Vilji er allt sem þarf - þær geta ennþá „skrúfað fyrir“ kranana
VILJI ER ALLT SEM ÞARF! Við sögðum frá því í gær að gera megi ráð fyrir að á bilinu 20 til 25 byggingarkranar verði reistir ef áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi ná í gegn og verða samþykkt af meirihluta borgarstjórnar.
Nokkur viðbrögð urðu við þessari frétt þar sem fólk spyr sig hvort barátta okkar Grafarvogsbúa gegn þéttingu byggðarinnar sé töpuð og hvort nýju borgarstýrurnar geri eitthvað með athugasemdirnar og mótmælin.
Við gefumst ekki upp. Dropinn holar steininn. Fresturinn til að skila inn athugasemdum og mómæla hefur verið framlengdur til 15. maí. og því er ennþá vika til stefnu. Mótmæla hér.
Vilji er allt sem þarf. Nýju borgarstýrurnar geta ennþá „skrúfað fyrir “ kranana og komið í veg þá hörmulegu skemmdarstarfsemi sem þétting byggðar í Grafarvogi er.
Þær geta kúvent og sagt JÁ við óskum Grafarvogsbúa og NEI við þéttingunni. - JGH

Skv. lauslegri áætlun má gera ráð fyrir að 20 til 25 kranar verði reistir á hinum fjórtán skilgreindu þéttingareitum. Nýju borgarstýrurnar geta enn komið í veg fyrir það - þær geta ennþá „skrúfað fyrir “ kranana með því að segja JÁ við Grafarvogsbúa og NEI við þéttingunni.