Tolf ungmenni frá skákdeild Fjölnis keppa á alþjóðlega Amsterdam Chess Open

24. október 2025
Mikið er ánægjulegt hversu öflugt starf er unnið hjá Skákdeild Fjölnis undir styrkri forystu Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla.

Tólf ungir snillingar úr Fjölni héldu utan í gær til að taka þátt í hinu alþjóðlega og fjölmenna skákmóti Amsterdam Chess Open og verður teflt um helgina af fullum krafti. Keppnin hófst í morgun.

Fararstjóri er Helgi Árnason, formaður skákdeildar Fjölnis, og með hópnum eru foreldrar, eða tíu mömmur, eins og Helgi orðaði það í samtali við Grafarvog.is  - JGH

Hópurinn sem hélt utan til Amsterdam í gær til að taka þátt í hinu öfluga, alþjóðlega og fjölmenna skákmóti Amsterdam Chess Open um helgina. Keppnin hófst í morgun. Áfram Fjölnir.

Þið eruð Grafarvogi til sóma. Gangi ykkur allt í haginn um helgin á þessu sterka móti þar sem eru 650 þátttakendur. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið.