Áhyggjur Grafarvogsbúa á fundinum: Mun Sundabraut auka umferð um Grafarvoginn?

22. október 2025

Það fer ekki á milli mála að Grafarvogsbúar eru áhugasamir um Sundabrautina og vel var mætt á kynningarfundinn í Egilshöll síðdegis í dag þótt hvert sæti hafi ekki verið skipað.


Grafarvogsbúar hafa einn helst áhyggjur af því að Sundabrautin muni auka umferð um Grafarvoginn - verði umferðarhvetjandi um hverfið og að umferðin úr austurhluta borgarinnar liggi um Grafarvcginn til að komast inn á Sundabrautina. Fram hefur komið í könnun Vegagerðarinnar að 76% eru hlynnt Sundabrautinni og 21% Grafarvogsbúa segja ætla að nota hana daglega.


Sigrún Ásta Einarsdóttir, íbúi í Grafarvogi, sem hefur látið til sín taka gegn þéttingu byggðar í Grafarvoginum, var á fundinum og tók meðfylgjandi myndir fyrir vefinn.


„Ég er fylgjandi Sundabraut en í þessari útfærslu eru þessar 12 mínútur sem sparast í umferð frá Kjalarnesi ansi dýru verði keyptar fyrir Grafarvogsbúa finnst mér.“


Hún segir að það hafi verið sláandi hversu takmörkuð svör fengust á fundinum við áhyggjum Grafarvogsbúa um aukna umferð um hverfið og bætir við: „Að mínu mati er augljóst vanmat í greiningu Vegagerðarinnar á aukinni umferð inn í Grafarvoginn vegna Sundabrautar.“

Sundabrautin merkt hér með rauðri línu.

Þá segir Ásta ennfremur að í sífellu sé verið að  tala um „mótvægisaðgerðir“ en hvergi sagt um hvers konar mótvægisaðgerðir verði að ræða.


„Það er líka sláandi að greiningarnar gera ráð fyrir að 10% íbúa austurborgarinnar muni ferðist með borgarlínu þegar 4% borgarbúa taka strætó í dag. Þetta eru mjög bjartsýnar spár um borgarlínuna en í upphafi var sagt að öll líkön byggðu á „worst case scenario“ -  verstu sviðsmyndinni.“


Þá segir hún að í líkönum sé gert ráð fyrir mikilli minnkun umferðar á Gullinbrú því Grafarvogsbúar eru jú víst allir að fara á Sundabraut. „Ég efast stórlega að þetta með Gullinbrú gangi eftir. Og hvað með þá sem koma að austan og eru á leið norður? Hvað með flutningabílana sem fara frá Hálsum t.d. Ölgerðinni og eru að fara vestur eða norður? Eða þungaflutningana í gegnum hverfið til að fara með úrgang í framtíðar Hringrásargarð á Álfsnesi?,“ segir Sigrún. - JGH

Í könnun Maskínu, sem kynnt var á fundinum í Egilshöll, segjast 21% Grafarvogsbúa ætla að nota Sundabraut daglega.

Þessi glæra sýnir Sundabrautin fer hressilega nálægt fjölbýlishúsunum í Gufunesi og liggur fyrir neðan Hallsteinsgarð. Hringtorg verður byggt við Borgaveginn og Strandveginn.

Í líkönum er gert ráð fyrir að 10% allra íbúa í austurhluta borgarinnar muni nota borgarlínuna. En núna nota aðeins 4% Reykvíkinga strætó.

Fundurinn var vel sóttur og áhugi Grafarvogsbúa á málefnum Sundabrautar mikill. Þótt ekki hafi fremstu lúxussætin verið fullnýtt.

Þessi glæra sýnir að 76% landsmanna eru hlynnt lagningu Sundabrautar, skv. könnun Maskínu. En er víst að þeir séu hlynntir núverandi útfærslu?