Ganga þeir í sitt hvora áttina?

17. september 2025

HLUTHAFASPJALL ritstjóranna. Það er jafnan komið víða við í hlaðvarpi okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is - Hluthafaspjalli ritstjóranna. Í nýjasta þætinum ræðum við um fjárlagafrumvarpið og hvernig báknið heldur áfram að þenjast út.


Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 123 milljarða aukningu ríkisútgjalda á næsta ári - sem og að hækka eigi skatta á fólk og fyrirtæki um 28 milljarða . Vandamálið sem blasir við í efnahagslífinu er að við búum við verðbólgu og háa vexti á sama tíma og það er enginn hagvöxtur. (Stagflation=Stöðnun/verðbólga á sama tíma). 


Á síðustu sjö ársfjórðungum frá fjórða ársfjórðungi 2023 hefur hagvöxtur verið neikvæður í fimm skipti. 


Helsta markmið ríkisstjórnarflokkanna í síðustu kosningum var að ná niður verðbólgunni ( nota sleggjuna til þess ) og þar með ná niður vöxtum. Ef það er ennþá helsta markmiðið þá virðast Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið ganga í sitt hvora áttina.


Seðlabankinn (peningastefnan) er á bremsunni með háa vexti til að ná niður verðbólgu á meðan ríkisstjórnin (fjárlagastefnan, ríkisfjármálin) er á bensíngjöfinni með stórauknum ríkisútgjöldum og fjárlagahalla sem auka á þensluna. - JGH 


Hér má sjá örlítið brot af spjalli okkar félaganna um frumvarpið: https://www.youtube.com/watch?v=FFlFKPpkebw

Á síðustu sjö ársfjórðungum frá fjórða ársfjórðungi 2023 hefur hagvöxtur verið neikvæður í fimm skipti. Við búum við stöðnun og verðbólgu á sama tíma.

Örlítið brot af samtali okkar um fjárlagafrumvarpið og hvernig báknið blæs áfram út.