Fín viðbót á vefnum OKKAR GRAFARVOGUR - núna hægt að sjá stöðuna hverju sinni

10. maí 2025
FYLGIST MEÐ TÖLFRÆÐINNI. Grafarvogsbúinn Freyr Ómarsson hefur sett inn skemmtilega nýjung inn á vef Íbúasamtaka Grafarvogs, OKKAR GRAFARVOGUR, og er um að ræða tölfræði yfir fjölda umsagna sem uppfærist hverju sinni.

Þannig er hægt að fylgjast með hvernig gengur að mótmæla, fjölda umsagna, fjölda umsagna um hvern reit og áætlaðar íbúðir á hvern reit.

Sjá þessa fínu viðbót hér

Endilega skoðið þesa nýjung og fylgist með fjölda athugasemda hverju sinni - og hvetjið alla til að skila inn athugasemdum og mótmæla.  (Sjá tengilinn einnig hér: https://okkargrafarvogur.com/#tolfraedi). - JGH