Snjókorn falla - afrakstur næturinnar. Gul viðvörun í kortunum

28. október 2025
Höfuðborgarbúar hafa verið duglegir í morgun að birta myndir af „afrakstri næturinnar“ en óvenjumikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu og miðað við mörg undanfarin ár virðast þessi miklu snjóþyngli fyrr á ferðinni  að þessu sinni.

Grafarvogsbúinn Guðrún Ólafsdóttir birtir mynd á FB-síðu sinni undir hinni skemmtilegu fyrirsögn: „Jæja“. Það þarf í raun ekki fleiri orð um þetta.

Gamall bekkjarbróðir minn úr menntaskóla, Árbæingurinn Gunnbjörn Marínósson, birti myndina hér að ofan með fyrirsögninni „Afrakstur næturinnar“.

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrum forstjóri Icepharma, birtir sömuleiðis nokkrar myndir.á netinu með orðunum „Vetrarríki“.

Morgunblaðið segir í frétt líkur á talsverðri ofankomu suðvestantil á landinu síðdegis með versnandi færð. Nokkur óvissa er þó í spám, bæði varðandi úrkomumagn og úrkomutegund. - JGH 

„Jæja“ - skemmtileg fyrirsögn hjá Grafarvogsbúanum Guðrúnu Ólafsdóttur.

„Vetrarríki“ segir Margrét Guðmundsdóttir, fyrrum forstjóri Icepharma, á FB-síðu sinni í morgun.

„Afrakstur næturinnar“ segir Árbæingurinn Gunnbjörn Marínósson á FB-síðu sinni í morgun.