Hluthafaspjallið: Jón Ásgeir hefur búið til nýjan risa á markaðnum; Dranga
20. ágúst 2025
DRAGNAR-HINN NÝI RISI. Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðuar Más Jónsson, Hluthafaspjalli ritstjóranna, ræðum við meðal annars hinn nýja risann á matvörumarkaðnum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljar, hefur búið til. Þetta er fyrirtækið Drangar sem er nákvæmlega eins byggt upp og Festi og Hagar.
Þessi umræða okkar hefur þegar vakið athygli og vísar DV í hana.
Vissulega er það fyrirtækið Skel sem heldur utan um Dranga en í þættinum ræðum við um að þetta sé leið Jóns Ásgeirs Jóhannessonar inn á matvörumarkaðinn aftur.
Hann stofnaði jú Bónus á sínum tíma ásamt föður sínum Jóhannesi Jónssyni.
Drangar eru nákvæmlega eins upp byggðir og Festi og Hagar og velta um 75 milljörðum króna á ári. Innan samstæðunnar eru Samkaup, Orkan og Lyfjaval. Samkaup reka m.a. Nettó, Iceland og Kjörbúðirnar.
Til stendur að skrá Dranga í Kauphöllina eftir um tvö ár. Meginmarkmið Dranga er núna að ná betri innkaupum og stefnir fyrirtækið á að hagræða um allt að 3 milljarða í rekstrinum á næstu tveimur árum.
Inn í spjall okkar félaganna um Dranga fléttast svo óvænt inn 20 ára gömul umræða um fyrirtækið Dagsbrún. - JGH