Það hefur hreinlega mátt sjá grasið vaxa
29. apríl 2025
Tíðin að undanförnu hefur verið sérlega hagstæð fyrir gróðurinn og í Grafarvogshverfinu hefur hreinlega mátt sjá grasið vaxa síðustu daga. Birkið lætur helst ekki plata sig á vorin en það hefur tekið skrefið og tekið til við að springa út.
Verkalýðsdagurinn handan við hornið og stundum er haft á orði þegar fólk flytur úr landi, t.d. vegna kreppu, að grasið þar sé grænna og þá átt við að tekjur og kjör séu þar betri. - JGH

Það hefur hreinlega mátt sjá grasið vaxa síðustu daga.