Upphaf Þorra í miklum hlýindum - bóndadagurinn í dag og víða blótað í kvöld
23. janúar 2026
Bóndadagurinn er í dag og það verða víða blóm á borðum í tilefni dagsins. Bóndadagurinn markar upphaf Þorra en síðasti dagur þorra, þ.e. daginn áður en Góan byrjar, nefnist þorraþræll. Ljóðið Þorraþræll hefst á hinu þeirri þekktu setningu: Nú er frost á Fróni.
Þorrinn byrjar núna í miklum hlýindum en óvenjuhlýtt hefur verið síðustu daga.
Í tilefni Þorrans verða víða þorrablót í kvöld. Raunar eru þau orðin svo vinsæl hjá íþróttafélögunum að nokkur þeirra byrjuðu á herlegheitunum um síðustu helgi en þá var t.d. stærsta þorrablót landsins, Grafarvogsblótið haldið í Egilshöll, líkt og við sögðum frá um síðustu helgi.
Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f.1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða.
Saga þorrablótanna er rakin til stúdenta í Kaupmannahöfn í kringum 1870, eða fyrir um 155 árum, sem komu saman í árlegri veislu með þennan forna og rammíslenska mat (geymsluaðferð) á borðum.
Það var svo veitingastaðurinn Naustið sem tók upp á því að efna til þorrablóta árið 1958 . - JGH


