TIL HVERS? 6 íbúðum troðið niður á örsvæði fyrir neðan einbýlishúsin í Baughúsum

5. maí 2025

ATH. SÍÐUSTU FORVÖÐ!  Kæru Grafarvogsbúar, nú eru síðustu forvöð til að mótmæla þéttingu byggðar í Grafarvogi og fer vel á því að senda inn athugasemd hér í gáttina í kvöld.


Sjáið til dæmis þetta örsvæði fyrir neðan þessi fallegu einbýlishús við Baughús í Húsahverfi - það þarf sérstakt hugmyndaflug að láta sér detta í huga að setja þarna niður þrjú parhús með 6 íbúðum.


TIL HVERS EIGINLEGA?

Þetta er fráleitt byggingarsvæði; bletturinn mjög lítill; húsin munu skyggja á útsýni frá nokkrum einbýlishúsum við Baughús sem hafa verið í góðri trú með deiliskipulagið; byrgir útsýni fyrir ökumönnum; þrengir að umferðinni á annasamri götu; kranar, hávaði og óþarfa jarðrask í grónu hverfi.


Nei takk!  Stöndum vörð um Grafarvoginn. Mótmælum og gerum athugasemd við þetta!

Gatan er Völdunarhús. Sjónarhornið er frá litlu verslunarmiðstöðinni og horft í átt að bensínstöð N1. Þarna á að troða niður 6 íbúðum á þessu örsvæði. Til hvers?

Þetta er með ólíkindum.

Það þarf sérstakt hugmyndaflug tað láta sér detta í huga að setja þarna niður þrjú parhús með 6 íbúðum.

Nýju borgarstýrurnar geta stöðvað þetta - ef vilji er fyrir hendi. Þetta er í þeirra höndum. 

Ja hérna.