Mikil samheldni þrátt fyrir harðar orrustur við taflborðið!
Það er allt komið á fullt í skákinni hjá Fjölni eftir jólahald og mættu 50 krakkar spenntir á fyrstu æfinguna. Mikil samheldni er hjá krökkunum þrátt fyrir að þeir takist á við taflborðið og heyi þar hverja orrustuna af annarri á hvítu reitunum og svörtu - og þar sem kóngar eru felldir eða gefast upp.
Í frétt frá skákdeildinni segir að teflt hafi verið var á tveimur stöðum og auk Helga Árnasonar stýrðu æfingunni ungmennin Sóley Kría, Ingi Hrafn, Emilía Embla og Emilía sem stóðu sig frábærlega og ná vel til krakkanna.
Strákarnir deildu efstu sætunum í fjölmennari flokknum en í yngri hópnum var það skákdrottningin Elsa María sem skaut öllum sínum andstæðingum ref fyrir rass. Ósigrandi í dag. Victor í 1. bekk, Martin og Jana komu næst að vinningum.
Arthur í Borgaskóla kom „heitur“ á skákæfinguna og reyndist sigurvegari dagsins með 5 vinninga af 5 mögulegum.
Aðrir verðlaunahafar. Anh, Ómar Jón, Kristófer Jökull, Helgi Tómas, Alexander Kári, ELMA, Patrekur, Sævar Svan og Erlendur.
PEDRO - hetja dagsins var valinn Bjartur sem hefur reynst afar hjálplegur við uppröðun og frágang hverrar æfingar og bætt árangur sinn mikið í skáklistinni.
Næsta æfing 22. jan. næsta fimmtudag og það verður ekki minna fjör þá - eða nammiát eftir orrusturnar.
Myndir eftir Helga Árnason. - JGH

Skákin er list herfræðinnar. Yngri hópurinn að byrja nýja skák. Elsa María sigurvegarinn í bleikum bol.

Skákin er list einbeitingarinnar. Hugsað stíft á öllum borðum.

Stórskemmtileg mynd Helga Árnasonar. Nóg af nammipokum á borðum og hér bíða menn spenntir eftir verðlaunaafhendingu og happdrættinu.

