Loftgæði. Svifryk og gasmengun - veruleg breyting til batnaðar milli daga
LOFTGÆÐI. Veruleg breyting hefur orðið til batnaðar á milli daga á loftgæðum í Grafarvogi. Svifryk og gasmengun mælist talsvert lægra en í gærmorgun og á sunnudag. Komnar grænar tölur.
Þannig hafði gasmengunin lækkað niður í gildið 24 klukkan hálfníu í morgun úr gildinu 1.724 á svipuðum tíma í gærmorgun.
Sem fyrr miðast mælingarnar við mælinn í Laugarnesi en enginn loftgæðamælir er í Grafarvogi.
LAUGARNES Í MORGUN

Veruleg lækkun á svifryki og eldfjallagasi (Brennisteinsdíoxíði) frá því í gærmorgun.
LAUGARNES Í GÆRMORGUN

Svifrykið og eldfjallagasmengunin í gær. Allt aðrar og skæðari tölu en í morgun. Heimur batnandi fer.
GASMENGUNIN OG VINDÁTTIN Í DAG

Vindáttin hjálpar höfuðborgarsvæðinu í dag, þriðjudag. Mengunin stefnir í suður og á haf út, skv. þessu korti Veðurstofunnar.
GASMENGUN OG VINDÁTTIN Á MORGUN, MIÐVIKUDAG.

Gasmengunin frá gosinu mun læðast yfir Suðurlandið á morgun, miðvikudag.

Sunnudagsmorgun, 20. júlí. Horft úr Hamrahverfi til Bryggjuhverfis.

Þriðjudagsmorgun, 22. júlí. Horft úr Hamrahverfi yfir til Bryggjuhverfis.