Vel gert! Fjölnismenn heiðruðu minningu Steinars Ingimundarsonar
6. maí 2025
VEL GERT FJÖLNISMENN.
Meistaraflokkur karla heiðraði minningu Steinars Ingimundarsonar fyrir fyrsta leik liðsins sl föstudag, 2. maí.
„Steinar, sem lést árið 2013, var mikill Fjölnismaður sem bæði lék með liðinu á sínum tíma og þjálfaði.
Eins lék hann með KR, Leiftri, Þrótti og Víði og í heild skoraði Steinar 23 mörk í 86 leikjum í efstu deild á ferli sínum.
Steinar þjálfaði síðar karlalið Fjölnis frá 2002 til 2004
og Víði Garði frá 2007 til 2009. Árið 2010 tók Steinar við kvennaliði Keflavíkur en hætti með liðið um mitt ár 2011 vegna veikinda sinna.
Minningin um góðan dreng lifir,“ segir á vef Fjölnis.
Vel gert Fjölnismenn. - JGH