Fréttir

Eftir Jón G. Hauksson
•
13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
13. desember 2025
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár . Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær. HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum. Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér. Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér. Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar . - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. desember 2025
Fréttin okkar um að Smárarimi 3 væri líklegast besta skreytta húsið í Grafarvoginum fyrir þessi jól fékk verðskuldaða athygli og mikla lesningu á vefnum. Í kjölfarið komu fjölmargar ábendingar um einbýlishús í Hamrahverfinu væri síst síðra og varla væri hægt að horfa fram hjá því þegar rætt væri um best skreytta húsið í Grafarvoginum. Við gerðum okkur ferð og viti menn; við Salthamra 1 er sannkölluð jóladýrð. Eins konar jólaland. Og það er hverju orði sannara að þar sé farið alla leið og ekkert til sparað við að setja upp jólaseríur. Glæsilegt. Þetta er hornhús við Salthamra og Lokinhamra og þessi skreyting fer ekki fram hjá neinum - ekki svo sem frekar en við Smárarima 3. Mjög ólíkar skrreytingar en e infaldlega vel gert í báðum tilvikum! - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
10. desember 2025
Ljósin í bænum, var nafn á hljómsveit hér í denn þar sem sungið var um að fara í ljós þrisvar í viku. Núna þykja sólbekkirnir hættulegir en jólaljósin gleðja svo sannarlega og það er víða vel skreytt í Grafarvoginum. Hann var svo sem ekki víðfeðmur rúnturinn í kvöld. Skottast í Spöngina eftir lítilræði en úr varð litrík heimferð þar sem jólaseríur og jólaskreytingar utandyra á húsum fönguðu hugann um stund. Tók nokkrar myndir þar sem rauðar, hvítar og marglitar séríur komu við sögu. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
10. desember 2025
Það er ánægjulegt hvað Grafarvogsbúar hafa tekið vel við sér með jólaskreytingar og seríurnar setja svo sannarlega svip sinn á hverfið. Víða er þetta mjög vel gert en mér er til efs að margir toppi jólaljósadýrð íbúanna við Smárarima 3. Þurfti að skottast upp í Spöng og ná í lítilræði. Á leiðinni til baka blasti dýrðin við mér þegar ég kom að hringtorginu við Borgaveginn við Rimahverfið. Það var ekki annað í boði en beygja niður Smárarimann og skoða betur. Þetta er alvöru og tekið alla leið. Glæsilegt. Glugginn nánast sýningargluggi og með mikið aðdráttarafl. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
10. desember 2025
Pétur Viðarsson, bóksali í Bókabúðinni í verslunarmiðstöðinni Torginu í Grafarvogi, segir að sala á bókum sé meiri en undanfarin ár og að veruleg aukning sé í sölu á barnabókum. Hann hefur staðið vaktina í litlu bókabúðinni sinni af mikilli eljusemi frá árinu 1994 eða í rúm þrjátíu ár og þjónustað Grafarvogsbúa. Af einstökum höfundum segir hann að Arnaldur, Yrsa og Ólafur Jóhann seljist best og að sér sýnist bók Ólafs, Kvöldsónatan , hafi vinninginn, ef einhver er. Einar Kárason komi þarna stutt á eftir. Bók Arnalds Indriðasonar heitir Tál , Yrsu Sigurðardóttur Syndafall og Einars Kárasonar, Sjá dagar koma. „ Ef til vill segja einhverjir að þetta sé hefðbundið, Arnaldur og Yrsa við toppinn enn eitt árið. Að vísu seldist bókin hans Geirs Haarde vel hjá mér í fyrra, raunar mjög vel,“ segir Pétur. Hann segir ennfremur að það sé mjög ánægjulegt hvað barnabækur seljast vel þetta árið - og hversu mikið er spurt um þær. „Ævar vísindamaður hefur vinninginn í barnabókunum, líkt og undanfarin ár,“ segir Pétur. „Gunni Helga selst líka alltaf vel.“ Bókabúðin í Torginu er opin frá 11 til 18 alla virka daga. „Núna bætum við laugardögunum við og erum með fjóra síðustu laugardagana fyrir jól opna - og svo síðasta sunnudaginn fyrir jól líka. Aðventan er skemmtilegur tími og ánægjulegt að bókin á alltaf sína traustu fylgjendur þegar kemur að jólunum.“ Rétt aðeins í lokin - þú er þekktur sem mikill stuðningsmaður Úlfanna í enska boltanum. „Uss, núna er staðan erfið hjá okkur þar. Búnir að selja mjög marga góða leikmenn á undanförnum árum. En vonandi birtir til hjá okkur á næstunni og við náum að halda okkur uppi.“ - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
4. desember 2025
Það eru svolitlir töfrar í Bónus í Spönginni og ekki allt sem sýnist - heill rekki gufaður upp þegar inn í verslunina er komið og allt annað að ganga inn í hana - stóraukið rými við megin innganginn. Hókus pókus - hvað varð um eiginlega um vörurnar? Þetta eru fínar breytingar og svarið við spurningunni er að búið er að taka gangana sem lágu þvert á rekkana í burtu og núna eru rekkarnir því mun lengri en áður án þess að það komi niður á rýminu við kælana. Framkvæmdirnar hófust í gær - og þá héldu ýmsir að vöruskortur væri yfirvofandi því við blöstu tómar hillur; og það á aðventunni. En svo var ekki, það var verið að taka rekkana í burtu. Ný ásjóna búðarinnar blasti svo við viðskiptavinum í morgun.

Eftir Jón G. Hauksson
•
4. desember 2025
Það er alltaf eitthvað sterkt og kröfugt við góða karlakóra. Raddbandafélag Reykjavíkur er einn af mörgum mjög svo öflugum kórum landsins og hann blómstraði enn einu sinni á árlegum jólatónleikum sem voru haldnir sl. þriðjudagskvöld í Áskirkju. Grafarvogsbúar eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í hópnum; Jónas Örn Helgason, en hann er sonur Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla og Aðalbjargar Jónasdóttur. Kórinn hefur tekið þátt í kórakeppnum erlendis með góðum árangri og unnið til verðlauna. Á jólatónleikunum að þessu sinni fengu hinir líflegu og litríku kórfélagar góðan liðsauka en það var gríska söngkonan Nína Basdras en hún er grísk lýrísk sópransöngkona. Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson. Grafarvogur.net var á jólatónleikunum í Áskirkju og naut hverrar mínútu. Stemningin var einstök. Raddir jóla - sem var yfirskrift tónleikanna - hljómuðu í allri sinni dýrð. Þess má geta að þeir kórfélagar voru myndaðir fyrir utan gamla hegningarhúsið við Skólavörðustíg við gerð söngskrárinnar sem dreift var á tónleikunum og að sjálfsögðu var Nína Basdras með þeim. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
12. desember 2025
Fréttin okkar um að Smárarimi 3 væri líklegast besta skreytta húsið í Grafarvoginum fyrir þessi jól fékk verðskuldaða athygli og mikla lesningu á vefnum. Í kjölfarið komu fjölmargar ábendingar um einbýlishús í Hamrahverfinu væri síst síðra og varla væri hægt að horfa fram hjá því þegar rætt væri um best skreytta húsið í Grafarvoginum. Við gerðum okkur ferð og viti menn; við Salthamra 1 er sannkölluð jóladýrð. Eins konar jólaland. Og það er hverju orði sannara að þar sé farið alla leið og ekkert til sparað við að setja upp jólaseríur. Glæsilegt. Þetta er hornhús við Salthamra og Lokinhamra og þessi skreyting fer ekki fram hjá neinum - ekki svo sem frekar en við Smárarima 3. Mjög ólíkar skrreytingar en e infaldlega vel gert í báðum tilvikum! - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
10. desember 2025
Ljósin í bænum, var nafn á hljómsveit hér í denn þar sem sungið var um að fara í ljós þrisvar í viku. Núna þykja sólbekkirnir hættulegir en jólaljósin gleðja svo sannarlega og það er víða vel skreytt í Grafarvoginum. Hann var svo sem ekki víðfeðmur rúnturinn í kvöld. Skottast í Spöngina eftir lítilræði en úr varð litrík heimferð þar sem jólaseríur og jólaskreytingar utandyra á húsum fönguðu hugann um stund. Tók nokkrar myndir þar sem rauðar, hvítar og marglitar séríur komu við sögu. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
10. desember 2025
Það er ánægjulegt hvað Grafarvogsbúar hafa tekið vel við sér með jólaskreytingar og seríurnar setja svo sannarlega svip sinn á hverfið. Víða er þetta mjög vel gert en mér er til efs að margir toppi jólaljósadýrð íbúanna við Smárarima 3. Þurfti að skottast upp í Spöng og ná í lítilræði. Á leiðinni til baka blasti dýrðin við mér þegar ég kom að hringtorginu við Borgaveginn við Rimahverfið. Það var ekki annað í boði en beygja niður Smárarimann og skoða betur. Þetta er alvöru og tekið alla leið. Glæsilegt. Glugginn nánast sýningargluggi og með mikið aðdráttarafl. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
10. desember 2025
Pétur Viðarsson, bóksali í Bókabúðinni í verslunarmiðstöðinni Torginu í Grafarvogi, segir að sala á bókum sé meiri en undanfarin ár og að veruleg aukning sé í sölu á barnabókum. Hann hefur staðið vaktina í litlu bókabúðinni sinni af mikilli eljusemi frá árinu 1994 eða í rúm þrjátíu ár og þjónustað Grafarvogsbúa. Af einstökum höfundum segir hann að Arnaldur, Yrsa og Ólafur Jóhann seljist best og að sér sýnist bók Ólafs, Kvöldsónatan , hafi vinninginn, ef einhver er. Einar Kárason komi þarna stutt á eftir. Bók Arnalds Indriðasonar heitir Tál , Yrsu Sigurðardóttur Syndafall og Einars Kárasonar, Sjá dagar koma. „ Ef til vill segja einhverjir að þetta sé hefðbundið, Arnaldur og Yrsa við toppinn enn eitt árið. Að vísu seldist bókin hans Geirs Haarde vel hjá mér í fyrra, raunar mjög vel,“ segir Pétur. Hann segir ennfremur að það sé mjög ánægjulegt hvað barnabækur seljast vel þetta árið - og hversu mikið er spurt um þær. „Ævar vísindamaður hefur vinninginn í barnabókunum, líkt og undanfarin ár,“ segir Pétur. „Gunni Helga selst líka alltaf vel.“ Bókabúðin í Torginu er opin frá 11 til 18 alla virka daga. „Núna bætum við laugardögunum við og erum með fjóra síðustu laugardagana fyrir jól opna - og svo síðasta sunnudaginn fyrir jól líka. Aðventan er skemmtilegur tími og ánægjulegt að bókin á alltaf sína traustu fylgjendur þegar kemur að jólunum.“ Rétt aðeins í lokin - þú er þekktur sem mikill stuðningsmaður Úlfanna í enska boltanum. „Uss, núna er staðan erfið hjá okkur þar. Búnir að selja mjög marga góða leikmenn á undanförnum árum. En vonandi birtir til hjá okkur á næstunni og við náum að halda okkur uppi.“ - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
4. desember 2025
Það eru svolitlir töfrar í Bónus í Spönginni og ekki allt sem sýnist - heill rekki gufaður upp þegar inn í verslunina er komið og allt annað að ganga inn í hana - stóraukið rými við megin innganginn. Hókus pókus - hvað varð um eiginlega um vörurnar? Þetta eru fínar breytingar og svarið við spurningunni er að búið er að taka gangana sem lágu þvert á rekkana í burtu og núna eru rekkarnir því mun lengri en áður án þess að það komi niður á rýminu við kælana. Framkvæmdirnar hófust í gær - og þá héldu ýmsir að vöruskortur væri yfirvofandi því við blöstu tómar hillur; og það á aðventunni. En svo var ekki, það var verið að taka rekkana í burtu. Ný ásjóna búðarinnar blasti svo við viðskiptavinum í morgun.

Eftir Jón G. Hauksson
•
4. desember 2025
Það er alltaf eitthvað sterkt og kröfugt við góða karlakóra. Raddbandafélag Reykjavíkur er einn af mörgum mjög svo öflugum kórum landsins og hann blómstraði enn einu sinni á árlegum jólatónleikum sem voru haldnir sl. þriðjudagskvöld í Áskirkju. Grafarvogsbúar eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í hópnum; Jónas Örn Helgason, en hann er sonur Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla og Aðalbjargar Jónasdóttur. Kórinn hefur tekið þátt í kórakeppnum erlendis með góðum árangri og unnið til verðlauna. Á jólatónleikunum að þessu sinni fengu hinir líflegu og litríku kórfélagar góðan liðsauka en það var gríska söngkonan Nína Basdras en hún er grísk lýrísk sópransöngkona. Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson. Grafarvogur.net var á jólatónleikunum í Áskirkju og naut hverrar mínútu. Stemningin var einstök. Raddir jóla - sem var yfirskrift tónleikanna - hljómuðu í allri sinni dýrð. Þess má geta að þeir kórfélagar voru myndaðir fyrir utan gamla hegningarhúsið við Skólavörðustíg við gerð söngskrárinnar sem dreift var á tónleikunum og að sjálfsögðu var Nína Basdras með þeim. - JGH



