Gosamóða í bland við þoku - rétt glittir í Bryggjuhverfið

20. júlí 2025

GOSMÓÐA!  Sterk gosmóða í bland við þoku setur nú svip sinn á Grafarvoginn og höfuðborgarsvæðið. Meðfylgjandi mynd var tekin klukkan hálfellefu í morgun í Hamrahverfinu og er horft í átt til Bryggjuhverfisins. Líkt og sjá má rétt glittir í Bryggjuhverfið.

Fyrr í morgun var staðan enn verri og þá rétt sást í nærliggjandi hús og byggðin í Bryggjuhverfi sást engan veginn.


Bilun er í nokkrum svifryksmælum í Reykjavík en þó ekki í Laugarnesi og notast ég við þann mæli. Þar sést að staðan á styrk svifryksins er þar mun minni en til dæmis í Hafnarfirði þar sem staðan er býsna slæm enda nálægðin við gosstöðvarnar meiri.


Hér  er hægt að fylgjast með loftgæðunum.


Rautt á meðfylgjandi korti merkir að óhollt sé að vera úti og hvað þá fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir svifryki og gosmóðu.


Ef horft er á meðfylgjandi kort sést að svifryk mælist mikið í Reykholti í Biskupstungum en annars sýnist staðan ágæt fyrir austan fjall, skv. þessu korti. Sjá má að svifryks frá gosinu gætir á Akureyri. - JGH

Rautt merkir óhollt. Nokkrir svifryksmælar í Reykjavík eru bilaðir en þó ekki í LAUGARNESI. Áberandi rautt er í Hafnarfirði.

LAUGARNESIÐ Í REYKJAVÍK Í MORGUN.  Verulegt svifryk í lofti en þó mun minna en í Hafnarfirði.

STYRKUR svifryksins í LAUGARNESI hefur farið vaxandi í morgun.

HAFNARFJÖRÐUR. Staðan þar er slæm og sagt óhollt að vera úti við - og hvað þá fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir menguninni.

HAFNARFJÖRÐUR. Línuritið sýnir hvernig styrkur svifryksins jókst snemma í morgun og rauði liturinn hefur síðan haldist.