Virði símafyrirtækjanna - Síminn sex sinnum verðmeiri en Sýn
HLUTHAFASPJALL RITSTJÓRANNA. Það er athyglisvert að skoða virði símafyrirtækjanna og fórum við félagarnir Sigurður Már Jónsson yfir þau mál í nýjasta þætti Hluthafaspjalls ritstjóranna sem tekinn var upp í gær og er á efnisveitunni Brotkast.is.
Síminn er sex sinnum verðmeiri en Sýn, metinn á 32 milljarða meðan markaðsvirði Sýnar er tæpir 5 milljarðar. „Litla“ símafyrirtækið á markaðnum, Nova, hefur hækkað talsvert á árinu og er virði þess um 17 milljarðar kr.
Sýn hefur gefið út afkomuviðvörun fyrir þriðja ársfjórðung. Á meðal þess sem við ræðum um er hvort Sýn hafi mistekist að ná áskrifendum til sín með því að yfirbjóða Símann varðandi enska boltann. Drastískar aðgerðir á Sýn eru miklu líklegri en áður.
Fyrstu 9 mánuði ársins var hagnaður Símans tæpur 1 milljarður kr. og Nova rúmur hálfur milljarður.
Níu mánaða uppgjör Sýnar liggur ekki fyrir en tap var á Sýn upp á rúman hálfan milljarð fyrstu sex mánuðina - og afkomuviðvörun gefin út vegna þriðja ársfjórðungs, sem fyrr segir. - JGH

Síminn er sex sinnum verðmeiri en Sýn, metinn á 32 milljarða meðan markaðsvirði Sýnar er tæpir 5 milljarðar. „Litla“ símafyrirtækið á markaðnum, Nova, hefur hækkað talsvert á árinu og er virði þess um 17 milljarðar kr.

Hefur Sýn mistekist að fjölga viðskiptavinum sínum og auka hagnað sinn með kaupunum á enska boltanum?

