Víða þrengt að umferð bíla - Ólafur gagnrýnir þrenginguna í Lækjargötu

14. október 2025

„Það er yfirklór að þrengja gatnamótin,“ segir Grafarvogsbúinn og einn helsti umferðarsérfræðingur landsins, Ólafur Kr. Guðmundsson, í samtali við Morgunblaðið í morgun um miklar þrengingar bílaumferðar í Lækjargötu vegna banaslys sem þar varð fyrir nokkrum árum. Um er að ræða gatnamót Lækjargötu og Vonarstrætis - sem og gatnamót Læjargötu og Skólabrúar.


Ólafur gerði nýlega yfirgripsmikla úttekt fyrir Grafarvog.net um slysatíðni við fimm gatnamót við Höfðabakkann og vakti sú úttekt hans mikla athygli. Þrengingar og stækkun umferðareyja við Höfðbakkann eru til að auka öryggi gangandi og hjólandi.


Um þrengingarnar í Lækjargötu segir Ólafur við Morgunblaðið að sérstakar aðstæður hafi verið við gatnamótin á þeim tíma sem slysið varð vegna byggingar hótels á horni Lækjargötu og Vonarstrætis og þess að ökumenn voru báðir undir áhrifum lyfja.


„Að nota þetta slys sem ástæðu þess að þrengja gatnamótin er yfirklór og útúrsnúningur því hönnun gatnamótanna var ekki ástæðan fyrir slysinu. Ökumaðurinn sem lést var undir áhrifum örvandi vímuefna, virti ekki biðskyldu og keyrði í veg fyrir vinnuvélina sem keyrði með gafflana uppi fram úr strætisvagni sem byrgði sýn að Vonarstræti. Gafflar vinnuvélarinnar voru ekki í réttri hæð og því er þetta slys fyrst og fremst vegna þess að báðir ökumenn voru ekki í ástandi til að vera í umferðinni og ekkert við hönnun gatnamótanna sem hefði getað komið í veg fyrir slysið.“


Meðfylgjandi mynd er úr frétt Morgunblaðsins. - JGH

Hvítu strikin sýna hvar búið er að fækka akreinum. Takið eftir að búið er að afnema vinstri akreinin sem notuð var sem beygjuakrein vinstri beyu að Skólabrú. Ljósmynd Morgunblaðsins: Eggert.

Ólafur Kr. Guðmundsson, Grafarvogsbúi og einn helsti umferðarsérfræðingur landsins. „Verið er að þrengja að umferð bíla um alla borg.“