Um 3.300 Svíar gerðust hluthafar í Alvotech í útboðinu í Stokkhólmi
VIÐSKIPTI. HLUTHAFASPJALLIÐ. Um 3.300 Svíar gerðust nýir hluthafar í líftæknifyrirtækinu Alvotech í útboði félagsins tengdu skráningu þess á Nasdaq-markaðinn í Stokkhólmi fyrr í vikunni.
Þetta kemur fram í skemmtilegu spjalli okkar Sigurðar Más Jónssonar við Magnús Harðarson, forstjóra Nasdaq Iceland, í nýjasta þætti hlaðvarps okkar, HLUTHAFASPJALLINU á Brotkast.is. Sjá hér.
Það var að venju mikið um dýrðir í Kauphöllinni í Stokkhólmi - blöðrur og fljúgandi bréfsefni - þegar slegið var í bjölluna og fyrstu viðskipti með bréfin í Alvotech áttu sér stað. (Meðfylgjandi myndir eru birtar með leyfi Nasdaq).
Alvotech er nú skráð á þremur stöðum; Íslandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. -JGH

Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, við hina hátíðlegu athöfn þegar fyrstu viðskipti með bréf í Alvotech áttu sér stað í Nasdaq-kauphöllinni í Svíþjóð.

New York. Skráningu Alvotech á Nasdaq-markaðinn í Svíþjóð var fagnað í höfuðstöðvum Nasdaq í New York.
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í nýjasta þætti Hluthafaspjallsins hjá okkur Sigurði Má Jónssyni.