Sá rauði blaktir við hún í Hamrahverfinu - til hamingju Púlarar

28. apríl 2025
Sá rauði blaktir við hún í Hamrahverfinu.  Áhugi á enska boltanum hér á landi er vissulega löngu kunnur og þau félög sem eiga flesta aðdáendur eru Liverpool, Manchester United, Arsenal, Manchester City, Chelsea og Tottenham - en auðvitað eiga öll ensku liðin sér áhangendur hér heima. 

Liverpool tryggði sér enska titilinn um helgina með sigri á Tottenham og það urðu mikil læti í Bítlaborginni í kjölfarið. Þessi fáni hefur blaktað við hún í Hamrahverfinu í dag og notið sín í góða veðrinu. 

Þetta er tuttugasti Englandsmeistaratitill Liverpool.

Til hamingju Púlarar.