Vegleg gjöf til kirkjunnar. Gefendur eru þrjár konur sem óska nafnleyndar
Grafarvogssöfnuður fékk á dögunum formlega að gjöf verk sem hefur prýtt vegg í kapellu kirkjunnar í nokkur ár. Verkið ber nafnið ,,Móðirin" og er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu. Á myndinni hér að ofan má sjá séra Örnu Ýrr Sigurðardóttur sóknarprest, Kristínu Gunnlaugsdóttur, höfund verksins, og Önnu Guðrúnu Sigurvinsdóttur, formann sóknarnefndar Grafarvogskirkju, við afhendingu gjafarinnar.
Á vef kirkjunnar segir að gefendur séu þrjár konur sem ekki vilji láta nafns síns getið en tileinka gjöfina börnunum sínum.
„Þetta var hátíðleg stund og góð tilfinning að þetta verk hefur nú fengið öruggan samastað til framtíðar. Guð blessi þessar mætu konur og börnin þeirra öll!“































