Þéttingarstefnan í Grafarvogi til umræðu við Rauða borðið á Samstöðinni

7. maí 2025

SAMSTÖÐIN. Þéttingarstefnan í Grafarvogi var meðal annars til umfjöllunar í þættinum Rauða borðið á Samstöðinni í þeim kafla þáttarins sem nefnist Reynsluboltar. Umsjónarmaður þáttarins, Sigurjón Magnús Egilsson, fékk undirritaðan í þáttinn til sín til að ræða málefni líðandi stundar. (Sjá þáttinn í heild sinni hér.)


Þau Ásmundur Friðriksson, fyrrum þingmaður, og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur tóku þátt í umræðunum með mér.


Í ljósi þess hvað Grafarvogur.net hefur fjallað mikið um áform meirihlutans í borginni um þéttingu byggðar í Grafarvogi barst málið eðlilega í tal og þar sem mér gafst kostur á að ræða rök mín gegn þéttingunni. - JGH