Fjörlegt í útgáfuhófi Ásthildar og Bjarna Þórs vegna nýju bókarinnar í ritröðinni um Bínu
Það var heldur betur fjör í útgáfuhófi Grafarvogsbúans og eins helsta talmeinafræðings landsins, Ásthildar B. Snorradóttur, og Bjarna Þórs Bjarnasonar, myndlistarmanns af Akranesi, í tilefni af nýrri bók í ritröðinni um Bínu. Nýja bókin heitir Bína fer í sveit. Ásthildur er höfundur bókarinnar og Bjarni Þór myndskreytir hana. Útgáfuhófið fjörlega var á veitingastaðnum Mílanó í byrjun vikunnar.
Ásthildur býr í Hamrahverfinu í Grafarvogi og var langt viðtal við hana í Grafarvogur.net fyrir nokkrum vikum þegar fyrstu eintökin af bókinni Bína fer í sveit komu úr prentun. Sjá viðtalið hér.
Fjölmargir leik- og grunnskólakennarar mættu í útgáfuhófið á Mílanó og var bókinni ákaflega vel tekið. Þær voru ófáar eiginhandaráritanirnar sem Ásthildur skifaði í seldar bækur á staðnum.
Þarna var líf og fjör; sungið og leikið - og það var Bjarni Þór sem greip í gítarinn og sá um undirspil. Bjarni Þór hefur myndskreytt allar bækurnar um Bínu.
Þau Ásthildur og Bjarni Þór munu meira að segja hafa samið lag og texta sem sungið var í teitinu. - JGH

Það var líf og fjör í útgáfuhófinu; sungið og leikið.

Hin hliðin af kvartetinum. Frá vinstri: Þórdís Ólafsdóttir, Fríða Ólafsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason og Ásthildur B. Snorradóttir.

Fjölmenni var í útgáfuhófinu.

Bjarni Þór Bjarnason, myndlistarmaður af Akranesi, er snillingur sem hefur myndskreytt allar bækurnar um Bínu. Hann er með sýningu í Mílanó út vikuna.

Bína lét sig ekki vanta í útgáfuteiti Ásthildar og Bjarna Þórs á kaffihúsinu Mílanó.

Guðbjörg Guðjónsdóttir og Bjartey Sigurðardóttir ásamt höfundi.

Hjónin Bjarni þór Bjarnason óg Ásta Salbjörg.

Fjölskylda Ásthildar var að sjálfsögðu mætt í hófið.

Bjarni Þór Bjarnason er með sýningu í kaffihúsinu Mílanó út vikuna og sýnir meðal annars allar myndirnar úr bókinni Bína fer í sveit.

