Er froða á erlendum mörkuðum? Umræða um verðfall meira áberandi en áður

23. október 2025

HLUTHAFASPJALL RITSJÓRANNA. Við félagarnir tókum upp öflugan þátt í gær í Hluthafaspjalli ritstjóranna sem hægt er að nálgast á efnisveitunni Brotkast.is. Sífellt fleiri sérfræðingar telja að verð hlutabréfa á erlendum mörkuðum sé orðið allt of hátt og spár um verðlækkun eru orðnar meira áberandi. Þetta og margt fleira fórum við Sigurður Már Jónsson yfir í þættinum. Meðal annars þetta:

1.

Hið hrikalega áfall hjá Norðuráli á Grundartanga. Stóriðjan með 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar og útflutningstekjur Norðuráls eru um 150 milljarðar á ári. Áætlað tekjutap á mánuði er ógnvekjandi tala eða um 5,4 milljarðar króna. Orkufyrirtækin og Eimskip tapa miklum tekjum.

2.

Icelandair. Gengi bréfa lækkar þrátt fyrir að félagið sé núna með 69% af flugframboði um Keflavíkurflugvöll.

3.

Gengi bréfa í Eimskip hefur lækkað um 19% frá 8. okt. sl. og félagið finnur heldur betur fyrir áfallinu hjá Norðuráli.

4.

Við höfum í eitt ár rætt um það hvernig Jón Ásgeir Jóhannesson hefur búið til nýjan risa á matvörumarkaðnum; Dranga. Svo virðist sem honum hafi tekist að auka verðmæti hinnar nýju einingar um  25% frá því í sumar. Félagið stefnir á markað.

5.

Símafyrirtækin. Enn hallar undan fæti hjá Sýn. Afkomuviðvörun. Dramatískar aðgerðir mun líklegri nú en áður. Mikill munur á markaðsvirði símafyrirtækjanna.

6.

Fasteignamarkaður. Lítið að gerast og fjöldi nýbyggðra íbúða óseldur.

7.

Bankar eru byrjaðir að draga úr útlánum.


8.

Bílgreinin horfir fram á hrun í bílasölu á næsta ári vegna stóhækkaðs vörugjalds á bíla. Virðist sem fyrrum eigendur Öskju hafi selt á réttum tíma.

9.

Ferðaþjónustan er núna á nálum vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að bæta við sköttum á hana. Verð bílaleigubíla á eftir að hækka og mun færri farþegaskip koma til landsins með tilheyrandi tekjutapi.


10. Kvennafrídagurinn fyrir 50 árum. Miklar framfarir og sífellt fleiri konur veljast núna í stjórnunarstöður í fyrirtækjum. Fögnum fimmtíu árunum og tölum um framfarirnar frekar en eitthvert bakslag í jafnréttismálum.


11.

Sundabrautin og hvað það er sem Grafarvogsbúar óttast helst - sem er að umferð frá austurhluta borgarinnar stóraukist inn í Grafarvoginn til að komast inn á Sundabrautina.



Þetta og talsvert meira í hressilegu spjalli okkar.