en það er að finna á efnisveitunni Brotkast.is. Grafarvogur.net sýnir hér viðtalið við hann í heild sinni. Í viðtalinu spyrjum við Kristófer m.a. að því hvernig hótelævintýri þeirra hjóna hafi byrjað árið 1994. Hann vann þá við ráðgjöf hjá PwC og eiginkonan, Svanfríður Jónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur vann á Landspítalanum. En svo gerðist það að faðir hans, sem bjó uppi á Akranesi, en þar er Kristófer fæddur og alinn upp, fór á eftirlaun og seldi húsið sitt á Skaganum og úr varð að hann gisti í stuttan tíma á gistihúsinu á horni Flókagötu og Snorrabrautar á meðan hann leitaði sér að íbúð í Reykjavík. Og, boltinn fór að rúlla - að hætti Skagamanna og Grafarvogsbúa. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 20. janúar 2026
Guðrún Ólafsdóttir, íbúi í Grafarvogi - sem sendi okkur frábærar myndir af hinum sterku rauðu norðurljósum eftir kvöldmat í gærkvöldi og sem við birtum við góðar undirtektir lesenda - setti inn fleiri myndir af ljósasjóinu inn á samfélagsmiðlana undir miðnætti og meðal annars myndir sem hún fékk sendar frá Seyðisfirði. Undur og stórmerki á himnum - svo sannarlega. Hvílíkir galdrar með rauða litnum sem kom ógnarsterkur inn og við flest höfðum ekki séð áður í sjónarspili ljósa norðursins - og munum þó tímanna tvenna í þeim efnum. Norðurljósin með sínum rauðleita blæ sáust víða um Norður-Evrópu í gærkvöld, til dæmis í Noregi og Hollandi. Rauði liturinn var vegna kórónugoss að sögn Sævars Helga Bragasonar stjörnufræðings í samtali við Vísi - sem hann einnig er þekktur sem Stjörnu-Sævar. Sjá ennfremur FB-færslu hans í gærkvöldi. „ Horfðu til himins ,“ segir í textanum. Hjá því var ekki komist í gærkvöldi. Töfrar náttúrunnar í himinhvolfinu á svona kvöldum eru engu líkir. - JGH
Skoða fleiri fréttir
Eftir Jón G. Hauksson 27. janúar 2026
Verið er að setja upp beygjuljós við gatnamót Strandvegar, Rimaflatar og Gufunesvegar - einhver fjölförnustu gatnamótin í Grafarvogi en þarna eru oft miklar umferðartafir á annatímum og svakalegur hægagangur í umferðinni. Ekki hefur Grafarvogur.net upplýsingar um árekstrartíðni við þessi gatnamót en því verður ekki á móti mælt að beygjuljós auka væntanlega öryggið þarna þarna þegar umferðin er hvað mest. Grafarvogur.net hefur hins vegar bent á að gera verið eitthvað róttækt til að liðka til fyrir umferð við þessi gatnamót vegna hins mikla umferðarþunga. En taki menn eftir því að í tillögum meirihlutans í borginni um þéttingu byggðar frá því sl. vor var hins vegar gert ráð fyrir að þrengja meira að þessum gatnamótum þannig að erfiðara yrði um vik að ráðast í umfangsmiklar betrumbætur með öflugum umferðarmannvirkjum. Enn á íbúum í Gufunesi eftir að fjölga til muna og ekki minnkar það álagið á þessi gatnamót. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 27. janúar 2026
Erfiðlega gengur að fá upplýsingar um nákvæma stöðu mála varðandi snjall-ljósin við fimm gatnamót Höfðabakkans en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því um mitt sumar - og hafa Grafarvogsbúar svo sannarlega fylgst með gangi mála og hvernig miðað hefur áfram. Ennþá virðist eitthvað í land með að ljósin „tali fullkomlega saman“ og að snjalltæknin hafi tekið brekkuna alveg yfir. Það er verktakafyrirtækið Krafla sem hefur haft yfirumsjón með framkvæmdunum og sjá hefur mátt menn á þeirra vegum nýta sér góðviðrið undanfarna daga við lokafrágang, sníða og skera steina í kringum umferðarljósin. Þetta mjakast en ekki mikið meira. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 23. janúar 2026
Bóndadagurinn er í dag og það verða víða blóm á borðum í tilefni dagsins. Bóndadagurinn markar upphaf Þorra en síðasti dagur þorra, þ.e. daginn áður en Góan byrjar, nefnist þorraþræll. Ljóðið Þorraþræll hefst á hinu þeirri þekktu setningu: Nú er frost á Fróni. Þorrinn byrjar núna í miklum hlýindum en óvenjuhlýtt hefur verið síðustu daga. Í tilefni Þorrans verða víða þorrablót í kvöld. Raunar eru þau orðin svo vinsæl hjá íþróttafélögunum að nokkur þeirra byrjuðu á herlegheitunum um síðustu helgi en þá var t.d. stærsta þorrablót landsins, Grafarvogsblótið haldið í Egilshöll, líkt og við sögðum frá um síðustu helgi. Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f.1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða. Saga þorrablótanna er rakin til stúdenta í Kaupmannahöfn í kringum 1870, eða fyrir um 155 árum, sem komu saman í árlegri veislu með þennan forna og rammíslenska mat (geymsluaðferð) á borðum. Það var svo veitingastaðurinn Naustið sem tók upp á því að efna til þorrablóta árið 1958 . - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 21. janúar 2026
Íslenska landsliðið í handknattleik fékk heldur betur hvatningu í samveru eldri borgara í Kirkjuselinu í Spöng í gærdag fyrir leikinn við Ungverja - sem vannst svo um kvöldið í miklum spennuleik. Eftir helgistund og fyrirlestur, sem ég hélt um fjölmiðla og vefinn minn Grafaravogur.net , var brugðið á leik með blöðrur í fánalitunum og íslenska fánanun veifað óspart á sama tíma og sungið var Gerum okkar, gerum okkar besta, gamt lag handboltalandsliðsins eftir Valgeir Guðjónsson. Svona til að æfa jafnvægislistina líka - samhliða því að hvetja íslenska landsliðið - var ákveðið að halda öllum blöðrum eins lengi á lofti og kostur væri. Enginn blaðra sprakk - ekki frekar en landsliðið sem hélt vel út í leiknum og hafði mikla orku gegn Ungverjunum. Skemmtilegt. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 20. janúar 2026
Hann er Grafarvogsbúi og hefur búið í Grafarvogi í fjörutíu ár. Flutti í Logafoldina fyrir fjörutíu árum, 1986. Heitir Kristófer Oliversson og kvæntur Svanfríði Jónsdóttur. Þau hjón eru einhverjir helstu hótelhaldarar landsins því þau eiga og reka Center-hótelkeðjuna í miðbæ Reykjavíkur. Alls níu hótel, hvert öðru glæsilegra, og á hótelkeðjan átta þeirra fasteigna sem hótelin eru rekin í. Kristófer er forstjóri Center-hótelanna en hefur ennfremur verið formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu um árabil. Við félagarnir Sigurður M. Jónsson fengum hann í hlaðvarpið okkar, Hluthafaspjall ritstjóranna , sl. föstudag en það er að finna á efnisveitunni Brotkast.is. Grafarvogur.net sýnir hér viðtalið við hann í heild sinni. Í viðtalinu spyrjum við Kristófer m.a. að því hvernig hótelævintýri þeirra hjóna hafi byrjað árið 1994. Hann vann þá við ráðgjöf hjá PwC og eiginkonan, Svanfríður Jónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur vann á Landspítalanum. En svo gerðist það að faðir hans, sem bjó uppi á Akranesi, en þar er Kristófer fæddur og alinn upp, fór á eftirlaun og seldi húsið sitt á Skaganum og úr varð að hann gisti í stuttan tíma á gistihúsinu á horni Flókagötu og Snorrabrautar á meðan hann leitaði sér að íbúð í Reykjavík. Og, boltinn fór að rúlla - að hætti Skagamanna og Grafarvogsbúa. - JGH
Eftir Jón G. Hauksson 20. janúar 2026
Guðrún Ólafsdóttir, íbúi í Grafarvogi - sem sendi okkur frábærar myndir af hinum sterku rauðu norðurljósum eftir kvöldmat í gærkvöldi og sem við birtum við góðar undirtektir lesenda - setti inn fleiri myndir af ljósasjóinu inn á samfélagsmiðlana undir miðnætti og meðal annars myndir sem hún fékk sendar frá Seyðisfirði. Undur og stórmerki á himnum - svo sannarlega. Hvílíkir galdrar með rauða litnum sem kom ógnarsterkur inn og við flest höfðum ekki séð áður í sjónarspili ljósa norðursins - og munum þó tímanna tvenna í þeim efnum. Norðurljósin með sínum rauðleita blæ sáust víða um Norður-Evrópu í gærkvöld, til dæmis í Noregi og Hollandi. Rauði liturinn var vegna kórónugoss að sögn Sævars Helga Bragasonar stjörnufræðings í samtali við Vísi - sem hann einnig er þekktur sem Stjörnu-Sævar. Sjá ennfremur FB-færslu hans í gærkvöldi. „ Horfðu til himins ,“ segir í textanum. Hjá því var ekki komist í gærkvöldi. Töfrar náttúrunnar í himinhvolfinu á svona kvöldum eru engu líkir. - JGH
Sjá fleiri fréttir