Iðaði í skinninu að vaða lengra í ljósaskiptunum

3. janúar 2026
Hann var spenntur þessi seppi þar sem hann óð út í ískaldan sjóinn við Geldinganeseiði í rjómablíðu ljósaskiptanna í dag. Fuglalífið iðaði í kringum hann og hann iðaði sjálfur í skinninu að vaða lengra. 

Árið 2025 kvaddi með fallegum dögum og tuttugu og sex heilsar svo sannarlega á sömu nótum.

Ískalt í dag, mínust átta - en lognið dempar mínusgráðurnar. - JGH 

„Uss, þetta er svolítið kalt.“

„Hvað ætli mér sé óhætt að vaða langt út í.“