Viðgerð Veitna við Víkurveg - gatinu lokað í dag. Þetta hefur ekki tekið neinn smá tíma
Frétt okkar um daginn um ótrúlegan seinagang í viðgerð Veitna við Víkurveg hafði svo sannarlega áhrif. Veitur sendu fljótlega frá sér yfirlýsingu um að farið yrði í verkið.
Og viti menn; þegar við vorum þarna á ferð eftir hádegi í dag var búið að loka gatinu; steypa í það. Næsta skref er svo að moka yfir og fjarlægja steinsteyptar hindranir - sem náð hafa út í götu mánuðum saman - og hafa svo sannarlega sett svip sinn á gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar.
Það voru smiðir frá fyrirtækinu Langeldi sem sáu um að ganga frá gatinu fræga og steypa í það í dag. -JGH

Það var fyrirtækið Langeldur ehf. í Mosfellsbæ sem annaðist framkvæmdirnar fyrir Veitur og lokuðu gatinu í dag. Næsta skref verður að moka yfir og ganga almennilega frá þessu.

Loksins, loksins. Búið að loka þessu gati. Þessar framkvæmdir hafa ekki tekið neinn smá tíma.

Við Víkurveg og Vesturlandsveg. Þarna hafa verið steyptar hindranir vegna viðgerða svo vikum skiptir. Eftir frétt okkar um seinagang fóru Veitur af stað og steypt var í gatið í dag. Það verður svo gengið frá þessu á næstu dögum.


