Útför páfa í morgun
Yfir 130 þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útför Frans páfa, sem fram fór á Péturstorginu í Róm í morgun. Sky-sjónvarpsstöðin sagði frá því að yfir 250 þúsund manns hefðu verið við útförina þegar sýnt var beint frá henni á stöðinni í morgun en athöfnin hófst klukkan átta að íslenskum tíma, en klukkan tíu í Róm.
Um heimsviðburð var að ræða og sjónvarpað var frá útförinni um allan heim - að vísu ekki á RÚV.
Smellti nokkrum myndum af skjánum þegar sjónvarpað var frá athöfninni í morgun. - JGH

Kistan var mjög látlaus að ósk Frans páfa.

Þessi er af stærri gerðinni.

Litadýrðin var mikil.

Heitt í veðri en það þarf að standa sína plikt.

Sálmaskráin.

Mikið fjölmenni var við útförina og yfir 130 þjóðarleiðtogar.

Æðsti kardínálinn, Giovanni Battista Re, 91 árs, var í aðalhlutverki og flutti minningarorðin.

Kistan komin á áfangastað - til kirkju Santa Maria Maggiorie - þar sem Frans páfi var lagður til hinstu hvílu. (Basilica di Santa Maria Maggiore).

Í skjóli skúlptúrs við Péturstorgið í Páfagarði í morgun.

Áætlað er að á milli 200 til 250 þúsund manns hafi sótt athöfnina.

Krikjuklukkur og bjölluhljómur. „Kirkjur eiga að vera heimili almennings,“ sagði alþýðumaðurinn Frans páfi.

Frans páfa minnst við athöfnina í morgun.