Stórtónleikar í Grafarvogskirkju 13. nóv. til styrktar BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar
Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi á bæði heiður og hrós skilið fyrir árlega tónleika sína í Grafarvogskirkju til styrktar BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Fjöldinn allur af tónlistarfólki hefur gefið vinnu sína og lagt þessum tónleikum lið í gegnum tíðina til styrktar góðu málefni og fyrir það ber að þakka.
Að þessu sinni verða þessir glæsilegu tónleikar 13. nóvember nk. í Grafarvogskirkju og ekki er að efa að tónleikarnir verða vel sóttir. Þetta er í 21. sinn sem Lionsklúbburinn Fjörgyn heldur þessa tónleika.
Það er svo sannarlega stórskotalið tónlistarmanna sem koma fram að þessu sinni og styrkja verkefnið.
Þeir eru:
Baggalútur,
Gissur Páll Gissurarson,
Guðrún Gunnarsdóttir,
KK,
Þór Breiðfjörð,
Emmsjé Gauti,
Greta Salóme Stefánsdóttir,
Guðrún Árný Karlsdóttir,
Páll Rósinkranz.
Undirleikari: Lára Bryndís Eggertsdóttir.
Stórkostlegt tónlistarkvöld í vændum og veisla fyrir alla sem unna góðri tónlist. - JGH

Blessuð sé minning Ragnars Bjarnasonar en hann var ötull stuðningsmaður þessara tónleika og lagði þeim svo sannarlega lið með söng sínum. Tónleikarnir að þessu sinni eru þeir 21. í röðinni og er þetta verkefni Lionsklúbbnum Fjörgyn til mikils sóma.