Hlaðvarp okkar Sigurðar Más á Brotkast - af nógu að taka í nýjasta þættinum
17. ágúst 2025
Nýjasti hlaðvarpsþáttur okkar félaganna, Hluthafaspjall ritstjóranna á efnisveitunni Brotkast.is, var tekinn upp í hádeginu á föstudag og reyndist líflegur að vanda.
1.
Við berum saman þróun Úrvalsvísitölunnar og Dow Jones.
2.
Ræðum Dranga, hinn nýja matvörurisa Skeljar, en Drangar eru leið Jóns Ásgeirs inn á matvörumarkaðinn.
3.
Hún var mjög svo athyglisverð athugasemd Skeljar við rekstur einstakra deilda Sýnar en Skel er stærsti hluthafinn í Sýn með
10% hlut.
4.
Hvaða efnahagsþvinganna mun Trump grípa til ef Pútín haggast ekki?
5.
Bréfin í Nova hafa heldur betur mallað upp á við á árinu.
6.
Hvers vegna kaupa símafyrirtækin í þekktum bókunarfyrirtækjum?
7.
Bankadans Kviku og Arion banka og mikilvægi þess að Samkepnniseftirlitið gefi svar um sameininguna áður en lengra er
haldið.
8.
Hagnaður íslensku bankanna, sem mörgum finnst nú nóg um, er minni en hagnaður stærstu bankanna á Norðurlöndunum.
9.
Uppgjör Alvotech.
10.
Amaroq. Og auðvitað ýmislegt fleira. Spennandi þáttur.