Gervigreindin á fullu í sjávarútveginum - nánast „vísindaskáldskapur“ á sýningunni
HLUTHAFASPJALL ritstjóranna.
Við félagarnir Sigurður Már Jónsson ræðum nýliðna Sjávarútvegssýningu í Laugardalshöll (10. til 12. sept.) í nýjasta hlaðvarpi okkar á
Brotkast.is -
Hluthafaspjalli ritstjóranna.
Mjög góð aðsókn var á sýninguna og má segja að þangað hafi allir mætt sem láta sjávarútveginn sig einhverju varða.
Fulltrúi Hluthafaspjallsins, Sigurður Már, mætti á vettvang og heillaðist af sýningunni og þeirri miklu gerjun sem er í gangi í sjávarútveginum og hvernig tækniframfarir og gervigreind spila meiri rullu og í sumum básum var nánast eins og að ganga um í „vísindaskáldsögu“.
Fram kemur í spjalli okkar að það stefnir í gott ár í sjávarútvegi vegna einstakra markaðsaðstæðna. Það selst allt sem íslenskur sjávarútvegur framleiðir. Góð makrílveiði var einnig til mikilla bóta og ef loðnan gefur sig þetta árið þá munu menn verða sáttir. Svo kemur hækkun veiðigjalda til framkvæmda um næstu áramót en þau eru þegar farin að smita út frá sér í samdrætti hjá þjónustufyrirtækjum við atvinnugreinina.
Það er merkilegt að fylgjast með hinni einstöku þróun í íslenskum sjávarútvegi sem birtist í sýningu sem þessari. Nokkur fyrirtæki eru að þróa byltingarkennda gervigreind í nýjum tækjabúnað - meðal annars á sviði hafrannsókna. - JGH
Hér má sjá örlítið brot úr spjalli okkar félaganna um sýninguna.
https://www.youtube.com/watch?v=90vFUQPIk3Y

Sýningin var mjög vel sótt og látið vel af henni.

Miklar tækniframfarir eru í sjávarútveginum.

Það er ævinlega mikil stemning á sjávarútvegssýningum.

Þetta er að verða svolítið „science fiction“ - eins og í vísindaskáldsögu.
Örlítið brot um spjall okkar félaganna um nýliðna sjávarútvegssýningu.