Hér er allt í röð og reglu

3. janúar 2026

Hér er synt og svamlað í röð við Geldinganesið í dag og sundin blá fá yfir sig gulan blæ í ljósaskiptunum. Þessar endur halda sínu striki og eru á sinni eigin Sundabraut.


Í bakgrunni blasir borgareyjan fallega við - sjálf Viðey.


Hvers vegna Viðey? Jú, nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem einkenndi eyjuna allt fram á 12. öld. 


Núna er tekist á um Sundabraut eða Sundagöng - eitt er víst; sundin blá munu örugglega breyta um ásjónu við tröllvaxna Sundabraut. - JGH

Stari ég á stráin. Við Geldinganeseiði í dag.

Hér er allt í röð og reglu - og synt á eigin Sundabraut.