Verum stolt - mikill heiður að hafa þær á EM í knattspyrnu

8. júlí 2025

VERUM STOLT AF ÞEIM! Auðvitað hefur gengi íslenska liðsins á EM í knattspyrnu í Sviss verið undir þeim miklum væntingum sem þjóðin hefur gert til liðsins en stúlkurnar mega ekki láta hugfallast heldur bera höfuðið hátt þrátt fyrir tvo töp.


Þær eiga leik gegn Noregi nk. fimmtudag og þá skiptir öllu að þær mæti með sjálfstraust og leikgleðina að vopni.


Í þessari stöðu eigum við Íslendingar ekki heldur að detta ofan í þá gryfju að ræða um að liðið sé ómögulegt og tala það niður. Það er heiður fyrir okkur Íslendinga að eiga lið í knattspyrnu á hæsta getustigi á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu. Þannig eigum við að líta á málið.


Það er eðlilegt að hafa væntingar um gott gengi. Þær væntingar eru raunhæfar í ljósi þess að í liðinu eru leikmenn sem spila með nokkrum af bestu liðum í Þýskalandi og Ítalíu. En það er samt sem áður engin katastrófa að tapa gegn Finnum 0-1 og gegn Sviss á heimavelli þeirra 0-2. Þetta eru ekki fjögurra, fimm eða sex marka töp þar sem valtað er yfir liðið.


Núna er bara að spila um heiðurinn gegn Noregi á fimmtudaginn.


Í íþróttum veit aldrei á gott að vera of sigurviss fyrir leiki; það er kannski það eina sem ég vil og get sett út á liðið. Mér finnst þær hafa verið of sigurvissar í viðtölum fyrir leikina. Leikir eru aldrei unnir fyrirfram. Það er gömul lexía og ný!


Áfram Ísland á fimmtudaginn!


Það er heiður fyrir Ísland að eiga lið á þessu móti sem etur keppi við þær bestu!  - JGH

Það er heiður fyrir okkur Íslendinga að eiga lið í knattspyrnu á hæsta getustigi á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu.

Um 1.500 Íslendingar eru úti í Sviss og hvetja liðið til dáða - og eru landi og þjóð til sóma.