Útgáfuhóf Ásthildar vegna nýju bókarinnar í ritröðinni um Bínu - Bína fer í sveit

11. september 2025

Það var heldur betur fjör í útgáfuhófi Grafarvogsbúans og eins helsta talmeinafræðings landsins, Ásthildar B. Snorradóttur, á veitingastaðnum Mílanó í byrjun vikunnar. Hún var að bæta enn einni bókinni við í ritröðinni um Bínu en nýja bókin heitir Bína fer í sveit.


Ásthildur býr í Hamrahverfinu í Grafarvogi og var langt viðtal við hana í Grafarvogur.net fyrir nokkrum vikum þegar fyrstu eintökin af Bínu fer í sveit komu úr prentun. Sjá viðtalið hér. 


Fjölmargir leik- og grunnskólakennarar mættu í útgáfuhófið og var bókinni ákaflega vel tekið. Þær voru ófáar eiginhandaráritanirnar sem Ásthildur skifaði.


Þarna var líka sungið og leikið - og var það enginn annar en Bjarni Þór Bjarnason, myndlistarmaður af Akranesi sem greip í gítarinn en hann hefur myndskreytt allar bækurnar um Bínu. 


Þau Ásthildur munu meira að segja hafa samið lag og texta sem sungið var hástöfum í teitinu. - JGH

Sungið hástöfum í útgáfuhófinu.

Hin hliðin af kvartetinum. Frá vinstri: Þórdís Ólafsdóttir, Fríða Ólafsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason og Ásthildur.

Fjölmenni var í útgáfuhófinu.

Bjarni Þór Bjarnason, myndlistarmaður af Akranesi, er snillingur sem hefur myndskreytt allar bækurnar um Bínu. Hann er með sýningu í Mílanó út vikuna.

Bína lét sig ekki vanta í útgáfuteiti Ásthildar á Kaffihúsinu Mílanó.

Guðbjörg Guðjónsdóttir og Bjartey Sigurðardóttir ásamt höfundi. 

Hjónin Bjarni þór Bjarnason óg Ásta Salbjörg.

Fjölskylda Ásthildar var að sjálfsögðu mætt í hófið.

Bjarni Þór Bjarnason er með sýningu í Kaffihúsinu Mílanó út vikuna og sýnir meðal annars allar myndirnar úr bókinni Bína fer í sveit.