Afreksfólk. Emilía Embla og Dagur skákmenn Fjölnis annað árið í röð. Til hamingju!
Þau eru svo sannarlega afreksfólk í íþróttum Annað árið í röð voru þau Emilía Embla og Dagur valin skákmennn Fjölnis 2025.
Á glæsilegri uppskeruhátíð Fjölnis í Keiluhöllinni á dögunum var tilkynnt um val á afreks-íþróttafólki félagsins í öllum deildum.
Skákdeildin valdi Emilíu Emblu B. Berglindardóttur skákkonu Fjölnis 2025 og Dag Ragnarsson skákkarl Fjölnis 2025. Til hamingju, þið eruð miklar fyrirmyndir í hinu framúrskarandi skákstarfi Fjölnis.
Dagur er einn af lykilmönnum í hinni sigursælu Íslandsmeistarasveit Fjölnis sem sigraði á Íslandsmóti skákfélaga í vor með fullu húsi vinninga. Dagur tefldi með landsliði Íslands á EM landsliða í skák sem fram fór í Georgíu í október sl.
Emilía Embla er Íslandsmeistari stúlkna í flokki U14 og einnig stúlknameistari Reykjavíkur, annað árið í röð. Hún er í skáksveit Rimaskóla sem vann Íslandsmót barnaskólasveita og náði 3. sæti á NM barnaskólasveita í Finnlandi nú í haust.
Skákdeild Fjölnis óskar þeim Emilíu Emblu og Degi hjartanlega til hamingju með heiðurinn. (Ljósm: Gunnar Jónatansson).
- JGH

Emilía Embla B. Berglindardóttir er Íslandsmeistari stúlkna í flokki U14 og einnig stúlknameistari Reykjavíkur, annað árið í röð. (Ljósm. Gunnar Jónatansson).

Dagur er einn af lykilmönnum í hinni sigursælu Íslandsmeistarasveit Fjölnis sem sigraði á Íslandsmóti skákfélaga í vor með fullu húsi vinninga. Dagur tefldi með landsliði Íslands á EM landsliða í skák sem fram fór í Georgíu í október sl. (Ljósm. Gunnar Jónatansson).


