Frábær sigur Fjölnismanna á erfiðum útivelli í Breiðholtinu

5. júlí 2025
VEL GERT! Það er fyllsta ástæða til að óska Fjölnisliðinu til hamingju með frábæran útisigur í gær gegn Leikni á erfiðum útivelli í Breiðholtinu. Þetta var mikilvægur sigur og með honum lyftu Fjölnismenn sér upp í 10. sætið.

Þessi leikur hefur sömuleiðis mikla þýðingu við að ná upp sjálfstrausti í liðinu aftur eftir erfiðan skell á dögunum gegn Þór frá Akureyri hér á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi.

Gott mál. Stígandi í liðinu að undanförnu. 

Góður sigur á Þrótti, erfitt tap gegn Þór og nú öflugur sigur á Leikni í Breiðholtinu. Sex stig af níu.

Stöndum með okkar mönnum. Áfram Fjölnir.  - JGH