Fréttir

Eftir Jón G. Hauksson
•
2. maí 2025
Kæru Grafarvogsbúar , þetta er helgin sem getur ráðið úrslitum í mótmælum okkar gegn áformum núverandi meirihluta um þéttingu byggðar í hverfinu. Vert er að benda á vefinn https://okkargrafarvogur.com/ til að auðvelda sér að senda inn mótmæli en þar eru leiðbeiningar sem hjálpa til við að senda inn umsögn og mótmæli en sannast sagna hefur borgin ekki gert þetta sem auðveldast fyrir íbúana. Grafarvogur.net tekur afstöðu í þessu máli og hefur lýst því yfir frá því vefurinn fór í loftið að hann er á móti þéttingu byggðar í Grafarvogi. Ég hef sent inn umsögn og mótmælt. Ég sakna þess raunar að geta ekki séð umsögnina og gengið að henni hvenær sem er ásamt öllum umsögnum og mótmælum sem hafa verið send inn í gáttina. Þá saknaði ég þess sömuleiðis, eftir að hafa skilað inn umsögninni , að sjá ekki á afgerandi hátt í gáttinni eða með tölvupósti til mín; „Þín umsókn er nú komin til skila! “ Ekkert á að fara á milli mála. HÉR KEMUR UMSÖGN MÍN GEGN ÞÉTTINGUNNI „Góðan dag. Ég, Jón G. Hauksson, íbúi í Grafarvogi, mótmæli harðlega allri þéttingu byggðar í Grafarvogi og að borgin skuli leyfa sér að ganga á græn útivistarsvæði; hjóla- og göngustíga; skerða útsýni íbúa; taka niður tré og gróður á grænum svæðum sem vinna hefur verið lögð í að rækta; auka stórlega álag á alla innviði, eins og skóla og vegi - og síðast en ekki síst að breyta skipulagi sem íbúar hafa gengið að sem vísu að stæðist og hægt væri að treysta á þegar þeir hafa keypt sér húsnæði í Grafarvogi. MIKIÐ JARÐRASK Í GRÓNUM HVERFUM Þetta heitir að koma algjörlega í bakið á íbúunum sem hafa unað vel við hag sinn í grónum Grafarvogi en horfa nú fram á algjöran yfirgang borgarinnar við óþarfa þéttingu þar sem byggt verður úti um allt á grænum svæðum og litlum blettum með tilheyrandi jarðvegsraski alveg ofan í íbúðum sem fyrir eru og þar sem treyst hefur verið á að núverandi skipulag með grónum hverfum í Grafarvogi stæði. ÞRENGT VILJANDI AÐ VEGAKERFINU Þá er það algerlega óskiljanlegt að þétt sé svo mjög að vegakerfinu og gatnamótum í Grafarvogi með því að troða þar niður húsum og íbúðum algerlega að óþörfu og koma þannig í veg fyrir að hægt verði að lagfæra og betrumbæta umferðarmannvirki á næstu árum - en stórkostleg aukning á umferð blasir við í Grafarvogi, hvað sem hver segir, með stóraukinni byggð í Blikastaðalandi; (sem tilheyrir Mosfellsbæ), Keldnalandi, á Ártúnshöfða, Bryggjuhverfi - og síðast en ekki síst vegna hins stóra verslunarsvæðis, á stærð við Skeifuna, á Korputúni en framkvæmdir eru þar þegar hafnar. GENGIÐ HARKALEGA GEGN VILJA ÍBÚA Það er sömuleiðis með öllu ólíðandi að gengið sé svo harkalega gegn vilja Grafarvogsbúa í þessum máli en mikill einhugur hefur verið á meðal þeirra gegn þéttingarstefnunni og þeim hugmyndum sem hafa verið kynntar. Nægir þar að nefna mótmælin á íbúafundinum í Borgum í Spönginni 20. mars sl. þar sem allt fór í háaloft og fundarmenn kyrjuðu allir sem einn: Við mótmælum þessum tillögum ykkar í öllum atriðum! ALEXANDRA: TEKIÐ VERÐI TILLIT TIL ÓSKA GRAFARVOGSBÚA Alexandra Briem, borgarfulltrúi og varafulltrúi umhverfis- og skipulagsráðs, sagði á fundinum í Borgum 20. mars sl., að mótmælin væru kröftugri en hún átti von á og lofaði að tekið yrði tillit til óska Grafarvogsbúa í þessu máli. Mótmæli mín snúa að öllum fyrirhuguðum þéttingarréttum í Grafarvogi; við Borgarveg, Breiðavík, Fróðengi, Gagnveg, Hverafold, Langarima, Mosaveg, Rimaflöt, Sóleyjarrima, Stararima, Starengi, Veghús, Vesturfold og Völundarhús. Virðum vilja Grafarvogsbúa en borgarfulltrúar eru í vinnu fyrir borgarbúa en eiga ekki að vinna gegn þeim. Virðingarfyllst; Jón G. Hauksson.“

Eftir Jón G. Hauksson
•
2. maí 2025
Kæru Grafarvogsbúar , þetta er helgin sem getur ráðið úrslitum í mótmælum okkar gegn áformum núverandi meirihluta um þéttingu byggðar í hverfinu. Vert er að benda á vefinn https://okkargrafarvogur.com/ til að auðvelda sér að senda inn mótmæli en þar eru leiðbeiningar sem hjálpa til við að senda inn umsögn og mótmæli en sannast sagna hefur borgin ekki gert þetta sem auðveldast fyrir íbúana. Grafarvogur.net tekur afstöðu í þessu máli og hefur lýst því yfir frá því vefurinn fór í loftið að hann er á móti þéttingu byggðar í Grafarvogi. Ég hef sent inn umsögn og mótmælt. Ég sakna þess raunar að geta ekki séð umsögnina og gengið að henni hvenær sem er ásamt öllum umsögnum og mótmælum sem hafa verið send inn í gáttina. Þá saknaði ég þess sömuleiðis, eftir að hafa skilað inn umsögninni , að sjá ekki á afgerandi hátt í gáttinni eða með tölvupósti til mín; „Þín umsókn er nú komin til skila! “ Ekkert á að fara á milli mála. HÉR KEMUR UMSÖGN MÍN GEGN ÞÉTTINGUNNI „Góðan dag. Ég, Jón G. Hauksson, íbúi í Grafarvogi, mótmæli harðlega allri þéttingu byggðar í Grafarvogi og að borgin skuli leyfa sér að ganga á græn útivistarsvæði; hjóla- og göngustíga; skerða útsýni íbúa; taka niður tré og gróður á grænum svæðum sem vinna hefur verið lögð í að rækta; auka stórlega álag á alla innviði, eins og skóla og vegi - og síðast en ekki síst að breyta skipulagi sem íbúar hafa gengið að sem vísu að stæðist og hægt væri að treysta á þegar þeir hafa keypt sér húsnæði í Grafarvogi. MIKIÐ JARÐRASK Í GRÓNUM HVERFUM Þetta heitir að koma algjörlega í bakið á íbúunum sem hafa unað vel við hag sinn í grónum Grafarvogi en horfa nú fram á algjöran yfirgang borgarinnar við óþarfa þéttingu þar sem byggt verður úti um allt á grænum svæðum og litlum blettum með tilheyrandi jarðvegsraski alveg ofan í íbúðum sem fyrir eru og þar sem treyst hefur verið á að núverandi skipulag með grónum hverfum í Grafarvogi stæði. ÞRENGT VILJANDI AÐ VEGAKERFINU Þá er það algerlega óskiljanlegt að þétt sé svo mjög að vegakerfinu og gatnamótum í Grafarvogi með því að troða þar niður húsum og íbúðum algerlega að óþörfu og koma þannig í veg fyrir að hægt verði að lagfæra og betrumbæta umferðarmannvirki á næstu árum - en stórkostleg aukning á umferð blasir við í Grafarvogi, hvað sem hver segir, með stóraukinni byggð í Blikastaðalandi; (sem tilheyrir Mosfellsbæ), Keldnalandi, á Ártúnshöfða, Bryggjuhverfi - og síðast en ekki síst vegna hins stóra verslunarsvæðis, á stærð við Skeifuna, á Korputúni en framkvæmdir eru þar þegar hafnar. GENGIÐ HARKALEGA GEGN VILJA ÍBÚA Það er sömuleiðis með öllu ólíðandi að gengið sé svo harkalega gegn vilja Grafarvogsbúa í þessum máli en mikill einhugur hefur verið á meðal þeirra gegn þéttingarstefnunni og þeim hugmyndum sem hafa verið kynntar. Nægir þar að nefna mótmælin á íbúafundinum í Borgum í Spönginni 20. mars sl. þar sem allt fór í háaloft og fundarmenn kyrjuðu allir sem einn: Við mótmælum þessum tillögum ykkar í öllum atriðum! ALEXANDRA: TEKIÐ VERÐI TILLIT TIL ÓSKA GRAFARVOGSBÚA Alexandra Briem, borgarfulltrúi og varafulltrúi umhverfis- og skipulagsráðs, sagði á fundinum í Borgum 20. mars sl., að mótmælin væru kröftugri en hún átti von á og lofaði að tekið yrði tillit til óska Grafarvogsbúa í þessu máli. Mótmæli mín snúa að öllum fyrirhuguðum þéttingarréttum í Grafarvogi; við Borgarveg, Breiðavík, Fróðengi, Gagnveg, Hverafold, Langarima, Mosaveg, Rimaflöt, Sóleyjarrima, Stararima, Starengi, Veghús, Vesturfold og Völundarhús. Virðum vilja Grafarvogsbúa en borgarfulltrúar eru í vinnu fyrir borgarbúa en eiga ekki að vinna gegn þeim. Virðingarfyllst; Jón G. Hauksson.“

Eftir Jón G. Hauksson
•
30. apríl 2025
LÍF OG FJÖR HJÁ KORPÚLFUM. Hann var þéttsetinn salurinn á félagsfundi Korpúlfa þegar Grafarvog.net bar að garði á félagsfundinn í Borgum eftir hádegi í dag og rífandi stemning. Sannast sagna voru fleiri mættir en ég átti von á. „Svona er þetta alltaf á öllum félagsfundum,“ sagði Theodór Blöndal, formaður Korpúlfa, sem tók á móti mér ásamt Birnu Róbertsdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg sem er allt í öllu í Borgum. „Birna er Borgarstjórinn,“ bætti Theodór við.

Eftir Jón G. Hauksson
•
30. apríl 2025
STEMNING HJÁ KORPÚLFUM. Það var heldur betur stuð og stemning á félagsfundi Korpúlfa í Borgum eftir hádegi í dag þegar gamlar kempur í stuðhljómsveitinni Dansbandið stigu á stokk og tóku lagið. Þetta var síðasti almenni félagsfundurinn á vorönninni. Þéttsetinn salurinn tók að sjálfsögðu vel undir. Þarna stóðu menn í stafni sem kunna sitt fag og eru hoknir af reynslu af hefðbundnu spiliríi á dansleikjum. Ekki laust við að andi Ragga Bjarna og Ingimars Eydals svifi yfir vötnum; Hótels Sögu- og Sjallafjör. Hljómsveitina skipa Grímur Sigurðsson, Pálmar Ólafsson og Kristján Hermannsson og sannast sagna hafa þeir tengingu við Ragnar og Ingimar. Grímur spilaði bæði með hljómsveit Ragga Bjarna og Ingimars – raunar í þrettán ár fyrir norðan með Ingimar og því alvanur Sjallanum.

Eftir Jón G. Hauksson
•
29. apríl 2025
Tíðin að undanförnu hefur verið sérlega hagstæð fyrir gróðurinn og í Grafarvogshverfinu hefur hreinlega mátt sjá grasið vaxa síðustu daga. Birkið lætur helst ekki plata sig á vorin en það hefur tekið skrefið og tekið til við að springa út. Verkalýðsdagurinn handan við hornið og stundum er haft á orði þegar fólk flytur úr landi, t.d. vegna kreppu, að grasið þar sé grænna og þá átt við að tekjur og kjör séu þar betri. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
29. apríl 2025
Einar Bárðarson tónlistar- og markaðsmaður – og maðurinn á bak við Stóra plokkdaginn – segir að ruslið sem tínt sé upp á Stóra plokkdeginum megi allt eins rekja til fugla frekar en sóðaskapar fólks. Mörg sorpílát á staurum, svonefndar stauratunnur, séu ekki vargheldar og fuglinn rífi upp ruslið í leit að æti. „Þá má hvetja reykingafólk og nikótínneytendur til að ganga betur um - þeir eru einu alvöru sóðarnir ennþá en þeim fer sem betur fer fækkandi,“ segir Einar í stuttu spjalli við Grafarvog.net.

Eftir Jón G. Hauksson
•
28. apríl 2025
Sá rauði blaktir við hún í Hamrahverfinu. Áhugi á enska boltanum hér á landi er vissulega löngu kunnur og þau félög sem eiga flesta aðdáendur eru Liverpool, Manchester United, Arsenal, Manchester City, Chelsea og Tottenham - e n auðvitað eiga öll ensku liðin sér áhangendur hér heima. Liverpool tryggði sér enska titilinn um helgina með sigri á Tottenham og það urðu mikil læti í Bítlaborginni í kjölfarið. Þessi fáni hefur blaktað við hún í Hamrahverfinu í dag og notið sín í góða veðrinu. Þetta er tuttugasti Englandsmeistaratitill Liverpool. Til hamingju Púlarar.

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. apríl 2025
Yfir 130 þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útför Frans páfa, sem fram fór á Péturstorginu í Róm í morgun. Sky-sjónvarpsstöðin sagði frá því að yfir 250 þúsund manns hefðu verið við útförina þegar sýnt var beint frá henni á stöðinni í morgun en athöfnin hófst klukkan átta að íslenskum tíma, en klukkan tíu í Róm. Um heimsviðburð var að ræða og sjónvarpað var frá útförinni um allan heim - að vísu ekki á RÚV. Smellti nokkrum myndum af skjánum þegar sjónvarpað var frá athöfninni í morgun. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
30. apríl 2025
LÍF OG FJÖR HJÁ KORPÚLFUM. Hann var þéttsetinn salurinn á félagsfundi Korpúlfa þegar Grafarvog.net bar að garði á félagsfundinn í Borgum eftir hádegi í dag og rífandi stemning. Sannast sagna voru fleiri mættir en ég átti von á. „Svona er þetta alltaf á öllum félagsfundum,“ sagði Theodór Blöndal, formaður Korpúlfa, sem tók á móti mér ásamt Birnu Róbertsdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg sem er allt í öllu í Borgum. „Birna er Borgarstjórinn,“ bætti Theodór við.

Eftir Jón G. Hauksson
•
30. apríl 2025
STEMNING HJÁ KORPÚLFUM. Það var heldur betur stuð og stemning á félagsfundi Korpúlfa í Borgum eftir hádegi í dag þegar gamlar kempur í stuðhljómsveitinni Dansbandið stigu á stokk og tóku lagið. Þetta var síðasti almenni félagsfundurinn á vorönninni. Þéttsetinn salurinn tók að sjálfsögðu vel undir. Þarna stóðu menn í stafni sem kunna sitt fag og eru hoknir af reynslu af hefðbundnu spiliríi á dansleikjum. Ekki laust við að andi Ragga Bjarna og Ingimars Eydals svifi yfir vötnum; Hótels Sögu- og Sjallafjör. Hljómsveitina skipa Grímur Sigurðsson, Pálmar Ólafsson og Kristján Hermannsson og sannast sagna hafa þeir tengingu við Ragnar og Ingimar. Grímur spilaði bæði með hljómsveit Ragga Bjarna og Ingimars – raunar í þrettán ár fyrir norðan með Ingimar og því alvanur Sjallanum.

Eftir Jón G. Hauksson
•
29. apríl 2025
Tíðin að undanförnu hefur verið sérlega hagstæð fyrir gróðurinn og í Grafarvogshverfinu hefur hreinlega mátt sjá grasið vaxa síðustu daga. Birkið lætur helst ekki plata sig á vorin en það hefur tekið skrefið og tekið til við að springa út. Verkalýðsdagurinn handan við hornið og stundum er haft á orði þegar fólk flytur úr landi, t.d. vegna kreppu, að grasið þar sé grænna og þá átt við að tekjur og kjör séu þar betri. - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
29. apríl 2025
Einar Bárðarson tónlistar- og markaðsmaður – og maðurinn á bak við Stóra plokkdaginn – segir að ruslið sem tínt sé upp á Stóra plokkdeginum megi allt eins rekja til fugla frekar en sóðaskapar fólks. Mörg sorpílát á staurum, svonefndar stauratunnur, séu ekki vargheldar og fuglinn rífi upp ruslið í leit að æti. „Þá má hvetja reykingafólk og nikótínneytendur til að ganga betur um - þeir eru einu alvöru sóðarnir ennþá en þeim fer sem betur fer fækkandi,“ segir Einar í stuttu spjalli við Grafarvog.net.

Eftir Jón G. Hauksson
•
28. apríl 2025
Sá rauði blaktir við hún í Hamrahverfinu. Áhugi á enska boltanum hér á landi er vissulega löngu kunnur og þau félög sem eiga flesta aðdáendur eru Liverpool, Manchester United, Arsenal, Manchester City, Chelsea og Tottenham - e n auðvitað eiga öll ensku liðin sér áhangendur hér heima. Liverpool tryggði sér enska titilinn um helgina með sigri á Tottenham og það urðu mikil læti í Bítlaborginni í kjölfarið. Þessi fáni hefur blaktað við hún í Hamrahverfinu í dag og notið sín í góða veðrinu. Þetta er tuttugasti Englandsmeistaratitill Liverpool. Til hamingju Púlarar.

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. apríl 2025
Yfir 130 þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útför Frans páfa, sem fram fór á Péturstorginu í Róm í morgun. Sky-sjónvarpsstöðin sagði frá því að yfir 250 þúsund manns hefðu verið við útförina þegar sýnt var beint frá henni á stöðinni í morgun en athöfnin hófst klukkan átta að íslenskum tíma, en klukkan tíu í Róm. Um heimsviðburð var að ræða og sjónvarpað var frá útförinni um allan heim - að vísu ekki á RÚV. Smellti nokkrum myndum af skjánum þegar sjónvarpað var frá athöfninni í morgun. - JGH