Svifrykið heldur að minnka - en gasmengun enn veruleg

21. júlí 2025

LOFTGÆÐI. Svifrykið í Grafarvogi er heldur að minnka frá því í gær en enginn mælir er í Grafarvogi og styðst Grafarvogur.net við mælinn í Laugarnesi. Gasmengun er samt veruleg og var hún sérstaklega mikil í morgun og raunar með mesta móti.


Gildin við mælingar á svifryki voru á þessa leið í gærmorgun:  Gróft  83; fínt  75 og örfínt  61. 


Gildin við mælingar á svifryki í Laugarnesi í morgun voru svona: Gróft 33; fínt 28 og örfínt 26.


Eldfjallagas, brennisteinsdíóxíð, var hins vegar mun meira í Laugarnesi í morgun en í gær. Það var raunar með allra mesta móti   snemma í morgun - og sagt með því mesta frá því goshrinan við Grindavík hófst fyrir um tveimur árum.


Þá vekur það athygli að svifryk í  Reykholti í Biskupstungum vegna eldgossins mældist meira en í Laugarnesi í Reykjavík.


Búist er við að loftgæði batni smám saman með norðlægri golu í dag. - JGH


LAUGARNES Í MORGUN   

Svifrykið í Laugarnesi í rmorgun. Eldfjallagasmengunin (brennisteinsdíoxíð) talsvert meiri en í gær.


LAUGARNESIÐ Í GÆRMORGUN

Svifrykið í Laugarnesi var meira í gærmorgun en gasmengun (brennisteinsdíoxíð) var talsvert minni.


AKUREYRI Í MORGUN

Við birtum svo til fróðleiks stöðuna á Akureyri, Ísafirði og Reykholti í Biskupstungum í morgun.


ÍSAFJÖRÐUR Í MORGUN

REYKHOLT Í BISKUPSTUNGUM Í MORGUN

Það var meira svifryk í Reykholti í Biskupstungum í morgun en Reykjavík.