Ólafur fer hér yfir sögu slysa við Höfðabakkann sl. 10 ár - ekkert réttlætir þrengingarnar
Ólafur Guðmundsson, Grafarvogsbúi og einn helsti umferðarsérfræðingur landsins, fer hér yfir sögu slysa við Höfðabakkann síðastliðin tíu ár fyrir Grafarvog.net. Hann segir ekkert slys á hjólandi og gangandi vegfarendum réttlæta þær þrengingar sem borgin hafi farið í við Höfðabakkann heldur muni þrengingarnar frekar fjölga slysagildrum en að fækka þeim.
Myndirnar sýna glöggt hvað miklu fleiri slys verða í árekstrum bíla en óhöppum í tengslum við óvarða vegfarendur, þ.e. hjólandi og gangandi.
„Mesta slysahættan er auðvitað ef reglur eru ekki virtar og farið er yfir á rauðu. Það er hins vegar ekki mannvirkjunum að kenna,“ segir Ólafur.
Ekkert þessara slysa á gangandi og hjólandi má rekja til þeirra umferðareyja sem nú hafa verið stækkaðar eða þeirra beygjuvasa sem hafa verið lagðir af. - JGH

Hér er fyrsta yfirlitsmyndin. Grænt = slys með ltilum meiðslum. Gult = slys með miklum meiðslum. Eins og sjá má eru langflest slysin í árekstrum bíla. Dálkurinn til hægri sýnir ÓVARÐA - meiðsli á hjólandi og gangandi vegfarendum við öll gatnamót Höfðabakkans sl. tíu ár.
Við byrjum svo hér að neðan með MYND 2 sem er við gatnamót Höfðabakka og Stórhöfða en þar hafa miklar þrengingar dregið verulega úr sjónsviði þeirra sem aka niður Höfðabakkann og beygja til vinstri inn Stórhöfðann.
------------------------
MYND 2. HÖFÐABAKKI-STÓRHÖFÐI

MYND 2. HÖFÐABAKKI- STÓRHÖFÐI sl. tíu ár. ÓVARÐIR. EKKERT SLYS á gangandi og hjólandi vegfarendum - sem betur fer. Öll slysin eru hins vegar bílslys við gatnamótin en engu að síður hefur borgin ákveðið að þrengja verulega að umferðinni við þessi gatnamót, stækka umferðareyjar og þrengja sjónsvið bílstjóra verulega við þessi einhver fjölförnustu gatnamót landsins.
---------------------------
MYND 3.

MYND 3. HÖFÐABAKKI-DVERGSHÖFÐI. ÓVARÐIR. ÞRJÚ SLYS.
1) Grænn punktur. (Lítil meiðsl). Ekið á fótgangandi á gangbraut. Ekki lögleg gangbraut; þ.e. sebrabraut.
2) Gulur punktur. (Alvarlegt slys.) Ekið á fótgangandi á gangbraut - á ljósum. (Annar hvor fór yfir á rauðu).
3) Grænn punktur. (Lítil meiðsl). Hópferðabifreið ók á fótgangandi stúlku við stætóstoppistöð.
---------------------
MYND 4.

MYND 4. HÖFÐABAKKI-BÍLDSHÖFÐI. ÓVARÐIR. TVÖ SLYS. Ekki alvarleg meiðsl.
1) Græni punkturinn til vinstri. Ekið á fótgangandi á gangbraut á ljósi. (Annar hvor fór yfir á rauðu).
2) Græni punkturinn til hægri. Ekið á gangandi sem var á leið þvert yfir akbraut.
-------
MYND 5.

MYND 5. HÖFÐBAKKABRÚ-VESTURLANDSVEGUR. ÓVARÐIR. TVÖ SLYS. Ekki alvarleg meiðsl.
1) Græni punkturinn (lítil meiðsl) til vinstri. Ekið á hjólreiðamann á gangbraut á ljósum. (Annar hvor fór yfir á rauðu).
2) Græni punkturinn (lítil meiðsl) til hægri inni á bílaplani. Ekið á fótg. á bílaplaninu og því utan akbrautar.
----
MYND 6.

MYND 6. HÖFÐABAKKI-BÆJARHÁLS. ÓVARÐIR. ÞRJÚ SLYS.
1) Guli punkturinn (Alvarlegt slys). Lengst til vinstri. Ekið á hjólreiðamann á akbraut; ath. ekki gangbraut og ekki við gatnamótin.
2) Grænn punktur. (Lítil meiðsl). Ekið á hjólreiðamann á gangbraut - á ljósum. (Annar hvor fór yfir á rauðu).
3) Grænn punktur. (Lítil meiðsl). Fall af reiðhjóli. Bíll ekki valdur að slysinu.
Þessir tveir grænu punktar liggja nokkurn veginn saman á myndinni.