Svartur reykurinn gaus upp og lagðist yfir Hamrahverfið í norðvestan áttinni
12. janúar 2026
Reykurinn frá stórbrunanum í Gufunesi sást um allt höfuðborgarsvæðið og það vakti strax athygli allra hve svartur hann væri. Upphafsmyndin hér er tekin kl. 17:10 en eldsins varð fyrst var um kl. 17:03 þegar hringt var á slökkvilið.
Þessi mynd er tekin í Hamrahverfinu og er horft upp Hlaðhamrana upp að fjölbýlishúsunum Rauðhömrum.
Svartur reykurinn leggst yfir hverfið.
- JGH

Í Lokinhömrum á leið upp á hæðina við enda Leiðhamra til að horfa yfir svæðið.

Horft yfir Gufunesið af hæðinni við enda Leiðhamra. Svartur er hann mökkurinn svo sannarlega.


